Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 7

Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 7
um þetta einstaka snjóleysi. Það var meira að segja mjög þjóðleg spá, byggð á draumi. Draumur Halldóru. Það var Halldóra Sigurðardóttir á Hallkelsstöðum í Hvitársíðu, sem dreymdi þennan draum, en hún er nú 93ja ára að aldri. Henni þótti sem hún væri að vinna ull í voð, og var ullin öll mórauð nema einn hvítur lagður. Þegar voðin var tilbúin, kom þessi hvíti lagður Iram sem ljós rönd í byrjun, en afgangur- inn af voðinni var allur mórauður. Frá þessum draumi sagði Halldóra þegar um haustið 1968, og raunar var frá honum skýrt í Morgunblaðinu nálægt nýári. Og þar með fylgdi ráðning hennar: snjóléttur vetur. Hér er því ekkert liægt að véfengja, en það sama verður því miður ekki sagt um allar frásagnir af draumum. Ekki vil ég lialda að mönnum þeirri trú, að yfirleitt sé neitt að marka drauma, hvorki um veður né annað. Því skal heldur ekki neitað. En ekki getum við kynnzt að fullu hinum gagngerðu áhrifum veðranna á þessa þjóð, í vöku og svefni, ef gengið er fram hjá slíkum fróðleik sem þessum. Þess vegna höfum við í Veðrinu þegið ýmsar slíkar frásagnir, og gjarnan mættu fylgja með hvers konar aðrar veðurspár, hvort sem benda má á skynsamleg rök fyrir jreim eða ekki. Vörn geg?i votviðri. Gegn ójmrrkum eins og þeim, sem gengu yfir hluta landsins í sumar, kunna veðurfræðingar ekki ráð, þó að margt sé nú brallað og reynt. Menn rnunu minnast þess, að amerískir veðurfræðingar reyndu að sá salla af silfurjoði yfir fellibylinn Debbýju, sem herjaði á vestanverðu Atlantshafi í sumar. Þeim bar saman um, að áhrifin hefðu verið lítilmótleg, og kannski sízt til að lægja ofsa þessarar villtu dansmeyjar. Það verður langt þangað til menn ráða svo við veðrið, að liús þurfi ekki að standast storma, og leggja megi niður súgþurrkun og votheysgerð. En í þessu sambandi má gjarnan minnast þess, að votheysverk- un er nú orðin auðveldari en áður vegna hinnar ágætu maurasýru. Til herinar er jafnvel hægt að grípa með litlum fyrirvara, eftir að hann er lagztur í rign- ingar. Votheyið má meira að segja setja upp í stakka án þess að nota farg eða lofttæmingu. í þessu er fólgin talsverð trygging gegn því böli, sem óþurrkarnir valda og hafa valdið á nokkurra ára fresti í 1100 ára sögu íslandsbyggðar. Ef menn nota slík ráð í votviðrum, getum við veðurspámenn vcrið léttari á brún en ella, þegar við spáum rigningu. Grem frú Teresiu. í þetta hefti ritar frú Teresia Guðmundsson grein um 50 ára feril Veður- stofu íslands. Það varð hlutverk frú Teresiu að stjórna Jjessari stofnun fullan þriðjung Jsessarar hálfu aldar, og á Jreim árum varð langsamlega mest Jrróun stofnunarinnar. VEÐRIÐ — 41

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.