Vikan - 02.02.1961, Page 14
NUNNAN,
Svona lítur Veronica Grey út um þessar mundir. Hún hefur klassíska fegurð og býr
þar að auki yfir sálarfriði, sem hún segist hafa öðlazt í klaustrinu.
Ég var á leiðinni til myndasmiðsins, sem átti að taka myndir aí mér í auglýsingia-
skyni fyrir loðfeldi og skartgripi. Þegar ég steig út úr bilnum, sá ég nunnu koma á
hraðri ferð eftir fjöifarinni götunni. Ég þekkti hana. Þetta var systir Matthews.
Við höfðum dvalizt saman i tátæklegu klaustri í fjögur ár. Ég var lika nunna og
gekk undir naíninu systir Mary Aquin. Eg flýtti mér yfir götuna, svo að hún yrði
mín ekki vör. Eg vildi ekki láta hana sjá, hve ég var orðin rik og hamingjusöm. Þar
aö auki fann ég til sektar fyrir að hafa rofið kiausturheitið.
Systir Matthews hetur sjálfsagt imyndað sér, aö eins færi fyrir mér og ílestum
öðrum, sem yfirgefa klaustur: itg sæti heima svartklædd og sorgbitin, aumkuð af
öilum. En þegar ég íór úr klaustrmu, var ég ákveðin i þvi að vinna það, upp, sem ég
haíöi farið á mis við á þessum árum, er íiestar ungar stúlkur lenda i fyrsta ástar-
ævintýrinu.
Eg var sextán ára gömul og bjó hjá fjölskyldu minni i Irlandi, þegar ég ákvað að
verða nunna. Ég var mjög trúuð, og nunnurnar, sem kenndu við skólann, höfðu mikið
álit á mér. $
Dag nokkurn, þegar ég var á gangi með vinkonu minni, mættum við nunnu írá
Eondon. Við heiisuöum henni. — ,,Mig langar að tala við þig,“ sagði hún og lét eins
og hún sæi ekki vinkonu mina. — „Wunnurnar hérna telja þig mjög vel til þess fallna
aö verða nunna. Eg fer bráðum tii aöalstöövanna i Eondon. Eangar þig ekki tii að
koma með mér?“ — Eg sé enn þá fyrir mér vingjarnlega, hrukkótta andiitið hennar,
þegar hún bauð mér þetta.
JMæsta morgun sagði ég móður minni, að ég heíði ákveðið að ganga í klaustur. Hún
varð himinlifandi og sagöi, að ég hefði ekki getað sagt sér betri fréttir. Siðan íórum
við og keyptum fötin, sem ég þurfti að hafa meðferöis, — tvenn þykk uiiarnæríöt,
ferna svarta sokka og tvexm stígvél.
Aöaiklaustrið, sem var náxægt nnðhluta Lundúnaborgar, var skuggaleg bygging með
gráum og svörtum smáturnum. Eyrst í stað vorum við sautján lærimgar. Nunnan, sem
bar ábyrgð á okkur, var um fimmtugt, ströng og aivarieg á svip. Hún átti að kenna
okkur auðmýkt og sjálfsafneitun. Aö sex manuöum liðnum voru bara átta eftir af
pessum sautján, og við vorum aðeins þrjár, sem unnum klaustureiðinn tveimur árum
siðar, ég og systir Matthews og ein í viðbót. Okkur var kennt, að þögn og kyrrð væri
það, sem mestu máli skipti. Við máttum aldrei tala saman nema i tómstundum. Við
máttum ekki hlaupa, heldur ganga hægt og hljóðlega um og horfa til jarðar. Okkurl
var kennt, að klausturklukkan væri rödd guðs, sem við yrðum að hlýða, hvernig sem
Ný verðlaunakeppni
byrjar i næsta blaði
Verðlaunin:
FRYSTIKISTA
Þegar tíminn er naumur
Eftirfarandi uppskriftir er fljótlegt að baka,
ef óvænta gesti ber að garði.
fyrir matvæli -
150 litrar að rúmmáli
- verðmæti kr. 12.000,-
KÆLISKÁPUR
með frystihólfi -
12 5 litrar að rúmmáli -
verðmæfi kr. 8000,-
Samanlagt verðmæti vinn-
inganna : 20.000.oo kr.
Tryggið ykkur blað í tíma
og fylgist með frá byrjun.
Eplakaka.
100 gr. smjörlíki, 75 gr. sykur, 2 egg,
75 gr. hveiti, 25 gr. kartöflumjöl, 1
tesk. lyftiduft.
Smjörlikið er hrært lint, sykurinn
hrærður vel saman við og eggin, sem
áður eru þeytt, hrærð smátt og smátt
saman við. Hveiti, kartöflumjöl og lyfti-
duftið er sáldrað og blandað lauslega
saman við. Hellt i vel smurt mót með
lausum botni. 3 stór epli eru flysjuð og
rifin yfir deigið í mótinu, grófum sykri
stráð yfir, kakan bökuð við jafnan
hita í um 15 mín. Þegar kakan er bökuð,
eru barinar mótsins losaðir og kakan
látin yfir á kökufatið (ásamt mótsbotn-
unum). Þeyttur rjómi er borinn með eða
sprautað i hring, sé kakan köld.
Eplalengja.
50 gr. smjörliki, 50 gr. sykur, 1 egg,
1-2 matsk. mjólk, 200 gr. hveiti, 1
tesk. lyftiduft.
1 matsk. bráðið smjör, 2 matsk. syk-
ur, 4 epli, meðalstór, 2 matsk. brauð-
mylsna, 2 matsk. litlar rúslnur, rifið
sítrónuhýði, kanill.
Venjulegt hrært deig hnoðað fljótt
saman, flatt þunnt út, i lengjum. Betra
er að fletja það út á hveiti stráðum papp-
ir. Penslað með bræddu smjöri. Eplin,
sem eru skorin í þunnar sneiðar, eru
lögð á miðja lengjuna. Sykri, brauð-
mylsnu, sítrónuhýði og kanil er stráð
yfir. Lögð saman, samskeytin látin snúa
niður á plötunni. Penslað með eggi,
rjóma eða mjólk. Sykri og söxuðum
möndlum er stráð yfir eða kanilsykur-
blöndu. Bakað við 250’ i um 30 min.
Látin kólna á plötunni nokkra stund.
Borin fram volg með þeyttum rjóma, ef
hann er fyrir hendi.
Framhald á bls. 27.
Fylling.
14 VIKAfcl