Vikan


Vikan - 02.02.1961, Page 10

Vikan - 02.02.1961, Page 10
Að vera kona. Sjaldan hefur nokkur kóna lagt út í það að fá sér permanent með eins mikilli ánægju og frú Edel- traud Heinrich-Range, og Það er auðvelt að skilja hana. Þessi unga, þýzka stúlka er nefnilega einn af þeim föngum, sem fyrir nokkru losnuðu úr rússneskum þrælkunar- búðum eftir sex ára dvöl þar. Og fyrsta ósk hennar var að lifa eins og kona aftur. Á hárgreiðslustofu nokkurri var þegar byrjað að verða við þeirri ósk, eins og með- fylgjandi mynd sýnir. BLESSUÐ BÖRNIN. Við götuna stóð skilti, sem á stóð: „SKÓLI. — Skaðið ekki eitt einasta barn. — Fyrir neðan þetta stóð með illa gerðum bók- stöfum: Bíðið, þangað til það kemur kennari. Það gerðist fyrir nokkru, þegar Margrét prinsessa var yngri og var í skátatjaldbúðum, að hún reif buxurnar sínar, á meðan á æfingarhlaupi stóð. Hún hafði rekizt á gaddavír, og rifan var það löng, að það varð að gera við hana. Þetta er þokkalegt, sagði prins- essan. Nú skammar mamma mig, þegar ég kem héim. . . . Nei, annars, það verður allt í lagi, bætti hún brosandi við. Ég bið bara með að segja það, þangað til pabbi er kominn heim. Þá talar hann um fyrir mömmu, og þau hlæja bæði að mér. Hún gleymdi einhverju. f boði nokkru í Paris átti ungur píanóleikari að spila Bolero eftir Ra- vel. Hún hafði ekkert undirbúið sig, þar sem að hún taldi gestina ekki mjög fróða í tónlist. Og mikið brá henni, þegar hún sá, að í fremstu röð sat sjálfur Ravel. Eftir tónleikana gekk hún til tónskáldsins og sagði hátíðlega: Kæri herra, en dásamlegt verk. Já, svaraði hann þurr- lega, sérstaklega, þegar allar nóturnar eru spil- aðar með. Sorbonne-háskóli á leið niður í jörðina. Hinn frægi Sorbonne- liáskóli i París er á góðri leið niður í jörðina. Nemendur í heimspeki- deild munu hlusta á fyrirlestra í kennslu- stofu, sem ltyggð verð- ur langt fyrir neðan kjallara hússins. í lieimspekideild eru um 800 stúdentar, og iiin vanalega kennslu- stofa rúmar ekki allt þetta. í neðanjarðarstof- unni verður rúm fyrir 500 nemendur. Ekki vit- um við, hvort ráðlegt væri fyrir meuntaskól- ann hér að taka upp á þessu. Ungfrú Yndisfríð Hér kemur ungfrú Yndisfríö, yndislegri en nokkru sinni áður og léttklædd að vanda. Hún er alltaf að týna einhverju, blessunin og þá finnst henni auðveldast áð snúa sér til ykkar, lesendur góðir, enda hafið þið alltaf brugðist vel við. Nú hefur hún týnt ilmvatninu sínu, en samt fullyrðir hún, að það sé einhvers- staðar í blaðinu. Ef þið viljiö hjálpa henni, þá fyllið út línurnar hér að neðan og sendið til Vikunnar, pósthólf 149. Ungfrú Yndisfríð dregur úr réttum lausnum og veitir verðlaun: stóran konfektkassa. Ilmvatnið er á bls....... Nafn Heimilisfang Sími .......... Þegar hvaliriair kvaka. Tveir brezkir vísinda- menn, F. C. Fraser og P. E. Purves, frá nátt- úrugripasafninu í Lond- on hafa með hjálp neð- ansjávarhljóðuema og tilheyrandi segulbandi tekið upp hljóðin, sem hvalurinn gefur frá sér. Ef karlhvalur á hrygningartíma kemur auga á huggulegan kvenhval, gefur hann frá sér ánægjulegt, kvakandi hljóð, sem líkist helzt fuglasöng í maí, því halda þeir fram. Það fréttist frá Kaíró, að bandariskt ferða- félag hafi stungið upp á því við egypzku ríkisstjórnina að koma rúllustigum fyrir á pýramídunum. Þegar konungagrafirnar eru þannig orðnar nýtízkulegar, geta þær loks orðið reglulega aðlaðandi fyrir bandariska túrista. Nasser hefur ekki enn tekið afstöðu til málsins. Dr. Matthías Jónasson: FORNESKJ Höfundur kynjasögunnar leitar að efni í myrk- viðnum, þar sem gnótt er af hrollvekjandi sýnum. GRÆNU vængjahurðirnar að salnum sviptust upp á gátt, og inn gekk einn hinna alræmdu Haggerty bræðra, sem allir óttuðust. Þeir voru kunnir nautaþjófar, vagnræningjar og lögbrjót- ar, og hafði þeirra verið lengi leitað. Þetta var Bill Haggerty. Mátti sjá það út undan sér, að af- brigðið var í illu skapi, enda fór blástur um bekki á minna en miðlungs andartaki. Þarna ætluðu fúlskeggjaðir kúrekar og gull- grafarar inn i veggina, líkt og örvita hæsn. Jim vínsali vildi helzt gera sig að engu bak við rauðan skeggflókann á sínu eigin andliti, í von um að Bill kynni að sjást yfir sig. En honum varð ekki kápan úr þvi klæðinu. Bill skálmaði rakleitt inn að afgreiðsluborðinu, þreif viský- flösku úr greipum veslings vínsalans, setti hana 1D VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.