Vikan - 18.05.1961, Síða 11
Eim segir Vesturbærinn skák
í þessari keppni. Iíristjana
Magnúsdóttir, þátttakandi núm-
er níu í íegurðarsamkeppninni,
á heima að Ránargötu 46. Fað-
ir hennar er Magnus Steingríms-
son, verkstjóri í Fiskhöllinni,
en móðir hennar heitir Zanny
Clausen og er frá Hellissandi.
Kristjana er fædd og uppalin
á íiánargötunni, nam við Gagn-
fræðaskóía Vesturbæjar og
Gagnfræðaskóla verknámsins.
Hún hefu verið langdvölum er-
lendis, en þess á milli hefur
hún unnið í fiski og verið nokk-
ur sumur kaupakona að Hlíð
í Gnúpverjahreppi.
Kristjana fór til Englands
og nam ensku í London í eitt
ár. Síðan hélt hún til Banda-
ríkjanna og vann algeng hús-
störf hjá fjölskyldu einni, sem
ferðaðist fylki úr fylki, og hef-
ur hún verið í þeim öllum.
Hún var ár í Bandaríkjunum,
og síðar vann hún f jóra mánuði
á hóteli í Iíaupmannahöfn til
þess að læra dönsku. Hún starf-
ar á skrifstofu hjá Loftleiðum.
Hún hefur tekið allmikið þátt
í íþróttum, handbolta og tennis,
og verið í ballett í Þjóðleik-
húsinu í 10 ár.
Kristjana er 20 ára, 169 cm
á hæð, 58 kg á þyngd. Önnur
mál: brjóst 96 cm, mitti 64 cm,
mjaðmir 96 cm, ökli 21 cm
og háls 30 cm.