Vikan


Vikan - 02.02.1961, Page 21

Vikan - 02.02.1961, Page 21
langt komlnn aB borða, og Denisa var ekki komln, eins og vandi hennar var. — Er Barbara farin á skrifstofuna? spuröi hann. — Ég hef ekki séð hana. Róbert dreypti á kaffinu og gaf hinum gætur. Júlian varð litið á nokkur bréf, tók eitt þeirra og starði forviða á utanáskriftina. — Þetta er frá Barböru — og sent frá Álsvik? Hvað er hún að gera Þar? — Hvernig ætti ég að vita það? Róbert geisp- aði. Opnaðu það og sjáðu. * Júlíus fór að lesa, — og það var sem hann stirðnaði upp. -— Er nokkuð að, Júlian? — Hún hlýtur að vera gengin af vitinu — eða veik! Það eru náttúrlega allar þessar ógnir, sem yfir hana dynja! Sjáðu bara! Það, — ég skil ekki baun í neinu! Róbert renndi augum yfir það, sem hann hafði lesið Barböru fyrir. — Þetta finnst mér full- greinilegt, sagði hann blátt áfram. Hún segist vilja hverfa úr lífi þínu að fullu og öllu, vegna þess að hún elski þig ekki lengur. Það er allt og sumt. — Já, en hún elskar mig! hrópaði Júlían. Það veit ég! Ég þori að veðja um, að þetta gerir hún, litla flónið, fyrir þá skuld, að hún er hrædd við að láta þær hættur, sem hún er í, ganga líka yfir mig. — Ég vona, að svo sé, svaraði Róbert rólega. En þegar ég leit inn í skrifstofuna í gær, eins og þú baðst mig, þá var hún að tala við einhvern í símann. Og mig tekur það sárt, Júlían, — en ég komst ekki hjá að heyra, að hún stóð greini- lega í mjög nánu sambandi við þann mann. — Það legg ég ekki trúnað á! — En, kæri vinur, hvað skyldi koma mér til að finna upp á því? Mér hefur alltaf fallið Barbara vel í geð, og ég hef treyst henni. Það varst þú, sem lagðir á móti henni — og reyndir að sann- færa okkur um, að hún væri bæði lygin og svikul. — Þar skjátlast mér, — og þetta er hreinasta brjálæði! Þeir heyrðu fótatak, og Denísa kom þjótandi inn. — Róbert, — Júlían! Skartgripirnir mínir, — búið að stela þeim! Þeir lágu í skúffunni, þegar ég fór i ökuferðina með þér í gærkvöld, Róbert, og — nú eru þeir horfnir! Þau hlupu öll upp i herbergi hennar. — Þeir lágu þarna . . Hún benti á opna skúffu .... Hjá hundrað pundum, sem þú fékkst mér í gær til heimilisþarfa, Róbert. Þeim hefur öllum verið stolið frá mér! — Ég geri lögreglunni viðvart þegar í stað, sagði Róbert. En Júlían stóð milli hans og dyra, fölur og fár. —• Andartak, Denísa. Minntlst Barbara nokkuð á það við þig, að hún ætlaði að — fara? — Nei, alls ekki! Hún starði á hann stórum augum. Hvert er hún farin? Róbert varð fyrir svörum. — Hún hefur skrifað Júlian bréf um, að hún ætli sér að hverfa alger lega úr lifi hans. Ég veit, hvað þú ert að hugsa Júlian ... — Nei, svaraði hinn ofsalega. Það getur ekk; verið hún. — Barbara! Nei, auðvitað ekki! Denísa lézt verða skelfingu lostin. Hún mundi aldrei gera mér neitt þvílikt. enda þótt ... — Enda þótt hvað? spurði Júlían. — Já, ég minnist þess núna, að hún var að máta á sig suma gripina um daginn. Það var dálítið ónotalegt, en við slógum þvi upp I spaug, enda þótt mig furðaði nokkuð á þessu. Ó, og þetta var þó svo indæl stúlka! — Já, hún leit út fyrir það, samsinnti Róbert. Það skal játað, að ég sá ekki við henni. En Júlían grunaði þegar I upphafi, að hún væri hingað komin I þeim tilgangi að hafa eins mikið upp úr krafsinu og hægt væri, og varaðl okkur við. Hvað finnst þér, Júlían? — Ég trúi ekid, að hún hafi gert þetta! Hví skyldi hún þá fara að gera sér það ómak að segja mér skriflega upp? Þvi ekki að hverfa þegjandi og hljóðalaust? — Það er auðskilið. Þú ert afsökun hennar fyrir því að hverfa svo skyndilega af heimilinu, ef lögreglan skyldi hafa hendur i hári hennar. — sem auðvitað verður! sagði Róbert sárgramur. Þvílíkur ræfilsháttur, að stela frá Denísu, sem hafði búið henni heimili, og að svíkja þig, .lúlian. Ég hringi til lögreglunnar! — Nei! greip Denísa fram i og var óðamála. Láttu það ógert, Róbert. Þetta skart var ékki mjög mikils virði, — dýrmætustu gripina geymi ég i bankanum. Og ég get ekki verið börð við hana. Hún átti ekkert. Ég hef allt, sem ég ... — Þú ættir að gera skyldu þína. Telpan er þjófur ... — Ég vll ekki láta setja hana I fangelsi. Ef þú heldur svona áfram, Róbert, læt ég sem ég hafi gefið henni bæði penlngana og skartgripina! Denísa brá vasaklútnum upp að augum sér. Mér þótti svo vænt um hana, Júlían. Viltu láta ná henni aftur og hegna henni? Hann leit til hennar eins og utan við sig. — Hafi hún gert þetta, vil ég aldrei sjá hana fram- ar, en ... Denísa gekk til hans og lagði höndina sina smáu á handlegg hans, um leið og hún leit biðjandi á hann. — Þú mátt ekki dæma hana of hart. Henni fórust svo orð við mig i gær, að hún hefði aldrei átt að koma hingað. Og þegar ég spurði, hvers vegna, sagði hún, að þú værir farinn til borgar- innar þeirra erinda að kanna fortíð hennar. Br það rétt, Júlían? — Nú, jæja, já, ... hvernig lífi þær mæðg- urnar hefðu lifað. — Hún var hrædd um, að þú fyndir eitthvað, sem hún vildi ekki, að væri dregið fram í dags- ljósið — Já, það er víst auðsætt. Róbert yppti öxlum. Hún vissi, að þú mundir komast að því, að hún var ekki sú, sem hún lézt vera. Þess vegna varð hún hrædd og kom sér undan með það, sem hún kom höndunum yfir. Sem maður laga og réttar verð ég að segja ... — Til fjandans með lögin! Júlian leit til hans eins og sært dýr, um leið og hann gekk út. — Nú er tækifærið fyrir þig, hvíslaði Róbert En flanaðu ekki að neinu, — farðu hægt og ró- iega, þá nærðu honum! — Þú hefur efnt þinn hluta af samningnum? spurði hún. — Já, því ekki það! svaraði hann kæruleysis- lega. Það er einn möguleiki á móti milljón, að lík hennar finnist. En komi það nokkru sinni fyrir, er bréf hennar til Júlíans nægileg skýring. Vesalings stúlkan óskaði að hverfa úr lífi hans að fullu og öllu. — Nefnilega sjálfsmorð! Þér er alltaf óhætt, Róbert. —- En þér? Nú hefur þú bæði eignirnar og Júlían, ef þú ferð rétt að. Þú verður honum ó- viðjafnanleg eiginkona. Hann rak upp kuldahlátur, og Denisa leit tii hans með fyrirlitningu í svip. En hún fór að ráðum hans og gekk út til Júlíans. Lamandi þreyta lagðist yfir Barböru, meðan öldur hinna voðalegu vonbrigða út af svikum Júlíans lægði smám saman. Hún hafði tæmt hinn beizka bikar í botn og stóð nokkurn veginn á sama, hvað um sig yrði. Hún hélt sig í litlu íbúðinni, sem Róbert átti, en hann fylgdist með rás viðburðanna heirna á óðalinu. Sagði hann Barböru, að þar væri flótti hennar settur í samband við bréf hennar ti’ Júlíans, að hún elskaði hann ekki lengur. — Fyrst var Júlían í nokkrum vafa, mælti Róbert. En ég fékk hann til að trúa því, er ég sagði honum, að þú hefðir komizt að því, að hann og Denísa hefðu náin samskipti. Því gat hann ekki neitað. — Var yfirleitt að sjá sem honum — þætti þetta leitt? — Ég vildi óska, að ég gæti svarað því ját- andi, en hann bara hló og sagðist hafa látið þig sleppa allt of auðveldlega. Hann úthúðaði þéi . Málrómur Róberts nötraði af vonzku. Mér lá við að slá hann, Barbara, en ég stillti mig. Það er ekki kominn timi til þess — enn þá Hún gat ekki sameinað þennan háðslega, ogeð- fellda Júlían þeim manni, sem hún hafði elskað, Henni fannst hann allsendis framandi, og það dugði. — Hve lengi á ég að vera hér? spurði hún. — Það er undir því komið, hve lengi ég verð að afla mér nægra sannana til að geta dregið þessi þokkahjú fyrir rétt vegna morðtilraunar. Hana hryllti við. — Nú er ég ekki lengur i neinni hættu, Róbert. En það yrðir þú, ef þú reynir að leggja gildru á götu þeirra. Ég vildi óska, að Þú hættir við það. — Hvað þá? Að láta þau komast upp með glæpi sína? Hann starði forviða á hana. Það er þó 6- mögulegt, að þú elskir hann enn þá, Barbara? — Nei, nei, andmælti hún sem ákafast. En ég vil ekki láta setja hann i fangelsi. Ég mun aldrei bera vitni gegn honum, Róbert. Hið eina, sem ég bið um, er að fá að gleyma. Get ég farið af stað núna undireins? —• Auðvitað, hvenær seni er, en hvert? — Það veit ég ekki. Hvert sem vera skal. Ég get íengið atvinnu . . . — Það, sem þú þarfnast, er langur hvildartimi til að komast yfir þetta, mælti hann vingjarnlega. Það tölum við um á morgun. Ég hlýt að geta hjálpað þér. — Þú ert svo góður við mig, andvarpaði hún. Framhald i næsta blaði. d^aUM&ElnN Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Yikunnar. Kæra Vika. Mig dreymdi að ég var í ókunnu heTbergi. Sá ég þar liænu, sem ég vissi ekki vel hvort heldur var tréhæna eða vélhæna. Hún líktist kvörn í laginu og var sveif aftur úr henni. Allt í einu fór sveifin að snúast og út úr hænunni spittist hnöttótt kúla á stærð við litla sveskju. Þá þótti mér sem hún vera þarna og ætlaði að taka kúluna upp. Þá sagði ég: Láttu þetta vera það er fullt af fræi. Rétt í þvi fór svcifin að snúast aftur og út spýttist önnur kúla af sömu stærð en miklu fallegri. Var hún með örlitlum allavega litum dún á. Síðan kom þriðja kúlan. Var liún eins og sú á undan, nema upp úr henni bólaði á tveim flugnavængjum. Enn kom kúla í viðbót, en þá voru vængirnir stærri allt að því hálfir. Sú siðasta valt út á gólf og staðnæmdist þar. Siðan leystist hún i sund- ur og út úr henni kom fluga og gulleitt duft lá eftir á gólfinu. Flugan byltist um á gólfinu og reyndi að fljúga en ég hugsaði með mér. ,Etli það sé ekki bezt að drepa hana áður en hún fer að unga út nýjum og það gerði ég. Afdalakona. Svar til Afdalakonu. Þú eignast óvæntann tekjustofn og munt hafa af honum góðan hagnað, svo lengi sem þú heldur honum innan vissra takmarki, en ef þú hefur ekki stjórn á honum muntu verða fyrir alls kyns óþægindum. Hér gildir því hið gamalkunna þjóðráð: „Ekki er ráð nema í tíma sé tekið." Kæri draumráðandi. Sl. nótt dreymdi mig einkennilegan draum. Hann er á þann veg, að mér finnst ég og vin- kona mín skreppa upp á herbergi vinkonu minn- ar. Er við opnuðum dyrnar, blasti við okkur heill hópur af unglingum og þekktum við ekkert af því nema tvo pilta. Var annar þeirra góður vinur minn, og mér fannst i draumnum ég biðja piltinn að tala við mig, og var hann strax fús til þess og ætlaði að koma. En þá fannst mér hinn stráluirinn aftra honum frá þvt, og fannst mér hann alltaf vera að reyna að fá piltinn minn til þess að vera með stúlku, sem var þarna í hópn- um, en hann vildi það ekki og færðist alitaf undan því. Mér fannst þá ég og vinkona min fara út og standa dálitla stund fyrir utan húsið þar til allur hópurinn var kominn út. Fannst mér allir vera að para sig, nema pilturinn minn var ekki farinn og hann sagðist ekki ætla að fara með þeim, bara vera hjá mér. En þá fannst mér hinn pilturinn vera kominn þarna og tók hann piltinn minn frá mér og við það vaknaði ég. Mér þætti mjög vænt um ef þú gæt- ir ráðið þennan draum fyrir mig, ef hann merkir eitthvað sérstakt. Dianna. Svar til Díönnu. Verkefni, sem bundið er herbergi þínu. rnunu valda þér vonbrigðum. Tregða piltsins til að taka ákveðna afstöðu til þess eins að vera með þér og láta ekki teyma sig í burtu bendir ákveðið til þess að þú verðir fyrir vonbrigðum. Spurningin er hins vegar sú hvað um sé að ræða og verður ekki annað • séð en það sé eitthvað í sambandi við her- bergið/ þitt. Pilturinn er hér aðeins sem I tákn um vonbrigði. t Kæra Vika. Draum dreymdi mig aðfaranótt hius 7. júnf 1960, og var hann á þá leið, að mcr fannst syst- ursonur minn tveggja ára vera að ganga út á þunnan is hér á ftlfusá. ísinn fannst mér vera þunnur, mjög veðraður, skítugur og götóttur. Fannst mér ég kalla til hans, en hann hlýddi Framhald & bls. 31. 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.