Vikan - 02.02.1961, Side 25
Hann gleymdi því aö
veika kynið hefur alltaf
V einhver ráð.
L'að þreif hann á loft og kastaði hon-
um aftur niður á völlinn. Augna-
blik stóð það og starði á hinn særða
mann, og aftur stakk það blóðugu
lmrninu inn í brjóst Fernandós og
hnoðaði hann undir sér fram og
aftur um völlinn. Að síðustu virtist
það vera orðið þreytt og gekk frá
hreyfingarlausum líkamanum.
Fernandó lá rétt undir stúku konu
sinnar og beitti síðustu kröftum til
að reisa sig upp á olnboga. Brot úr
sekúndu horfðist hann i augu við
hana.
„Nú skil ég, nú skil ég,“ tautaði
hann, um leið og liann féll aftur á
l>ak.
Aldrei hafði nokkur maður fengið
jafn-fjölmarga syrgjendur, og aðeins
konungur Spánar jafnviðhafnar-
mikla jarðarför.
Það varð á allra vitorði, að i
livert skipti, sem nautið, er drap
Fernandó, kom fram til að berjast,
kom ekkja hans alltaf til að sjá
leikinn. Hún horfði á það alvarleg
og þögul með svarta blæju fyrir
andliti og fylgdist mcð hverri hreyf-
ingu ]>ess.
Fólk talaði mikið um þctta og var
sammála um, að lnin biði eftir þvi
að sjá það lagt að velli.
,3ún er Tartari,“ sagði það, „og
þeir lifa aðeins fyrir hefnd.“
En nautið varð ekki lagt að velli.
I>að var orðið þekkt fyrir að vera
brögðótt, og nautabani eftir nauta-
bana féll fyrir hvössum hornum
þess.
Eigendur þess sendu það borg
úr borg, vitandi að fólk mundi
flykkjast að úr öllum áttum til að
sjá þessa ósigrandi óvætti.
Árin liðu. Nautið varð eldra.
Kraftar þess fóru minnkandi. Sá
dagur kom, þegar það var sært svo
alvarlega, að draga þurfti það út af
leikvanginum.
Ekkja Fernandós var þar eins og
alltaf áður.
Stjórn leikjanna sendi mann til
að kynna henni, að nautið inundi
aldrei koma fram aftur, og f stað
þess að senda það beint til slátrara,
eins og venja var, gerðu þeir það
af tillitssemi til Rósalítu að senda
nautið á uppboð.
Á uppboðinu höfðu slátrararnir
safnazt saman til þess að bjóða i
nautið. Allt í einu kom kerra ak-
andi, og þeir þekktu þar Rósalitu.
Þeir vissu, til hvers hún var kom-
in, og þögðu, þegar uppboðið byrj-
aði. Svo mikil var virðing þeirra
fyrir hefnd ekkjunnar.
Hún lét flytja það heiin til kast-
alans i búri, og sjálf kom liún i
kerru sinni.
Þegar hún kom þangað, leiddi liún
þessa ósigruðu óvætti út á grasvöll,
þar sem skuggsæl ólivutré voru á
víð og dreif.
Hún stóð fyrir framan nautið og
starði í augu þess.
„Ég veit ekki, hvar sál bróður
mins er núna, en ég veit nú, að ég
hcf fundið þig. Þú munt dveljast
hér eins lengi og þú iifir, á sléttum,
sem einu sinni voru eign Fernandós,
þar sem grasið er hátt og safamikið
og vindarnir eru hlýir. Og á liverj-
um degi ætla ég að koma og tala við
þig og strjúka hvöss horn þin, elsku
Pedró,“
Nautið reisti upp þróttmikið höf-
uðið og starði á móti með hinum
einkennilegu og mislitu augum,
öðru brúnu, hinu bláu.“
Karlinn þagnaði, og ég fann, að
þessari einkennilegu sögu var lokið.
Ailt í einu varð ég var við ein-
hverja hreyfingu á bak við mig og
leit við til að aðgæta, hvað það
gæti verið. Ég stirðnaði upp, þar
sem ég sat í grasinu.
Fyrir framan mig var stórt naut
og starði á mig. Annað augað var
brúnt og hitt blátt. Eins og i draumi
heyrði ég karlinn segja:
„Já, við Pedró erum góðir vinir.
Ég færi honum eina fötu af hvit-
víni endrum og eins.“
NUNNAN.
Framhald af bls. 14.
Hádegisverðurinn var lítill kjötbiti
eða pylsa með grænmeti. Klukkan
4.30 kom svo hinn langþráði hvíld-
artími. Þá sátum við með einhverja
handavinnu, þvi að nunnur mega
aldrei halda að sér höndum, og mös-
uðum saman, en þó aðeins um það,
sem abbadísinni fannst viðeig-
andi. Fyrsta daginn varð mér
það á að tala um heimili mitt
við aðra irska nunnu. — „Systir
Peggy,“ sagði ein af eldri nunnunum,
„við tölum aldrei um heimili okkar.“
— Síðan strituðum við til klukkan
20.55, þá máttum við leggja okkur.
Fyrsta kvöldið grétu margar nunn-
urnar í hljóði, en ég grét ekki. Ég
vissi, að ekki var nema um tvennt
að veljn; að fylgja settum reglum eða
gefast upp. Ég á stundum erfitt með
að átta mig á því, að ég hafi dvalizt
fjögur ár bak við klausturmúrana og
þjónað guði.
Eftir tveggja og hálfs árs dvöl I
klaustrinu var ég send til klausturs 1
nágrenni við London til að kenna litl-
um telpum. Ég hafði breytzt mikiö
á þessum árum, var orðin mögur og
föl og hafði skaddazt í baki. Ég hafðl
lært auðmýkt og hlýðni. Það var langt
síðan ég hafði umgengizt venjulegt
fólk, og ég hafði ánægju af að kenna
litlu telpunum. Þegar sumarleyfið fór
í hönd, vildi ein ítölsk telpa ekki fara,
fyrr en hún hefði kvatt mig. Hún grét
og sagði, að sér þætti svo vænt um
mig, og gaf mér súkkulaðiplötu að
skilnaði. Ég komst við. Það var svo
langt síðan mér hafði verið auðsýnd
vinátta. Mér þótti fyrir þvi að hafa
/
— Hann hlýtur að hafa haft feikn-
arlegan hita.
VIJCAN 25