Vikan


Vikan - 18.05.1961, Page 29

Vikan - 18.05.1961, Page 29
FYRIR GRANNA FYRIR ÞREKNA ÚR ÚVALS TERYLENE ÚR ÚRVALS ULL Hinar marg eftirspurðu ljósgráu Italic buxur komnar. SKARA FRAMÚR Framl. Klæðagerðin Skikkja STWÆTI * «F Sími 15985 HVAÐ SEGIR ÞÓR RALDIJRS ... Framliald af Lls. 22. Vil.jastyrkurin'i verður sérstaklega sterkur, gegnum það mótlæti, sem þetta fólk verður oft fyrir. Þessi t’.mglstaða gerir hana að góðum ceremonialista, ef hún kæmist í kynni við slíkt á annað borð. Hið rísandi merki Ljóni: Hið rísandi merki er 15° Ljón eða annar gráðutugur þessa merkis. Undir þessum áhrifum er metnaðargirnd Ljónsmerkisins nokkuð minnkuð, fyrir undir áhrif Bogamerkisins, sem er merki hins æðri huga. Hin heimspekilegu og trúarlegu áhrif koma hér betur í ljós og þeir sem hér eru fæddir skilja auðveldlega hinar veiku hliðar bæði í nútima stjórnmálum og trúarbrögðum. Og það sem meir er um vert er að þeir hafa hugrekki til að afla skoðunum sinum fylgis. Þeir þrír þættir, sem ég hefi tekið til nokkurrar umræðu eru helztu atriði i fari hvers manns, en hvað ræður styrk þeirra og magni kemur fram þegar litið er á aðrar af- stöður plánetanna. Venus er i 11° Ljónsmerkisins, en hún er meðal annars gráða heimspekingsins og þess, sem tileinkar sér fegurðina í ljósi heimspek- innar. Einnig er 13° Ljónsmerkisins undir sterkum áhrifum þar sem hin rísandi gráða og Venus eru kölluð samsiða henni á máli stjörnuspekinnar. 13° er gráða listanna og er aðalsmerki listamaunsins meðal annars. Hún hefur einnig yfir að búa næmleika fyrir tónum og hefur hæfni til að leika á hljóðfæri eins og t. d. píanó,. en hún mun vera allþekkt í heimi skemmtanalifsins, þar sem máninn er í fiinmta húsi í afstöðu við hið rísandi merki. Hún mun að öllum líkindum giftast tvisvar en fyrri maður hennar er talsvert eldri en hún er, þar cð tákn hans er Satúrn í ævi- sjánni. Ég hef nú drepið á það helzta i fari hennar, en i blaðinu leyfir ekki frekari skrif tim það efni, þó meir en ltelmingi meir mætti um þetta stjörnukort rita. Ég vildi því.að lþkum drepa nokkuð á það helzta í framtíðinni. Árið 1964 verður henni mjög hagstætt til ritstarfa, bréfaskrifta og smáferðalaga. 1972 er hagstætt í sambandi við heimilið og mun þar lil koma aðstoð eins vinar liennar. 1975 verður afdrifarikt á sviði listabrautar þinnar. 1982 verður sérstakt ár í lifi þinu með til- iiti til mjög margra þátta. 15. april 1961. Þór Baldurs. PÁFAGAUKURINN Framhald af bls. 16. lina skrapp eitthvað afsíðis. — En það máttu vita, að ef þú þegir ekki eins og steinn, þá sný ég af þér hausinn! — Ég elska ])ig, Cleo! æpti páfagaukurinn og iét sér hvergi bregða. Jean hækkaði í viðtækinu og tók auk þess að syngja sjálfur fullum hálsi, svo að Jacqelina heyrði ekki í fuglskrattanum. Svo tók hann nokkra sykurmola upp úr vasa sinum og kast- aði i skyndi inn i búrið. — Gerðu það nú fyrir mig, greyið mitt, að lialda þér saman. Sko, — vitanlega meina ég ekkert með þvi, þótt ég segist ætla að snúa af þér hausinn! Þú hlýtur að geta tekið gríni, ha? Kvöldið eftir heppnaðist Jean Dupont að hregða sér út í bæ. — Viðskiptaerindi, sagði hann við Jacque- linu. Iiann átti stefnumót við Cleo í Café de la Paix. ■— Þú kemur nokkuð seint, varð Jacquelinu að orði, þegar hann kom heim. — Já, þetta tók lengri tíma cn ég hafði húizt við. Að svo mæltu tók hann sér sæti i þægilegum stói og fór að líta yfir blöðin. Páfagaukurinn prílaði um inni í búrinu sinu. ■Og svo tók hann til máls: — Ég elsk. . . . Jean stakk hendinni í vasann i skyndi. Hvar í fjáranum voru sykurmolarnir? Jæja, páfa- gaukskvikindið var þó þagnað, hvernig sem á þeirri guðslukku stóð. Þegar hann hafði loks fundið sykurmolana og ætlaði að lauma þeim inn í búrið til hans, sá hann, hvers kyns var. Það var Jacquelina, sem hafði stungið hand- fylli af sykurmolum að kvikindinu! -Ar VIKAN. 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.