Vikan - 02.02.1961, Qupperneq 20
Róbert kinkaði kolli, og það kom hreimur rétt-
látrar reiði í rödd hans. — Andstyggilegur leik-
araskapur! Meðan hann var að draga sig eftir
þér, hittust þau alltaf, hann og Denísa.
— Já, en, Denísa sem var trúlofuð þér!
— Það var til þess að hindra, að ég yrði of
forvitinn um það, sem þér kom við. Mér er næst
að halda, að hún hafi orðið þess vör þegar frá
upphafi, að ég hafði áhuga á þér og sögu þinni.
Þegar svo Júlían tókst að vinna trúnað þinn
með þvi að þykjast vera ástfanginn af þér, var
var með lagt upp í hendur mér ríkulegt tilefni
til að losa mig við þig.
Barbara sat grafkyrr, og hugsanirnar snerust
hver um aðra í höfði hennar. Júlian hafði sent
hana meö póstbréfin daginn, sem skotið var á
hana, og þegar hún kom til baka, hafði hún séð,
að hann var með byssu. Að því er varðaði akst-
urinn við námugöngin, gat það verið kænsku-
bragð hans til að færa henni heim sanninn um,
að hann léti sömu hættu yfir þau bæði ganga.
Eftir það hafði hann ekið henni heim til húss-
ins, en þar hafði legið nærri, að hún færist I eldi,
sem Denísa hefði auðveldlega getað kveikt.
Júlían hafði ekki viljað gera lögreglunni við-
vart um „slysin", vegna þess að þau höfðu engar
sannanir, hafði hann sagt. Hann hafði vísað grun-
semdum hennar á bug .. . Hún varð gripin óstjórn-
legri örvæntingu. Hún, sem hafði elskað hann
svo heitt. Þetta hafði verið fyrsta ást hennar,
og hún ljómaði eins og stjarna í hættumyrkrinu.
Hún var óreynd og auðvelt að villa henni sýn,
enda hafði hún trúað því, að ást hans til hennar
væri einlæg og fögur. Nú lá við, að hjarta hennar
brysti af meðvitund þess, að svo var eigi.
— Hvernig stendur á, að þú hefur ekki sagt
mér allt þetta, ef þú hefur vitað um það?
— Ég vissi það ekki fyrr en í gær, þegar frú
Padgett vitjaði mín í öngum sínum. Hún er góð
kona, Barbara, og þykir mjög vænt um þig. Henni
féllst alveg hugur og sagði mér, hverju fram
færi. Denísa notar vinnufólksstigann, sem liggur
rétt við hliðina á herbergi Pádgetts, til þess að
komast yfir í hægri álmu hússins. — Ég var á
verði í nótt. Denísa kom út úr herbergi sínu og
fór upp stigann — til Júlíans.
Það fór skjálfti um ungu stúlkuna.
— Róbert, hvers vegna skyldi hann hafa farið
til borgarinnar?
— Að mínu áliti hafa þau taiið það of mikla
áhættu að fyrirkoma þér án þess að beina at-
hyglinni um leið að sjálfum sér. Þau vita, að
ég hef vakandi auga með þér.
Hann þagnaði við, eins og honum væri þvert
um geð að halda áfram.
— Það er hræðileg hugsun, Barbara, en ég
held, að hann hafi farið til Lundúna i þeim til-
gangi að kaupa einhvern til þess að vinna verkið
fyrir sig. Það yrði dýrt, en Denísa er rík, og
enginn mundi gera sér grillur út af þér —
nema ég.
Barbara var svo ringluð og öll hugsun svo
lömuð, að henni fannst Róbert hafa sýnt það og
sannað, að hann væri eini vinurinn, sem hún
ætti, — elni maðurinn, sem hún mátti reiða sig
á. Hann var búinn að uppgötva, hver hún var,
og nú sagði hann henni, hverjir væru óvinir henn-
ar. Bf hún vildi lifi halda, varð hún að treysta
honum.
— Hvað á ég að gera? spurðl hún. Kraftar
hennar voru alveg á þrotum, og það var sem
hún bærist um úíiö og heldimmt haf. Ég é
enga ...
— Þú átt mlfc fl/ttl hann aér að segja, Treystu
mér. Gerðu sem ég segi, og vertu hughraust. Við
höfum bæði orðið að þola þjáningar, Barbara,
og það hlýtur að tengja okkur saman.
Hann tók til að skálma um gólfið í herberginu.
— Ég gæti farið með þér til lögreglunnar, en
eins og Júlian hefur svo iðulega bent á, getum
við engar sannanir lagt fram, hvorki gegn hon-
um né öðrum. Þú ert ekki erfinginn, svo að þau
hafa í rauninni enga trúlega ástæðu til að vilja
þér illt.
— En ef þau vita, að ég er dóttir Georgínu
Temperley, yrðu þau þó að upplýsa, hvers vegna
þau hafa aldrei sagt mér frá þvi.
— Denísa mundi hafa svar á reiðum höndum,
anzaði hann hörkulega. Hún mundi segja, að
slikt hefði ekki orðið til annars en draga hneyksli
innan fjölskyldunnar fram í dagsljósið. Það hefði
sært alla, sem nákomnir voru Temperley-ættinni,
ef hún hefði farið að segja Þér sannleikann. I
þess stað mundi hú nsegjast hafa tekið þig inn
á heimilið sem frænku sina, hvað Þú lika ert.
Hún er ráðsnjöll!
— Hún er — djöfulleg.
Hann kinkaði kolli. — Það er þess vegna sem
þú verður að hverfa frá Hlégörðum, áður en
einhver leigumorðingi nær að komast hingað.
— Ég hef hvergi að neinu að hverfa, svaraði
hún vonleysislega.
— Ég á litla íbúð í Álsvík, sem ég hef ekki
notað, siðan ég settist hér að. Þú treystir mér,
Barbara, er ekki svo?
— Jú, anzaði hún hálfkæfðri röddu. Ég á ekki
annars kost.
— Þá skaltu fara þangað I bráðina. Farðu
snemma af stað 1 fyrramálið, og segðu ekki nein-
um neitt. Þau halda, að þú hafir orðið ofsahrædd,
og nú ætla ég að komast að raun um, hvort þau
láta sér það lynda ellegar hefja leit að þér.
— Ég vil ekki, að Júlían komi á eftir mér,
mælti hún. Ég vil helzt aldrei sjá hann framar.
— Þá væri skynsamlegt af þér að skilja eftir
skrifaðan miða og segja, að þú hverfir nú úr
lífi hans að fullu og öllu, vegna þess að það hafi
verið skyssa af Þér að gerast ástfangin af hon-
um. Þá munu þau telja víst, að þú komir aldrei
framar á sjónarsviðið. Hann mun þá ekki gera
sér það ómak að leita þin.
— Það ætla ég að gera, mælti hún og greip
andann á loíti. En — væri ekki einfaldara, að
þú segðir þeim bara, að ég ætti enga kröfu til
eignanna?
Hann hristi höfuðið. — Það mundi ég siðast
af öllu gera. Með Því gæfi ég Þeim í skyn, að
vissum, að Þau hefðu reynt að myrða þig. Þá
mundu þau reyna að þagga niður i Þér til fulls
— og mér lika.
Hún starði á hann stórum augum, er stóðu full
af skelfingu. Henni virtist um megn að hugsa
neitt, svo að hann las henni fyrir þá orðsendingu,
er honum sýndist, og laut yfir hana, meðan hún
vélritaði upp eftir honum.
— Nú ætti þér að vera borgið, Barbara, það
skal ég sjá um, mælti hann róandi. Reyndu að
skoða þetta sem flótta til frelsisins. Ég veit, að
þér er það erfitt, en þú ert ung, þú munt gleyma
honum, og — Þú verður ástfangin að nýju.
Hún þrýsti hönd hans — Þakka þér fyrir,
Róbert. Röddin kafnaði I kverkum hennar. Hvern-
ig gat hann? Ég, sem hélt, að við yrðum svo
hamingjusöm.
Róbert þrýstl henni ögn aö sér. Það var hlut-
verk hans sem stóra bróður, manns, er hún gat
sótt styrk til. Svo réttl hann henni vasaklút sinn.
— Á morgun byrjar nýtt timatal 1 llfl þlnu,
sagði hann í sannfæringartón. Og þér verður
lífið léttbærara, ef þú hefur hugrekki til að horf-
ast í augu við það.
Barbara hélt heim til hússins á venjulegum
tíma. Hún hafði baðað augu sin úr köldu vatnl,
en vissi þó, að það var ósköp að sjá hana. Hún
varð því næsta undrandi, er Denísa virtist ekki
taka eftir neinu.
En Denísa var altekin af sínum eigin hugun-
um. Það hafði sem sé allt f einu komið I ljós,
að Róbert krafðist ekki greiðslu í reiðufé, held-
ur „eftirlátssemi fyrir ómök sín“, eins og hann
hafði komizt að orði. Þó að hún beitti huganum
af alefli til þess að finna einhver undanbrögð,
var henni ljóst, að hún komst ekki hjá Því að
fara upp í herbergi hans eftir fáeinar klukku-
stundir.
— Ég er með höfuðverk og ætla snöggvast
upp til mín, mælti hún þurrlega. Verði ég kyrr
hér niðri, fer ég bara að fleygja einhverju f fólk.
Og það er svo leiðinlegt.
Barbara anzaði engu. Hún var svo eyðilögö og
af sér gengin eftir áfall það, er hún hafði orðið
fyyrir þennan dag. Þegar hún fór loks upp I
herbergi sitt, vissi hún, að ekki mundi verða um
svefn að ræða.
Hún lét niður i ferðatösku sína til fararinnar
næsta morgun. Síðan settist hún og starði á mynd
sína í speglinum. Hún ætlaði varla að þekkja
sjálfa sig.
Hvað hafði Júlian gert lienni? Hún hefði kval-
izt minna, ef hann hefði myrt hana ...
Hún lét hugsanirnar reika í bendu meðal allra
þeirra, sem höfðu svikið hana, — María Crosby,
móðir hennar, Júlian, Denísa. Eini heiðarlegi
maðurinn, það var Róbert. Hann hafði bjargað
henni með því að fletta ofan af hinum.
Júlían kom ekki heim, fyrr en liðið var á nótt,
og varð of seinn til morgunverðar. Róbert var
Róbert segir Barböru, að hún sé
ekki dóttir Maríu Crosby og svert-
ir jafnframt Júlían mjög í augum
hennar í þeim tilgangi að fá hana
sjálfur. Hann segir henni einnig,
að það séu þau Denísa og Júlían,
sem sitji um líf hennar og að frú
Temperly hafi álitið Júlían mesta
óþokka.
20 HMH