Fréttablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 64
44 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Berglind Ósk Bergs- dóttir skrifar um há- skólanám Sagt er að bak við hvern rannsóknarháskóla þurfi um 3 milljónir manns. Á Ísland búa 330.000 manns með einn rannsókn- arháskóla (samkvæmt ströngustu skilyrðum), Háskóla Íslands, auk þriggja annarra háskóla. Í ljósi efnahagsástandsins og vegna nið- urskurðar til háskólanna er ljóst að eitthvað verður að breytast til að veita áfram hágæða háskóla- nám hérlendis. Niðurstaða þriggja nefnda á vegum ríkisins er að auka þurfi samstarfið á milli háskólanna til að spara. En hvað felst í auknu samstarfi og hvernig er hægt að hagræða verkskipulagi milli háskólanna? Mikilvægt er að jafn- ræði og sanngirni ríki í viðhorfi ríkisstjórnar með tilliti til rekst- urs skólanna. Vert er að minnast á að ríkið greiðir jafn mikið fyrir hvern nemanda hjá einkaskól- um og ríkisreknum þrátt fyrir há skólagjöld hjá einkaskólum á meðan ríkisrekinn háskóli hefur ekki leyfi til að taka upp skóla- gjöld. Rannsóknarháskólar eru und- irstaða í menningar- og efnahags- legum styrk íslensks þjóðfélags. Gæta verður jafnræðis í mögu- leikum fólks til náms á því stigi og ósanngjarnt væri gagnvart nem- endum ef staðan væri sú að greiða þurfi há skólagjöld til þess að fá að stunda nám við rannsóknarháskóla í sínu landi. Verkfræði- og nátt- úruvísindasvið (VoN) í Háskóla Íslands stendur fyrir metnaðar- fullu og fjölbreyttu námi þar sem nemendur fá m.a. tæki- færi til að taka áhuga- verð námskeið í öðrum deildum, til að mynda er möguleiki á að velja tvo áfanga frá hvaða sviði sem er og einnig að taka fleiri áfanga frá öðrum deildum innan sviðsins. Með því að sameina krafta úr bæði verkfræði og náttúruvísindum gefst tækifæri á fjölbreyttu og öflugu námi. Fyrir utan að nemendur hafi kost á að taka einstaka áfanga utan sinnar námsleiðar má nefna heildstæðar námsleiðir eins og efnaverkfræði og reikniverkfræði sem ráðast á þessu nána samstarfi sem er á milli verkfræðinnar og náttúruvísindanna. Samstarfi sem hefur orðið gríðarlega öflugt eftir að þessar greinar voru sameinað- ar undir sama sviði á seinasta ári. Miklar kröfur eru gerðar til nem- enda sem stunda nám við VoN og eru það mikil viðbrigði fyrir marga sem koma beint frá fram- haldsskóla. En til að mennta fólk í greinum sem þessum, greinum sem tækni og framþróun þjóðfé- lagsins byggir á, þýðir ekkert annað. Ég hef upplifað mitt nám við Háskóla Íslands sem mjög metnaðarfullt og gefandi og tel mig vera vel í stakk búna til að takast á við þau tækifæri sem bíða mín eftir námið. Háskóli Íslands er virtur háskóli á alþjóðavettvangi sem og innlend- um og gegnir hann mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Mikil- vægt er að bregðast ekki þessari traustu undirstöðu háskólanáms í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Nörd, nemendafélags tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands. Undirstöður hágæða háskólanáms BERGLIND ÓSK BERGSDÓTTIR Þér kemur það við UMRÆÐAN Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar um umferðaröryggi Því hefur verið haldið fram að ölvunar akstur sé eitt af stærstu heil- brigðisvandamálum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörgum orðum um rétt- mæti þeirrar fullyrðingar – enda fáar stéttir sem þekkja betur skelfilegar afleiðingar ölvunaraksturs en lækna- stéttin. Því hefur verið haldið fram að fimmta hvert banaslys á Íslandi tengist ölvunarakstri á einn eða annan hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa megi rekja til þess að ökumaður var drukkinn. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki götunnar ef tekist hefði að stöðva öku- mennina áður en slys hlutust af. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að tilkynna til lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta á sérstak- lega við ef hinn ölvaði er fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhaf- ast. Slík viðhorf eru ekki aðeins ámælisverð – heldur beinlínis stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggjast að tilkynna til lögreglu um eftirlýstan ofbeldismann? Líkingin er vissulega réttmæt. Bæði sá sem lemur fólk og sá sem sest undir stýri ölvaður, ógnar umhverfi sínu og getur skaðað saklaust fólk; fólk sem allt eins gæti verið nákom- ið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar. Umferðarslysin fara nefni- lega ekki í manngreinarálit. Annar mikilvægur þáttur til að sporna við ölvunarakstri er öflug og markviss löggæsla. Fram hefur komið að ölvun- arakstur sé mikið vandamál úti á lands- byggðinni þar sem það þykir nánast sjálf- sagt að aka ölvaður heim af ballinu eða kránni. Í ýmsum bæjarfélögum er lög- gæsla lítil á nóttunni og löggæslusvæð- ið stórt sem lögreglumennirnir á staðnum þurfa að sinna. Ef lögreglan þarf að sinna útkalli um langan veg geta ölvaðir ökumenn athafnað sig að vild án þess að eiga á hættu að mæta lögreglu- bíl. Sumir þeirra hafa þegar komist í skýrslur Umferðarráðs yfir „mikið slasaða“ og aðrir endað á köldum stað með merkispjald á stóru tánni. Til þess að koma í veg fyrir ölvunarakstur á landsbyggðinni þarf að endurvekja umferðar- eftirlit á vegum, þ.e. hið svokallaða „vegaeftir- lit“ þar sem lögreglumenn frá Reykjavík sinntu löggæslu á þjóðvegum landsins á 8 lögreglu- bílum þegar flestir voru. Nú hefur sú löggæsla verið aflögð – enda hefur slösuðum og látnum á þjóðvegum landsins fjölgað undanfarin ár. Hér með er því skorað á ríkislögreglustjóra að hann stórbæti löggæslu á landsbyggðinni og endur- veki vegaeftirlitið, sem svo var nefnt, og var mjög virkt á vegum landsins á blómaskeiði sínu. Dæmin hafa sannað að ef til ökuníðinganna næst í tíma er hægt að koma í veg fyrir margan harmleikinn. Nú eru jólin fram undan en dæmin sanna að margir enda því miður sína eigin jóla- gleði með ölvunarakstri en eiga engan rétt á að varpa skugga á hina einu sönnu jólagleði fjöl- skyldunnar. Undir áhrifum þeirrar gleði geta allir ekið sem hafa ökuréttindi í lagi. Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS. RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR Hér með er því skorað á ríkislögreglustjóra að hann stórbæti löggæslu á landsbyggðinni og endurveki vegaeftirlitið, sem svo var nefnt, og var mjög virkt á vegum landsins á blómaskeiði sínu. Kært og mótmælt UMRÆÐAN Þorsteinn Sch. Thor- steinsson skrifar um bóluefni gegn svínaflensu Fjöldinn allur af kærum hefur verið lagður fram víða um heim gegn svínaflensu- bóluefninu. Læknar, áhugamenn og fjölskyldur, sem orðið hafa fyrir skaða af völd- um bóluefnisins, hafa kært og mótmælt. Helsta ástæðan fyrir því að ég lagði fram kæru gegn bóluefninu, var sú að ég gat ekki sætt mig við að Landlækn- isembættið skyldi velja þetta áhættusama bóluefni fram yfir önnur. Embættið hefur að auki ekkert fjallað um áhrif efna- sambandsins skvalen (e. squal- ene) sem finna má í bóluefninu, aukaverkanir þess og sjúkdóm- um sem það getur valdið. Það er munur á hvort efn- inu er sprautað inn í líkamann eða innbyrt. Skvalen má meðal annars finna í hákarlalýsi; munurinn á því hvort hákarla- lýsi sé gott eða slæmt fyrir lík- amann veltur á því hvort því sé sprautað eða borðað. Sé skvalen sprautað inn í líkamann gerir ónæmiskerfið árás á allt sem flokkast undir skvalen, ekki eingöngu það sem var sprautað heldur líka skvalen sem finna má í heilanum og taugakerfinu. Á þetta hafa sérfræðingar á borð við Joseph Mer- cola, Russell Blaylock, Rima Laibow og fleiri bent á. Rannsóknir sýna að skvalen getur líka framkallað gigt hjá rottum (sjá American Journal of Pathology, (2000). Hákarlalýsi var tekið af lyfjaskrá og bannað í Bandaríkjunum vegna mála sem komu upp í sambandi við bóluefnið gegn miltisbrandi. Lengi vel neituðu yfirvöld því að skvalen hefði verið í bóluefn- inu, en nú hafa þau viðurkennt það. Bandarískir hermenn sem bólusettir voru gegn miltis- brandi í Persaflóastríði fengu einmitt gigt, höfuðverk, svima og útbrot og þjáðust af minnis- leysi, þunglyndi og svefntrufl- unum svo eitthvað sé nefnt. Ein af mörgum andstæðing- um svínaflensubóluefnisins sem inniheldur skvalen er dr. Rima Laibow læknir, sem full- yrðir að bóluefnið gegn svína- flensu innihaldi skvalen sem sé milljón sinnum sterkara en í bóluefninu gegn miltisbrandi og mun verra. Jafnvel fáein mólekúl af skvaleni geta vald- ið því að líkaminn gerir árás á sjálfan sig. Dr. Friedel Rohr er þekktur þýskur læknir. Hann hefur kært þýska heilbrigðis- ráðuneytið og segir að það sé mikil blekking í gangi; almenn- ingi sé ekki sagt frá áhættunni sem fylgi skvalen. Um 30% af þeim sem hafa verið bólusettir eigi eftir að glíma við vanda- mál. Það hefði verið betra að velja annað bóluefni en það sem landlæknisembættið valdi, efni sem inniheldur ekki skvalen. Höfundur er margmiðlunarfræðingur. ÞORSTEINN SCH. THORSTEINSSON Bandarískir hermenn sem bólusettir voru gegn miltis- brandi í Persaflóastríði fengu einmitt gigt, höfuðverk, svima og útbrot og þjáðust af minnisleysi, þunglyndi og svefntruflunum svo eitthvað sé nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.