Vikan


Vikan - 02.02.1961, Síða 11

Vikan - 02.02.1961, Síða 11
Geigurinn við dauðann og ótfinn v/ð Satan sjálfan er jboð afl, sem rekur höfund kynjasögunnar áfram. ÞEKKTU SJALFAN ÞG AN I MENNINGU NUTIMANS wMJrw II' ÞJÓÐSAGNASMIÐURINN. Meðan notkun rafeindaheilans breiðist út og geimrannsóknum fleygir fram, meSan sálvísindin ljúka upp leyndustu afkimum dulvitundarinnar og greiða úr hörðum geðflækjum, sem stafa af ofreynslu ungra tilfinninga, rýnir þjóðsagnasmiðurinn inn í þokugráa forneskjuna og seiðir fram hrollvekjandi kynjamynd- ir aldauðrar myrkratrúar. Fram- þróun menningarinnar er ekki samstiga á öllum sviðum. Forn- eskja liðinna myrkraskeiða varp- ar dökkum skugga inn i vorglað- an hug framsækinna kynslóða. Flugvélavirkinn, sem kann skil á hinni flóknu tækni véla sinna og skynjar smæstu misfellu í gangi þeirra, á sér hróður, sem býr til eða leitar uppi hrollvekj- andi kynjasögur, sem fylla alla tilveruna dularfullri ógn og skelfingu. Þjóðsagnasmiðurinn er líkamn- ing forneskjunnar, altekinn af henni. Hún fyllir hug hans, gegnsýrir lífsskoðun hans og ræður viðhorfi hans í flestum efnum. Hún lokkar hann út á eyðifjöru eftir skipstapa, leiðir hann að týndri dys og lætur moldkaldan náinn setjast á rúm- stokk hans um miðnæturskeið. Þetta eru hans yrkisefni. Slitrótt munnmæli uin höfuðkúpú, sem smali á að hafa séð í rofbarði eða þarabrúki, verður þjóðsagna- smiðnum efni í sögu. Einstaka maður vinnur það auðvitað sem yrkisefni á skálda vísu. Miklu oftar ráða þó einfeldni og trú- girni meðferðinni. Góður þjóðsagnasmiður trúir sjálfur á sannleiksgildi sagna- gerðar sinnar og stenzt ekki reið- ari en ef aðrir draga það i efa. Hann sér ekkert grunsamlegt við það, að slitrótt munnmæli, sem gátu upphaflega verið venjulegt gangnamannaraup, eru í meðferð hans orðin „sannfræðileg“ frá- sögn, með ættartölum, persónu- lýsingum og öðru þvi, sem með þarf, svo að saga hans þyki trú- leg. Kynjasögnin er honum hjartans mál, hún er boðskapur hans til samtíðar og framtíðar. I I I 1 I 1 U ;i j.j ÞJÓÐLEG HROLLVEKJA. Þjóðsagnasmiðurinn státar sjaldan af miklu listfengi. Þvi meiri áherzlu leggur hann á ó- hugnanleg og hrollvekjandi at- riði frásagnar sinnar. Efni kynjasögunnar er í sjálfu sér dularfullt og æsandi: Kynngi- magnað afl hins dauða, sem gengur aftur og tekur brúði sína kvika með sér í gröfina, ósýni- legar vættir, sem byggja hóla og kletta og geta breytt gengi hvers manns i glötun og óhamingju, álög, sem maðurinn skynjar ekki, fyrr en hann er genginn þeim á vald. Á þennan óhugnan- leik má auka með því að draga fram einstök ægileg atriði. Marg- ur þjóðsagnasmiður er svo ákaf- ur i þessu efni, að ekki stendur að baki lágkúrulegasta sóðaskap sorpritanna. Kynjasagan er vaxin af tvenns konar rót. Annars vegar af hjá- trú þjóðsagnasmiðsins sjálfs, hins vegar af ýkjuhneigð hans. Ör- sjaldan fellur ýkjuhneigðin sam- an við skáldskapargáfu. Oftast miðar hún að þvi einu að spenna taugar væntanlegra áheyrenda og lesenda. Kynjasagan er þjóð- leg hrollveklja, takmarkalaus í ýkjum sinum og óhugnanleik, blind i hjátrú sinni, en samt fálmviss að læða geig inn í hug- skot áheyrenda. Og það er mark- mið hennar. Sá, sem vel kann að segja draugasögu, velur sér að- stæður, sem stuðla að þessum á- hrifum. Því eru draugasögur helzt sagðar að kveldi eða næt- Framhald á bls. 35. Örstutt saga eftir Willy Breinholzt á munn sér og þambaði eins og þetta væri spenvolg nýmjólk. — Aaaa-æh! stundi hann og greip um kjálkann. — Tönnin- Þessi margbölvaði brunni jaxl i mér! Kúrekarnir og gullgrafarnir þok- uðu sér hikandi nær, með sínar al- skeggjuðu ásjónur, því nú töldu þeir sig nokkurn veginn vissa um, að Bill hefði ekki beinlínis morð i hýggju. — Er enginn tannlæknisdjöfull til í þessari bannsettri hundaholu, af einum guðlausum stað að vera? siundi hann upp. — Þrír heldur en einn, herra Haggerty, flýtti Jim sér að upplýsa. — Ja, ekki reyndar beinlinis tann- læknar að segja. Ekki sams konar tannlæknar og þeir eru uppi í Kans- as City. En það væri æði andstyggi- leg tönn, sem þeim væri um megn að draga út. — Náðu i þann þeirra, sem næstur er, skipaði Bill og tók sér um leið nokkra sopa úr flöskunni til að draga úr kvölunum. Einn af körlunum smeygði sér út um dyrnar eins og rotta. Eftir drykklanga stund kom liann aftur með vagnsmið bæjarins. Hét sá Cliff Cartwright, litill og skeggjaður karl, með lævist augnaráð og var nú ótti í. — Getur þú dregið út jaxl? rumdi i Bill. — Jess, sör mister Haggerty! flýtli Cliff sér að svara. Bill dró til sin stól og setlist, reif upp munninn og sýndi honum geysi- mikinn jaxl. Cliff varð áhyggjufull- ur á svip. Hann var ekki lengi að sannfæra sig um, að ræturnar á þeim skelmi voru eins og á gamalii og kræklóttri eik. Bill dró nú upp sex- hleypuna og skellti henni á borðið með háum hlunk. — Ef ég finn til, þegar þú dregur tönnina út, geturðu byrjað Framhald á bls. 26.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.