Vikan


Vikan - 02.02.1961, Síða 6

Vikan - 02.02.1961, Síða 6
Vorið 1954 sá Picasso unga stúlku á götu og fann, að þar var góður efniviður í málverk. Hann málaði af henni fimm myndir, sem eru þó sín með hverjum stíl. Myndin að ofan er úr vinnustofu Picassos, meðan hann var að mála Sylvette, en myndin að neðan sýnir árangurinn. En þetta fór á annan veg. Þegar hann hafði stritað við myndina iengi dags þurrkaði hann andlitið gersamlega út og játaði ósigur sinn. En um haustið að loknu sumarleyfi í Andorradalnum málaði hann andlitið upp aftur vafningalaust og án þess að líta á fyrirmyndina. Listferli Picassos hefur verið deilt niður í timabil. Menn tala um bláa tímabilið, rósrauða tímabilið, klassíska skciðið og þar fram eftir götunum. Ég ætla ekki að fara að lýsa þeim hér. Það yrði alltof langt mál og flók- ið. Ég vildi aðeins minna á, að Picasso var annar aðailiöfundur kúbismanns, og fyrir það hefur hann hlotið mesta frægð. Kúb- isminn kviknaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Hann var hálf- gerð meinlætalist fyrst í stað, flestar myndanna nærri ein- litar. Síðan tók að bera á slerkum litum og flóknum form- um og loks endaði þessi hreyfing tilveru sína með þvi að hampa íburði, skrauti og flúri. Enginn vafi er á, að þeir Braque og Picasso hrundu henni af stað. Annað mál er það, að þeim barst fljótlega álitlegur hópur hjálpar- manna, sem sumir hverjir voru gæddir prýðilegum gáfum. En nú verður að fara fljótt yfir sögu. Kúbisminn hjaðnaði niður að mestu þegar heimsstyrjöldin fyrri skall á. Ástæðan til þess var ákaflega einföld. Málararnir \oru kallaðir i herinn einn af öðrum og áttu ekki afturkvæmt sem sömu menn að stríðinu loknu. Picasso gat málað eins og hann lysti. Hann vann um skeið að leiktjaldagerð fyrir rússneska ballettinn, sem um þessar mund- ir fór sigurför um meginland Evrópu. Hann kynntist súrreal- ismanum og fútúrisinanum. Og eitthvað mun hann hafa daðrað við hina abströktu hlið mál- verksins. En næst þegar hann kom við sögu heimsviðburðanna var borgarastyrjöldin á Spáni skollin á. f upphafi hennar skip- aði Picasso sér við hlið hinnar löglega kjörnu stjórnar lýðveld- issinna. Þótt hann hefði búið er- lendis í meira en þrjá áratugi, fann hann sárt til með löndum sínum, er járnhælar falangista tóku að Iraðka á helgasta og sjálfsagðasta rétti þeirra. Hann 1ók feginsamlega boði lýðveldis- stjórnarinnar um að vera skip- aður forstjóri Pradosafnsins i Madrid og reyndi að hlynna að henni á ýmsar lundir. Til dæmis mun myndaflokkurinn: Draumur og lygar Francos, ekki aldeilis hafa farið fram hjá kúgara spænsku þjóðarinnar. En Picasso beitti vopni listarinnar á enn á- hrifaríkari hátt. Hann málaði rismyndina Guernicu. Ég skal nú skýra frá því með fáum orðuin, hvernig hún varð til. Lýðveldis- stjórnin hafði fengið listamann- inum jiað verkefni að skreyta sýningarhús Spánar á heimssýn- ingunni í París 1937. Honum þótti mjög vænt um þetta en ein- hvern veginn dróst það á lang- inn, að hann byrpjaði að vinna. Hinn 28. apríl barst sú fregn út um heiminn, að þýzkar sprengju- flugvélar á vegum Francos hefðu Framhald á bls. 33. É.g var -arðinn þreyttur í fótunum, og hitinn var alveg að gera út af við m'g. Svitinn rann í lækjum niður eftir skrokknum, niður á Jáeri og nið- ur í skó. Sokkarnir voru orðnir rennblautir, og ég heyrði gutla í skónum, þegar ég gekk. Hvergi var skuggi, engin sval- andi vindur, ekkert nema nakin fjöll og grýttur stígurinn. Ég stanzaði og klæddi mig úr skyrtunni til þess að vinda hana. „Djöfuls hiti.“ Ég stóð þarna og bölvaði hitanum, fjöllunum, stígnúm og sjálfum mér. Asni, tautaði ég, djöfuls bölvaður asni. Mér fannst ég hafa-ástæðu til þess að vera gramur. Þarna var ég að drepast úr hita, með sólina glóhvíta og brennandi beint á hausinn á mér, með grýttan stíginn undir sárum fótum og fötin klístruð við skrokkinn af svita. Allt þetta fyrir einn gamlan kast- ala. Hann hafði verið svo tignarlegur að sjá frá þorpinu, svo gamall og freistandi, en nú, nú var tignarleik- inn og freistingin horfin, — í þess stað komið sárir fætur og sveittur líkami. Ég var nú búinn að vinda skyrt- una og byrjaður að klæða mig í, þegar mér varð litið upp eftir stígn- um og sá, að þar var einhver á ferli. I>að létti strax yfir mér við að sjá, að ekki var ég einn um þján- inguna, og ákvað að reyna að ná honum eða henni og nota tækifærið til þess að spyrja um, hvernig mér mætti auðnast að fá aðgang til að skoða kastalann. Þegar ég nálgaðist, sá ég, að þetta var gamall maður með staf í annarri hendi og fötu í hinni og svo hrumur af elli, að mig undraði stórum, livernig hann kæmist áfrain. Ég gekk upp að hliðipni á karli, en í því hrasaði hann og hefði dott- ið, ef ég hefði ekki gripið til lians og rétt liann við. „Þakka yður fyrir,“ umláði í karl- inum. „Ekkeri að þakka,“ svaraði ég. Þetta sagði ég á svo lélegri spænsku, að karlinn leit til min með spurn- arsvip. „Þér eruð útlendingur?“ spurði hann. „Já, ég er það.“ Það varð þögn dálitla stund, þang- að til ég sagði: „Ég er á leið til kastalans.“ — Ég benti í áttina til kastalans, „Jæja, sagði karlinn, — „má ég spyrja um erindið?" „Yður er velkomið að fá að vita það. Ég ætlaði að skoða hann.“ „Hvað lialdið þér, að hægt sé að sjá?“ „Ég hef aldrei komið inn i kastala, og þar ætti að vera .... margt, sem gaman er að sjá af því gamla og sögulega.“ „Við eigum þá samleið,“ sagði karl. Um leið og við lögðum af stað, varð það að þegjandi sámkomulagi, að ég bæri fötuna, Við gengum góðan spöl, og hvor- ugur sagði orð. Eftir langa þögn sagði karl: „Hvað starfið þér?“ Hann liorfði á stíginn. „Ég er rithöfundur.“ „Skrifið sögur?“ „Já.“ Aftur varð þögn, en til þess að segja eitthvað rauf ég hana. „Ætlið þér tíl kastalans?“ „Nei, ekki alla leið. Ég fer aðeins að girðingunni þarna.“ Hann benti í áttina að girðingu, sem ég hafði ekki séð áður. Ég varð feginn, því að girðingin var ekki langt undan, en fatan var farin að síga í handlegginn. Ég leit i kringum mig, þegar við komiim að girðingunni, og sá, að fyrir innan var fagur og' sléttur völl- ur með stór, beinvaxin, laufmikil tré. Þessum fagra velli hallaði upp á við, og fyrir enda lians og frama'n okkur var kastalinn uppi á liæð. G-amli maðurinn fór að hliði, sem var á girðingunni, og' opnaði það, og við gengum á mjúku grasinu til næsta trés, en þar settist karl niður. Hann benti mér að setjast við lilið sér, og gerði ég það án þess að koma með neina athugasemd, enda var það langt frá mér að gera slíkt. Ég var heillaður af hinu undurfagra landslagi. Það var notalegt að setjast niður undir laufmiklu trénu, sem gamli maðurinn liafði valið. „Jæja, svo að þér hafið áhuga á því gamla og sögulega,“ sagði hann. „Það má segja svo,“ svaraði ég. „Ef eitthvað er sögulegt við þennan kastala, þá hefði ég injög gaman af að Iieyra það.“ Karlinn Iiorfði á mig dökkum og leiftrandi augum, sem ég hafði ekki tekið eftir áður og voru í undarlegu ósamræmi við hrukkótt og sviplaust andlit hans. „Að vísu er hann gamall, en mér vitandi hefur enginn búið þar, sem gat skapað einhverja sögu, annar en nautabaninn frægi. Ég er eini mað- urinn, sem get sagt frá því, sem raunverulega gerðist.“ Þegar hér var komið, stakk karl hendinni i vasa sinn og tók þar upp litla krítarpípu ásamt tóbakspyngju og byrjaði að troða i pípuna. Hin furðulega staðhæfing lians, sem mér fannst vera, að engin saga heföi myndazt um þennan tigulega kastala, vakti mig til þess að hlusta á karl. „Hvað meinið þér með því að segja, að engin saga hafi myndazt um iilveru hans? Hann hlýtur þó að vera gamall?“ „Jú, ekki vantar aldurinn, en það, sem þér vitið ekki, er, að kastalinn var byggður fyrir eina af frillum Spánarkonungs fyrir um það bil tvö hundruð árum, en hún dó og gat ekki notað hann. Ættingjar hennar voru það auðugir, að þeir vildu ekkert með hann hafa að gera, svo að i meir en hundrað og fimmtíu ár stóð liann auður með öllu — eða þangað til 6 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.