Vikan


Vikan - 18.05.1961, Side 12

Vikan - 18.05.1961, Side 12
Otryggð ÞAÐ var farið aS skyggja. Hún stóð við gluggann og beið eftir |eigin- manninum. Hann ætlaði að koma seint heim í dag eins og vanalega, og kvöldmaturinn kólnaði. Augu hennar fylltust tárum, 'þegar hún sá eiginmennina í nágrenninu nágrenninu hraða sér heim til konu og barna. Hvers vegna kom maðurinn hennar ekki? Þau höfðu veriö gift í tólf ár. Hún þekkti hann svo vel, að hún kunni meira að segja utan að afsakanirnar, sem hann hafði fram að færa, þegar hann loksins kæmi heim. „Ég tafðist . . . það var skekkja í bókhaldinu. . . forstjórinn kallaði á mig einmitt þegar ég var að leggja af stað . . . Til að byrja með hafði hún trúað þessu, en nú hafði tortryggnin gagntekið hana. Hún fyllti eyru hennar með efasemd- um, og augu hennar voru á hnotskóg eftir hverju smáatviki, sem gat orðið til að staðfesta grun hennar. Var rauði bletturinn, sem hún sá á flibbanurrt hans um daginn varalitur eða rautt blek? Var þetta púður á jakkanum hans, eða bara ryk frá hefilbekknum á föndurverkstæðinu? Var það nú alveg vist að hann hefði farið til höfuðstaðarins i verzlunarerindum vik- una sem leið? Var það vegna ofþreytu, sem hann hafði færzt undan ástar- atlotum hennar? Eða 'þekkti hann einhverja aðra konu, sem var honum kærari? Hún þrýsti kinninni að kaldri gluggarúðunni og tautaði með sjáifri sér þetta hræðilega orð: ÓTRYGGÐ. Hvernig átti húii að fá vitneskju um þetta? Spyrja hann? Vinir hennar myndu ef til vill vita um þetta, en þeir mundu aldrei segja henni það. En allt var betra en þessar hrajðilegu efasemdir. Væri hann henni ótrúr — hvað gæti hún tekið til bragðs? Iíannske ætti hún að láta eins og ekkert væri, bíða þangað til 'þetta lagaðf- ist af sjálfu sér. En svo endurtæki þetta sig ef til vill áður en langt um liði, aðeins með annarri konu. Gæti hún lagt þetta á sig vegna barnanna? Tár hennar runnu eftir rúðunni eins og stórir regndropar. Þeim hafði komið svo vel saman til að byrja með. Hvenær og hvers vegna hafð'i þetta breytzt? Og — það, sem mestu máli skipti — hvernig gætu þau tekið upp þráðinn að nýju? ÞETTA er liklega hryggilegasta og erfiðasta hjónabandsvandamálið. Ekkert veldur konu jafn miklum vonbrigðum og sársauka og ótryggð eiginmannsins. Það er ekki aðeins það að virðingu þeirra sé mis- boðið. Hið gagnkvæma traust, sem hjónabandið byggist á, er glatað að minnsta kosti í bili. Hún getur ekki hugsað sér að það traust verði endur heimt. Og sársaukinn verður beizkjublandinn. Hana langar til að hefna Hún stendur við gluggann og bíður eftir eigin- manninum. Hræðilegur grunur hefur gagn- tekið hana og veldur henni hugarangri. Hún er ekki ein um það. Ótryggð er erfitt og al- gengt hjónabandsvandamál. Gleymd tákn og táknrænt hátterni ÞEKKTU SjALFAN ÞIG U/utthíaó ^j/ót onaóóon íiió heila^a tálcn, krossinn, er að blikna í hugum okkar, verða innantóml, meiningarlaust form rétt eins og eiðstafurinn FORNIR EIÐAR OG NÝIR. Eiður var upphaflega trúarleg athöfn. Sverjandinn vitnaði um ein- lægt hugarfar sitt frammi fyrir augliti alsjáandi guðs, að guð stæði með honum, ef hann mælti heils hugar, en mætti steypa honum í óheill og tortímingu, svo fremi orð hans væru óheil og login. Eiðurinn hafði því tvennan tilgang; að prófa sannleiksgildi framburðar og að treysta heit — með ákalli grimmra örlaga yfir eiðrofann. Svardagar og eið- taka voru heilagur verknaður, meðan meinsæri þótti stofna sáluheill, manna i voða. Þá var þess líka gætt, að særi gerðust af fúsum vilja og þeir einir særu, sem eiðbærir mættu teljast. Átakanleg er norræna goðsögnin um Frigg, sem óttaðist grimm örlög sonar síns og tók eið af öllum verum, að þær skyldu þyrma honum, nema einum viðartein-, ingi ungum, sem henni þótti ekki eiðbær fyrir æsku sakir. En einmitt hann varð henni sonarbani. Fræg er orðin frásögn Gisla sögu Súrssonar, er fjórir menn skyldu sverjast í fóstbræðralag. Með viðhöfn er eiðurinn undirbúinn og allir ganga ótrauðir fram. En þegar mæla skal hin örlagariku orð, greinast fals og heilindi. Sú merking eiðsins, að hann sé sjálfsformæling eiðrofans, er nú að mestu gleymd. Horfinn er einnig sá þáttur eiðtökunar, að sverjandinn „leggi hönd á helga bók“, eins og það hét i kristnum sið. Eiðurinn er orðinn innantómt tákn. Eiðstafurinn hefir misst helgi sína. Mér er ógleymanlegt atvik, sem ég varð vitni að í dómsal. Annar málsaðili hafði lagt fram skriflegan vitnisburð konu nokkurrar, en andstæðingurinn mótmælti og fann það til m. a., að sækjandi hefði skrifað þetta plagg með eigin hendi, sem líka var staðfest. Þá var þess krafizt, að konan staðfesti framburð sinn með eiði. Þetta var eldri kona, sýnilega einföld og ókunn slíkum málum. Hún þverneit- aði að sverja, sýndi öll merki hræðslu og skelfingar. En dómarinn tók þessu rólega. Hann útskýrði nú vingjarnlega fyrir konunni, að liún ætti alls ekki að sverja, að umræddur vitnisburður væri réttur, heldur að hún áliti hann vera það. Að lokum lét konan til leiðast og sór eiðinn. Hann var að mínu viti um smáatriði, sem engu skipti fyrir málið í heild, en sýnilega sór hún rangan eið. 12 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.