Vikan


Vikan - 02.02.1961, Side 7

Vikan - 02.02.1961, Side 7
nautabaninn fékk hann keyptan fyrir tæpum fimmtíu árum.“ Hann þagnaði, á meðan hann kveikti í pipunni og púaði ákaft. . . „Svo að þér sjáið, ungi maður, að ekkert gerist, þar sem enginn býr.“ „En hvað um þennan nautabana, sein þér minntuzt á áðan, — var hann einhver sögupersóna?" Karlinn fór að hlæja. Hann hló einkennilegum, holum hlátri. „Þér viljið fá að heyra söguna, ha, og kannski skrifið þér hana seinna?“ Ég varð hissa á æsingarhreimn- um i röddinni, og vegna þess að mig iangaði til þess að heyra söguna, svaraði ég já, en leit á úrið um ieið til þess að gefa karli í skyn, að hann ætti að byrja og flýta sér. En slíkrar hvatningar þurfti ekki með. Karl var kominn með fjarlægð- arglampa í augun og byrjaði að segja frá. tið manna og sýndu alls konar listir og dans. Á kvöldin sungu þeir og dönsuðu fyrir sjáifa sig, og þá var það oft, að únga fóikið úr þorpinu og nó- grenni safnaðist saman í vagnborg- inni og naut ánægjulegrar kvöld- stundar i dansi og leik. Hið einkennilega við þessa Tartara var trú þeirra. Þeir trúðu því, að maður eða kona, ungur og gamall, mundu endurfæð- ast eftir dauðann og koma fram i einhverri dýramynd og helzt þeirri, sem þe-ir höfðu mestar mætur á í iifanda lífi. Það var til dæmis Rósalita, dóttir liöfðingjans. Hún var vön að sitja við eldinn með hvita kanínu, sem hafði óvenjulega stór eyru. Hún trúði þvi, að kaninan væri bróðir sinn, og þarna sat hún með hana í fanginu og strauk eyrun á kanín- unni. óspart og auglýstu hann sem ó- sigrandi og buðu háar fjárhæðir hverjum, sem legði hann að velli. Enn þá var Pedró ósigraður. Kvöldið var heillandi fagurt. Skóg- urinn ilmaði af vorangan, og náttúr- an lagði sinn skerf af mörkum til að gera börn jarðarinnar ánægð. Sólin var setzt og rökkrið byrjað að leggja dökkan hjúp sinn yfir dali og fjöll eins og til þes að sýna, að erfiðum og athafnasömum degi væri lokið. Já, þetta var fegurðin og lífið, hvort tveggja heillandi með seiðandi aðdráttarafl. Tartararnir voru búnir að kveikja mikinn eld í miðri vagnborginni. Þessi eldur var merki þess, að nú mundi hátið vera í aðsigi, og þorps- búar bjuggust af stað til þess að njóta þægilegrar og skemmtilegrar kvöldstundar. Þeir hópuðust að, og þegar á leið, voru komin mörg smábál í kringum vagnborgina, og eins og siður var, þá hafði hver fjölskylda komið með eitthvað af fæðu, svo að yfir hverj- um eld var eitthvað verið að steikja, og matarlykt angaði um nágrennið, blönduð ilmi náttúrunnar og hljóð- færaleik Tartaranna. Fólkið hópaðist í kringum glimu- mennina, þar sem Pedró var aðal- maðurinn. Það flykktist i kringum spákerlinguna, sem sögð var vera yfir hundrað ára gömul, og hlustaði á hana spá um fortíð unga fólksins. Það hópaði sig um dansfólkið og hlustaði á fjörugan hljóðfæraleik- inn. Þannig var umhverfið allt í lífi og leik, þegar Fernandó kom inn á sviðið. Hann var frægur nautabani og hinn nýi eigandi kastalans og var nýfluttur i hann. Þetta kvöld kom hann til vagn- Framh. á bls. 24. „Já, það er orðið langt síðan. En samt man ég allt, eins og það hafi gerzt í gær. Það var fyrir um það bil fimm- tíu árum. Hér í nágrenni við þorpið hafði safnazt saman flokkur Tartara og hópað vögnum sínum saman, eins og þeirra er siður, í hring og virtust ætla að hafa langa viðdvöl. Enginn hafði neitt við það að at- huga. Þorpsbúar vissu, að þessi flokkur var ólikur öðrum Tartara- hópum, sem stálu öllu og rændu steini léttara, og reynslan hafði sýnt þorpsbúum, að þarna var á ferð ein- kennilegur og heiðarlegur flokkur. Þeir lásu í lófa og stjörnur fram- Kanínan var falleg, en það var Rósalíta einnig, svo að af bar, enda hafði hún alltaf sveim af ungum mönnum í kringum sig, sem reyndu að fá náð fyrir augum hennar, en án árangurs. Hinn eini, sem hún virti og elsk- aði, var Pedró, en hann var glímu- maður Tartaranna. Hann var ein- kennilegur, eða svo fannst Törtur- unum, þar sem hann var með ljóst liár og höfði hærri en aðrir. En það voru augun, sem mesta athygli vöktu. Þau voru mislit, annað blátt, en hitt brúnt. Pedró var orðlagður glímumað- ur, og Tartararnir notuðu sér það Rosalita elskaði Petro, en nautabaninn Fernando lét bjón sinn drepa hann til bess að fá hennar. Það tókst, en Rósalíta vissi, að Pefró mundi hefna og hefnd hans yrði grimmileg. VlKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.