Vikan - 02.02.1961, Blaðsíða 34
Vopnlaus gegn
hlébarða
Ég fann klærnar á hlébarðanum sökkva i
annan handlegginn á mér, meðan ég leitaöist
viS aS ná taki á villidýrinu. Nú lá það ofan á
mér, reif með klónum og reyndi að koma tönn-
unum á hálsinn á mér.
Ég gat ýtt hausnum á honum aftur á bak.
Slefan úr hlébarðanum draup niður i andlitiS
á mér, og ég var næstum blindaSur af blóðinu
úr djúpum skurSi á enninu.
Ég varð að standa upp. Dofnir fingurnir náSu
taki í feldinn á háisinum og þrýstu aS. En þá
kipptist hlébarðinn allt í einu til baka.
Þessi hreyfing hans kom mér á óvart. Ég
hafði húizt við, að hann lokaði sterkum skolt-
unum um háls mér og biti á slagæðina. Ég velti
mér við um leið og hann stökk, og rak í hann
hnefa hægri handar til að koma honum úr
jafnvægi. En ég rak hnefann inn í opið ginið
á honum og dróst með í fallinu.
Ég reyndi að draga handlegginn að mér, en
hann sat eins og í skrúfstykki mitli skoltanna.
Ég gat ekki hreyft hann. Ég náði heidur ekki
til veiðihnifsins — hann hafði dottið talsvert
frá, þegar hlébarðinn tók fyrsta stökkið. Og
ég hafði veriö svo ógætinn að leggja riffilinn
upp við mimósutré hjá þurrum áfarveginum.
Þetta gerðist langt norðvestur i Kalahari-eyði-
mörkinni um 220 kílómetra frá Etosha Pan í
Suðvestur-Afrí ku.
Hlébaröinn tannaði handlegginn á mér í
ákafa, og ég fann, að það mundi iíða yfir mig
á hverri stundu. Mér var óhugnanlega ljóst, að
ef ég losnaði ekki bráðlega frá viilidýrinu, hefði
ég litla eða enga möguleika til að ná til læknis
í tæka tíð. Með lausu höndinni þreifaði ég
um mjúkt holdið við barkann á hlébarðanum,
og ég herti að um leið og dýrið klóraöi mig til
blóðs á hryggnum.
Það var sjálfsagt úti um mig, en áður en ég
gæfist upp ætlaði ég að kreista lífið úr dýrinu!
Hlébarðinn kipptist til baka og opnaði kjaft-
inn. Um leið dró ég handlegginn út úr gininu
á honum. Það tók þvi varla — því að allt, sem
ég sá gegnum blóðþokuna var lítill stubbur af
handleggnum ... hitt hékk og dinglaði á skinn-
pjötlú.
Hlébarðinn hafði bitið handlegginn af um
olnbogann!
En ég sléppti ekki kæfingartakinu um slag-
æðina á honum. Því meir sem hann steittist
yið að losna, því fastar herti ég að. Loks fann
ég, áð hann missti máttinn undir hendi minni,
en ég hékk í honum, þangað til ég missti með-
vitúnd af áreynslunni.
Ég hef víst verið meðvitundarlaus aðeins ör-
stutta stund. Þegar ég kom til sjálfs mín, voru
fingurnir stirðnaðir í dauðahaldi um háls hlé-
barðans, en dýrið hréyfði sig og virtist ætla að
rakna við.
Ég stóð upp og reikaði burt 1 átt til vörubíls-
skrjóðsins míns, sem ég hafði lagt þarna i mið-
degissólinni. Þá heyrði ég urrað á bak við mig.
Það var hlébarðinn að reyna að standa á fætur.
Eftir andartak verður hann orðinn jafn tryilt-
ur aftur, hugsaði ég ...
LÆVÍS HLÉBARÐI.
Þetta byrjaði fyrir aðeins - hálfri annarri
klukkustund. Búgarðurinn minn liggur rétt við
Etosha Pan í Suðvestur Afríku. Á ári hverju
í lok maimánaðar, verð ég að reka kvikfénaðinn
um hundrað kílómetra langan veg til þess að
koma því í námunda við vatn. Þennan dag vor-
um við næstum komnir á leiðarenda, þegar
einn af innfæddu kúrekunum mínum kom og
sagði, að sig vantaði þrjá kálfa.
Ég sendi búskmanninn áfram með rekstur-
inn, en fór sjálfur á bílnum að leita að kálf-
uiium. Ég nam staðar við stórt jarðfall i eyði-
mörkinni og gekk inn á milli mímósutrjánna.
Ég heyrði eitthvert hljóð frám undaú og sýnd-
ist ég sjá einn af kálfunum. Kannski stafaði
það af hitanum (hitamælirinn sýndi 55 gráður
Celsius), eða kannski var þáð af þvi að ég var
dauðþreyttur, að minnsta kosti lagði ég riffil-
inn upp við tré meðan ég fór af stað til að
reka kálfana upp á sléttuna aftur.
Ég var að ganga fram hjá nokkrum runnum,
þegar hiébarðanum skaut upp minna en tiu
skrefum frá mér. Hann hikaði ekki andartak
áður en hann tók undir sig stökk og réðst á mig.
Þetta var stærsti hlébarði, sem ég hafði séð i
Kalahari-eyðimörkinni. Búskmennirnir af Ov-
ambo-ættfiokknum nálægt Etosha Pan höfðu
lengi kvartað fyrir stjórnarvöldunum út af
blóðþyrstum hlébarða i nágrenninu, en ég hafði
ekki gefið því neinn gaum.
Um leið og villidýrið stökk greip ég veiði-
hnífinn og vék mér undan, en hægri loppan
snerti öxl mína og kastaði mér um. Leiftursnöggt
kastaði hann sér yfir mig, og hefði ég ekki getað
reigt höfuðið aftur, hefði hann rifið úr mér
augað. Nú hitti hann mig í enniö með klónum,
og blóðiS seitlaði ofan í augun. Þegar dýrið
sá blóð trylitist það gjörsamtega. Nú var um
iíf og dauða að tefla.
EINS OG KÖTTUR MEÐ NÍU LÍF ...
Ég reis upp til hálfs, með blóSið streymandi
úr handleggiium á mér, og hlébarðinn fór að
leika sér að mér eins og köttur að mús. Hann
var gætnari núna — ég hlaut að hafa skotið
honum skelk í bringu með kverktakinu minu.
Ég var ekki nema tvö eða þrjú skref frá bíln-
um. Ég beið þangað til að síöasta andtartaki,
þá hoppaði ég tii hliðar, þó að ég væri svo
veikburöa, að ég gat varla hreyft fæturna. Hlé-
barðinn stökk fram hjá mér og lenti á bítnum,
ég sparkaði í hann, svo að hann skall á hliðina.
Um ieið náði ég í bílhurðina, reif hana upp og
skreið inn.
Ég var þegar seztur við stýrið, þegar hlé-
barðinn stökk upp í opinn gluggann til að ná
til min. Þegar hann bjó sig til að gera næsta
áhlaup, setti ég véiina i gang, og þó að ég væri
frávita af verkjum og blóðmissi, tókst mér að
koma vagninum í gír. Ég iosaði hemlana og
steig benzínið i botn um leið og htébarðinn
kom.
Vagninn rykktist af stað, og stuðarinn rakst
á hlébarðann. Dýrið valt um hrygg, en áttaði
sig um leið og ég ók áfram. Á lággirum komst
þessi gamli Skrjóður lítið meira en 15 kíiómetra
á klukkustund. Og hiébarðinn hélst víst, að ég
mundi láta mig að lokum jafn aumur og ég
var, ef hann gæti hlaupið í kringum mig dá-
litla stund. Hann stanzaði um 50 metrum fyrir
framan mig; sneri sér við og þrýsti niður fram-
löppunum eins og hlébarðar eru vanir, þegar
þeir ætla að stökkva. Ég hemlaði og skipti i
annan gír. í sama bili stökk hlébarðinn, og ég
sleppti hemlunum og steig aftur benzinið í
botn. En hlébarðinn stökkk eins og ekkert hefði
i skorizt, og áreksturinn varð svo harður, að
vatnsgeymirinn ýttist tommu inn.
Hlébarðinn fékk svo harkalegan skell, að
hann hoppaði upp i loft áður en hann skall
loks niður á magann. En það var lif í honum
ennþá, og hann reyndi að staulast á fætur um
leið og ég steig enn á benzínið til þess að aka
á hann.
Ég ók beint yfir hann og hélt áfram um það
bil 50 metra áður en ég stanzaði og leit við.
Nú gat hann alls ekki átt langt eftir, en það
leit ekki heldur vel út fyrir mér. Mér datt
ekki í hug, að ég gæti komizt lifandi frá þessu.
James Power.
BLÓÐIÐ RANN ...
Eg sneri bílnum og ók á fullri ferð til hlé-
barðans, sem liafði nú lyft höfðinu. Hann var
víst að gæta að, hvað liefði orðið af inér. Fram-
hluti bílsins Iiitti hann beint i hausinn, þegar
ég ók yfir hann. Og í þetta skipti var ég viss
um, að nú væri öllu lokið. Ég hélt að lágstuð-
arinn liefði molað á honum höfuðið. En þegar
ég sneri bilnum fimmtíu metra í burtu, var
hlébarðinn enn að basla við að komast á fætur.
Ég gat ekki annað en dáðst að þessu rándýri,
sem ekki vildi deyja. En ég setti á fulla ferð
aftur og réðst á hann. Honum hafði næstuin
tekizt að komast undan, en mér tókst að snúa
bílnuni á síðasta andartaki. Stuðarinn kom á
hliðina á homnn og velti honuin undir vagn-
inn. Ég stanzaði og sneri við einu sinni enn.
Hlébarðinn lá grafkyrr eins og blóðflykki,
þegar ég nálgaðist, og ég fann, að hjólin fóru
yfir hann. í sama bili missti ég meðvitundina
og kom fyrst til sjálfs mín, þegar vagninn rakst
á tré.
Lifrað blóð var um allt gólfið i stýrishúsinu.
Ég reyndi að komast út, en hafði ekki afl til
þess. Aítur í-vagninum var meðalakassi, en ég
gat ekki náð í hann. Það eina, sem ég gat gert,
var að rífa stykki úr skyrtunni minni og binda
um liandleggsstúfinn.
Svo kom ég vélinni i gang. Ég man að ég
bað þess í hljóði, að ekki dræpist á vélinni.
Ég ók suður á bóginn i átt til búgarðsins
mins. Ég man ekki mikið úr þessari sextíu
kílómetra ökuferð, og ég hélt að mér tækist
aldrei að komast alla leið. Ég man ekki einu
sinni, þegar konan mín kom hlaupandi út, þegar
billinn sniglaðist að húsinu og brauzt gégnum
girðinguna. Ekki man ég heldur, þegar hún
hoppaði upp á brettið á bílnum og slökkti á
honum.
Þegar ég komst loksins alveg til sjálfs mín,
Já ég í rúminu, og læknirinn sat á stól við
hliðina á mér.
— Þú nærð þér aftur, Jack, sagði hann.
— Dey ég þá ekki? spurði ég hissa.
Viktor læknir hristi höfuðið:
— Spurðu mig ekki, hvernig á þvi stendur,
að þér verður lengra Ijfs auðið, sagði hann.
— En þú deyrð minnsta kosti ekki af þessu.
Hvað voru eiginlega hlébarðarnir margir, sem
réðust á þig?
— Aðeins einn, svaraði ég dauflega. — Að-
eins einn, en það er sá grimmasti og lifseigasti
hlébarði, sem ég hef nokkurn tfma komizt i
kynni við. Sendu nokkra búskmenn eftir hon-
um. Ég vil fá skinnið til minningar um hand-
legginn, sem ég missti ...
34 VIKAN