Vikan - 02.02.1961, Síða 2
KANTER'S teg. 8267 með lausum hlír-
um, er hið rétta corselett fyrir sam-
kvæmiskjóla, úr lenoteygju og blúndu,
fleygið í bakið.
Slankbelti eða Brjóstahaldari er undir-
fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að
vel athuguðu máli. Lifstykkjavörur eru
það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði
yðar, að nauðsynlegt er að velja þær
með fyllstu nákvæmni. Spyrjið um hinar
velþekktu KANTER'S lífstykkjavörur
sem eingöngu eru framleiddar úr beztu
efnum, í nýjustu sniðum. Þér getið ávallt
verið öruggar um að fá einmitt það sem
yður hentar bezt frá
» m • -í'-
, wm mm
■•••»»:í:í:Síí.íwh«m«»wWwWiiíi
8
8
8
8
8
8
8
1
I
8
8
8
8
8
8
1
1
%
8
8
I
1
«
I
I
8
8
Spurt um Roy.
Kæra Vika.
Ég er einn af þeim sem les Vikuna alltaf og
þykir mér það skemmtilegasta blaðið. Nú ætla
ég að biðja þig að segja mér hvort hann Roy
Rogers er dáinn, ef svo er ekki, hve gamall hann
er þá. Með fyrir fram þakklæti,
Jón Haukur.
P.S. Hvernig er skriftin?
Nei, Roy Rogers er í fullu fjöri. Ekki reit
ég nákvæmlega, hversu aldraður hann er, en
hann hlýtur að vera kominn um eða yfir sext-
ugt. — Skriftin er svo sem ekki ljót, en ekki
nógu jöfn, og mér sýnist eftir henni að þú
sért dálítið pjattaður. Er það ekki rétt?
Hvað ber að athuga?
Kæra Vika!
Þú hefur svo oft áður hjálpað mér vel þegar
ég hef verið í vandræðum, að ég sný mér til
þín einu sinni enn. Svo er mál með vexti, að
ég ætla að kaupa mér notaðan bíl i vor, en blöð-
in eru alltaf að skrifa um það að bílar á bila-
sölum séu svo mikið svindl og hálfónýtir. Hvað
þarf maður helzt að athuga, þegar maður kaupir
bil?
I. B.
Það er svo margt, sem þá kemur til greina,
að því verður varla lýst í einu svari. En
meðal annars verður að ganga úr skugga
um, hvort nokkur skuld hvílir á bílnum og
fá í hendur vottorð um, að svo sé ekki.
Einnig er ráðlegt að ganga úr skugga um
það, hvernig gengur að fá varahluti í þessa
ákveðnu gerð af bíl. Þá er að komast að því,
hvort bíllinn er mikið ryðgaður, hvernig
dekkin eru, hvernig mótorinn er, hvort hann
hefur verið gerður upp, og ef svo er, hvar
var hann gerður upp og að hve miklu leyti;
var hann boraður, og þá hve mikið, skröltir
bíllinn mikið, hvernig er rafgeymirinn í hon-
um, hefur hann lent í árekstri eða veltu
o.s.frv., o.s.frv. Ef þú ert alveg úti á þekju
um allt, sem við kemur bílakaupum, skaltu fá
einhvern bifvélavirkja í lið með þér, þegar
að kaupunum kemur.
Stjörnuspáin.
Kæra Vika.
Hvernig er þetta eiginlega með stjörnuspána
ykkar? Nú er ég búinn að fylgjast með henni
i þrjá mánuði, og hún hefur alltaf passað,
en svo var eitt atriði, sem ekki kom heim i
síðustu viku. Hvernig stendur á þvi? Rósa.
Stjörnuspáin okkar er samin af færustu sér-
2 VIKAN