Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.02.1961, Qupperneq 28

Vikan - 02.02.1961, Qupperneq 28
En ég hef tvö sæti á sextugasta bekk 4 500 kall. © 1%0 Walt Disney Productions World Rights Reserved pwns ni. Þegar Palli litli prins þrammaði áfram, kom hann allt í einu auga á stjörnuhrap á himninum. Hann stanzaði og hvislaði: „Kæra stjörnuhrap, hjálpaSu mér til að komast heim aftur.“ — Svo andvarpaði hann og hélt áfram að labba i snjón- um. . . Hann hafði ekki hugmynd um, hvar hann var staddur, og hafði aðeins eitt takmark: Hann varð að finna sér stað til að sofa á og hlýja sér. — Að lokum hafði hann heppnina með sér. Á milli stórra snævi þakinna steina kom hann auga á op. Hann skreið varlega inn. Úff, hvað þarna var dimmt og óvistlegt, en það var ekki um annan stað að ræða. Bara, að það væru nú ekki einhver hættuleg dýr þarna inni. Hann snar- stanzaði og tók andann á lofti. Var ekki einhver að hrjóta þarna? Gat það verið? Jú, svo sann- arlega var einhver að hrjóta. Þegar hann kom lengra inn, heyrði hann það greinilega. Það var eitthvert dýr inni i holunni. Og þegar augu hans voru orðin vanari myrkrinu, gat hann greinilega séð stóran, svartan björn, sem lá þar sofandi i vetrarhiði sinu. Palli iitli prins stóð efafullur og hugsaði sig mn. Var það ekki dálítið vogað að leggja sig við hliðina á birninum? En freislingin varð of mikil. Skinn bjarnarins var mikið og hlýtt, og Palli skreið að honum og lagði höfuðið á aðra framloppuna. Og eftir svolitla stund hrutu Palli og björninn hvor i kapp við annan. En þvi miður, það leið ekki á löngu, áður en þetta breyttist. Þó að björninn svæfi fastasta svefni, byrjaði hann ósjálfrátt að ergja sig á þvi, að eitthvað þungt lá á annarri framloppu hans. Yggldur og grettinn á brún rumskaði hann við. Palli prins tók ekki eftir neinu, þvi að hann var kominn lengst i burtu, til drauma- landsins. Hann dreymdi, að hann lá heima i höllinni og konungurinn og drottningin buðu honum ástúðlega góða nótt með kossi. Björninn starði á Palla litla prins i myrkrinu. Hvaða litla skepna var þetta, sem vogaði sér að trufla hann í vetrarsvefninum? Gr-r-r-r. Fok- vondur byrjaði hann að urra. — Já, svo að þetta var þessi óþekki Putti, sem var að hrekkja eitt- hvað núna. Aumingja Palli litli prins vaknaði auðvitað við urrið, en hann gat ekki komið upp nokkru orði, þvi að björninn beit í buxnabotn hans og þeytti honum langt út úr holunni. Það síðasta, sem hann heyrði, áður en hann steypt- ist á höfuðið i snjóskafl, var i birninum, sem urraði: „Haltu þér i burtu, Puttatröll, annars tala ég alvarlega við pabba þinn.“ Palli skreið varlega út úr snjóskaflinum og hristi sig. Það var ekki laust við, að glitraði á tár í augunum, og hann vorkenndi sjálfum sér svolítið. Það var Putti og tröllkarlinn, pabbi hans, sem áttu sök á þessu öllu saman. Hvernig gátu þeir verið svona vondir við hann, — hann, sem aldrei hafði gert neinum mein? Allt i einu datt Palla dálítið i hug. Kannski mundu konungurinn og drottningin uppgötva, að Putti var falsprins? Nei, það fylgdi sjálfsagt töfrunum, að þau héldu, að það væri Palli prins, sem væri hjá þeim. Palli andvarpaði, fram- tiðin leit ekki vel út. En eitt vissi hann: Nú reið á að halda sér eins langt frá pabba Putta og unnt var, þá hafði hann ekkert tækifæri til að notfæra sér töfrabrögðin. Tröllkarlinn hafði auðvitað gert ráð fyrir því, að grænu stígvélin mundu bera hann beint inn í fjallið. En það gerðu þau ekki. Hann hafði til allrar hamingju misst þau af sér. Þar hafði Palli prins verið heppinn. Já, og kannski var lika einhver mein- ing i þvl? Já, hugsaði Palli prins með sér, sá hlær bezt sem siðast hlær. — Og hann tók stefnuna á stórt, gamalt eikitré, sem stóð uppi á hæð þar skammt frá. Þegar hann kom að rótum trésins, trúði hann tæpast eigin augum. Það var lítið hús byggt uppi í trjákrónunni. „Húrral“ hrópaði hann i gleði sinni, og þó að liann væri stifur af kulda, leið ekki á löngu, fyrr en hann var kominn upp 1 trjákrónuna. Framhald á bls. 31. Til allrar hamingju gekk þetta vel, og brátt var hann á leið niður í gegnum reykháfinn. 25 VIJCAN ÞAR SEM HATRIÐ VEX. Framhald af bls. 12. Landbúnaðarverkamaður fær eina krónu I kaup á dag fyrir vinnu sína. Sama kaup fær barn innan tiu ára, fyrir nauðungarvinnu i verksmiðj- um þeim er vefa hinar viðfrægu persnesku ábreiður. Sjálfur á keisarinn geysimiklar jarðeignir, 1,5 millj. tunnur lands. Miðlungsfjölskylda telst „rik“, ef hún á nokkra fermetra af landi til að rækta grænmeti á. Flestir eru í raun leiguliðar, — þótt slíkt sé að vísu bannað með lögum. 2. Spillingin er afskaplega út- breidd, jafnvel á austurlenzkan mælikvarða. „Ailir þiggja mútur,“ segja Vesturlandamenn, sem lengi hafa átt heima í Teheran. „Þegar gera skal einhverja verzlun, verður ævinlega að bæta mútufé við kostn- aðinn.“ Samstarfsmenn ríkisins hafa svo lág laun, að þeir verða að útvega sér „aukatekjur“. Jafnvel stórauðugum Persum hættir til að falla i sömu synd. Það er opinbert leyndarmál í Teheran, að samvizkulausasta „við- skiptakona" landsins og sú er mest- ar þiggur múturnar, er tvíburasystir keisarans, Ashraf prinsessa, — „svarta rándýrið". 3. Hinir ríku verða stöðugt ríkari, hinir fátæku fátækari. Mútuféð renn- ur í vasa hinna auðugu, fátækling- arnir fá eklci neitt — hatur og á- greiningar vex hröðum skrefum. Að liinu sama miðar og hin margumtal- aða skattalækkun keisarans, sem gefur nú eftir fimmtung allra skatta, vegna „þessa gleðilega atburðar". Engum virðist hafa komið það til hugar, að mikill meirihluti írans- búa greiðir engan skatt af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafa eng- ar tekjur. Hins vegar er og trúanlegt, að fögnuði hinna ríku sé mjög i hóf stillt. Hingað til hefir sem sé engum tekizt að innheimta þá skatta, sem þeim hefir verið gert að greiða. Það kostar þá alltaf miklu minna, að múta innheimtumanninum. MISHEPPNUÐ TILRAUN HJÁ KEISARA. Reza Pahlevi keisari hefir miklar fyrirætlanir i huga, varðandi land sitt og þjóð. Hann er einlægur fram- farasinni. Hann trúir i blindni á umbætur, á jafnrétti allra manna og á rétt alþýðunnar til betri lifskjara. En hann ræður ekki við neitt. Fyrir átta árum var með brauki og bramli gefin út reglugerð um að skipta jarðeignum keisarans milli fátækra manna. Hingað til hefir tæp- um 150 af 2.100 stórbýlum krúnunn- ar verið skipt upp. Sextán þúsundir búlausra manna hafa fengið jarð- næði — það er eins og dropi í haf- inu. „Þúsund fjölskyldurnar" settu stólinn fyrir dyrnar. Þær kærðu sig ekkert um að fylgja fordæmi keis- arans. Og hann hefir ekki nægilegt afl til að kúga þær undir vilja sinn. Vissulega hefir hann, — með að- stoð þrautvalinna gæðinga, — her ríkisins á sínu bandi, en i honum eru 200.000 manna. Hins vegar kunna æðstu foringjar hersins prýðiiega við sig i þjóðfélagi þar sem hinir riku verða rikari, þar sem allur hagnaður fellur i hönd þess, er heppnast að komast til metorða. Það er stétt hinna auðugu sem Framhald á bls. 33. 12000 i/innirujar á ári! 30 krónur miðinn Dregið í 2. flokki 5. febrúar VIKAH 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.