Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 22

Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 22
frostið í þeirri liæð var 17. maí. Og sé lengd sumarsins miðuð við tímann milli frosta, liefur hún verið rétt í meðallagi í ár, eða hálf nítjánda vika. Fyrstu vikuna í september var tiltölulega hlýtt í veðri með lofti úr suðvestri, eins og oft liefur verið í sumar. Hina þrálátu suðlægu vinda hér á landi, sem hafa valdið óþurrkunum á svæðinu frá Suður-Múlasýslu vestur um og norður allt til Skagafjarðar, má rekja til jjess, að vestanvindabelti Norður-Atlantshafsins hefur legið norðar en venja er til. Hin tiltölulega staðbundna hæð, sem oft er kennd við Azoreyjar, lá i sumar talsvert norðar en venja er til og teygði sig gjarnan norðaustur eftir Vestur-Evrópu, sem naut af jjeim sökum meiri stað- viðra, Jjurrka, lilýinda og sólskins en verið hefur um árabil. I annarri vikunni var vindur fyrst hægur á norðan eða staðviðri og heldur kalt, en um miðjan mánuðinn lögðu lægðirnar leið sína norðaustur um Grænlandshaf og beindu hingað lofti ýmist úr suðri eða suðvestri með viðeigandi hitasveiflum. Hinn 19. var útsynningurinn orðinn einráður. Og jiað sem eftir var mánaðarins ríkti á landinu kalt loft, stundum komið að vestan sunnan fyrir Hvarf, frá Baffins- landi og öðrum heimskautahéruðum Kanada, en stundum með norðlægum vind- um frá strandhéruðum Norðaustur-Grænlands. Þessi kuldakafli síðasta Jjriðjung mánaðarins réði úrslitum um hinn lága meðalhita. Hœð froslmarks. í greinaflokki Jressum hefur oft verið getið um, hvc liátt frá sjávarmáli frost- mark hefur legið í einstökum mánuðum, og þá helzt minnst á J>að, ef sérstak- lega hefur staðið á. Lega frostmarksins gefur góða luigmynd um hita loftsins, sem til landsins berst, auk J>ess sem hún gefur til kynna, live hátt til fjalla bráðnun nær á hverjum tíma suðvestan til á landinu. En hafa verður í huga, að þegar hiti er við forstmark snjóar en rignir ekki. Og að jafnaði mun ákoma og bráðnun standast á 200 til 400 metrum neðan við hæð frostmarksins. Árið 1968 var 15. árið, sem hitaathuganir þessar ná til. Fer Jtví vel á að birta nú töflu um mánaðarmeðaltöl frostmarkshæðar, og fylgir hún hér á eftir. I henni er sú regla höfð til samræmis, að hæð frostmarks er talin undir sjávar- máli, ef frost liefur náð niður að sjó. Er ]>á fylgt Jreim hitastigul, sem er frá 500 metra liæð niður að jörðu hverju sinni, en ekki miðað við fastan hitastigul, eins og ef til vill væri réttara. Eru þessar neikvæðu hæðartölur hafðar í svigum til frekari aðgreiningar. Flest árin hefur frostmarkið legið hæst í júlí, og meðaltalið sýnir, svo ekki verður um villst, að j>að er hlýjasti mánuðurinn. Samt sem áður liggur þá frostmarkið í meðalári rúmum hundrað metrum neðar en hæsti tindur landsins, Hvannadalshnúkur á Öræfajökli. Ekki er Jjví að undra, Joótt hann sé hrímaður að jafnaði. í júlí 1968 hefur frostmarkið legið hæst, eða í 2350 metra hæð, en lægst á þessum 15 árum hefur það verið í janúar 1959. Sumarið 1958 liefur verið lilýj- asta sumarið á þessum fimmtán árum. Þá lá hæð frostmarks að meðaltali í 1980 metrum til jafnaðar mánuðina júní til september, en lægst hefur sumar- 56 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.