Vikan


Vikan - 02.02.1961, Page 35

Vikan - 02.02.1961, Page 35
FORNESKJAN í MENN- INGU NÚTÍMANS. Framhald af bls. 11. lagi, að næmt hugboð segir sagna- manninum, að þreyta og rökkur slævi gagnrýni. Hann talar ein- földum orðum til einfaldra sálna, velur sér einkum unglinga og lítt menntað fólk að áheyrendum. Kynjasagan sem hrollvekja stráir sæði sínu yfir margan reit. Skól- arnir okkar hafa jafnvel ekki út- rýmt henni alveg, þó að þeir séu að mestu leyti lausir við lúsina. Skólatelpa, sem kom nýlega heim frá jólaskemmtun skólans, sagði foreldrum sínum frá: „Kennarinn sagði okkur svo ægilega spennandi skátasögu. Það var svo hryllilegt. Skátaforinginn fann lik af drukkn- uðum sjómanni í fjörunni. Það var stýrimaður af norsku skipi. Svo skrifaði skátaforinginn til landsins, sem maðurinn var frá. En um nótt- ina kom líkið inn í herbergi skáta- foringjans, og þegar hann ætlaði að lcasta því út, réðst likið á hann, og það var miklu sterkara. Ég titraði öll, þegar hann var að lýsa, hvernig likið læsti blautum handleggjunum um bakið á skátaforingjanum. En Sigga hvíslaði samt strax: „Þetta er allt saman lygi“. Glámssagan i skátaútgáful Afleið ingar slíkrar hrollvekju á hálfvax- in börn og unglinga geta orðið af- drifarikar, þó að flestir sleppi með myrkhræðslu og skelfingardrauma nokkrar nætur. Skylt er að geta þess, að kennarar almennt eru frábitnir hrollvekjum af þessu tagi handa börnum. ÞJÓÐSAGNASÖFNUN SEM TÍZKU- FYRIRBÆRI. Kynjasagan spratt eðlilega fram á þeim timum, sem hjátrúin var lifandi og virk meðal allrar alþýðu. Fyrstu þjóðsagnasafnararnir komu þvi á auðuga rekafjöru. Þeir gátu valið efnivið sinn og þurftu aðeins að telgja hann ofurlítið til. Elztu þjóðsagnasöfnin geyma því nokkra heimild um sjúkleg áhrif hjátrúar- innar á sálarlif manna, þó að hana verði að nota með gagnrýni og var- færni. En þessi eðlilega uppspretta kynjasögunnar er löngu ofvirkjuð, ef ekki altæmd. Nú er þjóðsagna- söfnun orðin tízka, sem krefst geysilegrar þjóðsagnaframleiðslu. Áður gátu kynjaýkjur hugkvæmra sagnasmiða í hæsta lagi orðið til þess að vekja auðtrúa kunn- ingjum hroll og geig, en nú stend- ur þeim opin leið inn í prent- uð og árlega útgefin þjóðsagnasöfn. Þessi auknu tök á að ná til les- enda hafa orkað á akur kynjasagn anna eins og kjarna-áburður á ó- ræktarmóa. Nú vaxa þær upp af veikbyggðri rót, en ýkjast og dafna furðu fljótt. Vandinn er ekki ýkja- stór. Fyrirmyndirnar eru til, og frá þeim víkur kynjasagnahöfundurinn aldrei verulega. Og vaxtarmegnið er einnig hið sama: Geigurinn við dauðann og djöfulinn. Þvi er þjóð- sagnagerð að verða mörgum orðhög- um manni eins konar heimilisiðnað- ur. Iðnaðarhandbragðið er líka greini- legt á margri kynjasögu, sem nú birt- ist. Þjóðsagnahöfundar fyrri tima trúðu langflestir kynjasögum sínum og sögðu þær í góðri trú. Þeim virt- ist það enginn ljóður á sögunni, að kaldri skynsemi þætti hún ótrúleg. Þeir reyndu því ekki að skjóta að- fengnum stoðum sennileikans undir hugarburð sinn. En kynjasagnahöf- undur, sem semur magnaða náhroll- vekju sina við raflýst skrifborð, i þeim tilgangi að fá hana sem fyrst prentaða, á erfiðara með að var- ast slík stilglöp. Hann klæðir sögu sína i ættfræði- og timatals brynju, stimplar hana „sannfræði" og hyggst verja hana þannig gegn spjótalögum vantrúaðrar gagnrýni. Nú á dögum eru þær nefnilega miklu fleiri en nokkru sinni fyrr, Siggurnar, sem hvísla undir lestri kynngimagnaðar þjóðlegrar hroll- vekju: „Þetta er allt saman lygi.“ ★ HÚS og' HÚSBÚNAÐUR. Framhald af bls. 13. blanda saman raðhúsum, háhúsum og jafnvel einbýlishúsum, eins og sjá má í hinu nýja Hálogalandshverfi, og myndin frá Hansaviertel í Berlín, sem hér fylgir með, gefur hugmynd um það sama. Því var lengi haldið fram, að Islendingar væru svo miklir ein- staklingshyggjumenn, að þeir gætu ekki búið saman — sem var auðvitað nákvæmlega sama og að segja, að Islendingar væru svo vanþroskaðir, að enn hefðu þeir ekki andleg skilyrði til þess að búa hver nærri öðrum. Reynsl- an hefur sýnt, að þessi kenning var á engum rökum reist og sambýli hefur ekki gengið verr hér en annars stað- ar. 1 hinum fyrstu sambyggingum í Reykjavík er skipulag íbúðanna yfir- leitt á þann veg, að gangur var eftir þeim endilöngum líkt og á spítala eða hóteli og herbergin síðan til beggja hliða. Nú hafa menn komizt að raun um, að skipulag á íbúðum i sam- byggingum þarf alls ekki að vera á þessa lund, og er óhætt að fullyrða, að ibúðir í nýjum sambyggingum eru mun betur skipulagðar en einbýlishús voru fyrir 10 til 15 árum. Þátturinn hús og húsbúnaður vill reyna að gefa lesendum Vikunnar hugmynd um útlit á nýjum sam- byggingum í erl^ndum borgum. Þar er af mörgu að taka og erfitt að velja. Fjölbreyttasta hverfi sambygginga er líklega í Berlín, þar sem efnt var til alþjóðlegrar samkeppni um slíkar byggingar fyrir nokkrum árum og hinir færustu arkítektar lögðu sig fram um að gera sem þeir bezt gátu. Iðiiliifiiiiim heimilistækin hafa staðist dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI ti s! r t r \?1 ÍliiÍÍIliiaiijiíiSiítjjlÍHlÍÍPniiÍifiiiiillr ' 1 i VIKAN, 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.