Fréttablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 32
32 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 45 Velta: 123,5 milljónir
OMX ÍSLAND 6
809 +1,11%
MESTA HÆKKUN
ATLANTIC +6,12%
ÖSSUR +4,98%
MESTA LÆKKUN
EIK BANKI -7,14%
FØROYA BANKI -1,92%
MAREL -0,16%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 166,00
+0,00% ... Bakkavör 1,95 +0,00% ... Føroya Banki 127,50 -1,92% ...
Icelandair Group 3,65 +0,00% ... Marel 63,60 -0,16% ... Össur 147,50
+4,98%
Talsverð hreyfing var með hlutabréf
stoðtækjafyrirtækisins Össurar jafnt
hér sem á hlutabréfamarkaði í Kaup-
mannahöfn í Danmörku í gær eftir að
sænski bankinn SEB Enskilda birti nýtt
og verulega uppfært verðmat á félaginu.
Gengi bréfanna rauk upp um fimm pró-
sent hér en um tæp átta í Danmörku.
Enskilda segir í mati sínu að uppgjör
Össurar á þriðja ársfjórðungi sé
umfram væntingar. Miklar vonir séu
bundnar við rafeindastýrðar vörur með
gervigreind auk þess sem vænta megi
betri sölu á öðrum vöruflokkum.
Greinendur bankans mæla með því
að fjárfestar bæti við hlut sinn og setji
8,2 danskra króna verðmiða á hvern
hlut félagsins. Það jafngildir rúmum tvö
hundruð íslenskum krónum samanborið
við 147 krónur hér. Þetta er um fjörutíu
prósentum hærra mat en núverandi verð
bréfanna ytra. Þar standa þau í 6,10
dönskum krónum á hlut, sem jafngildir
152 íslenskum krónum á hlut saman-
borið við 147,5 krónur hér.
Talsverð eftirspurn hefur verið eftir
hlutabréfum Össurar ytra í kjölfar
skráningar félagsins þar í september.
Framboð hefur á móti verið takmarkað.
Valdimar Halldórsson, sérfræðingur
hjá IFS Greiningu, segir mikla eftir-
spurn eftir bréfunum ekki koma sér á
óvart enda Össur gott félag með frábært
sjóðstreymi. Svo virðist sem þeir sem
hafi keypt bréfin í útboðinu á dögunum
vilji ekki selja mikið af þeim í bili nema
fyrir hærra verð. Talsverður áhugi hafi
vaknað á fyrirtækinu ytra eftir skrán-
inguna þar og greini nú fjögur fjármála-
fyrirtæki Össur erlendis. - jab
Hlutabréf Össurar taka flugið ytra
FORSTJÓRI ÖSSURAR Mikil eftirspurn hefur
verið eftir hlutabréfum Össurar ytra eftir að
félagið var skráð á markað í Danmörku.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Átta óskuldbindandi tilboð
hafa borist í 49 prósenta hlut í
Skeljungi ehf. og tengdum félög-
um. Fyrirtækjaráðgjöf Íslands-
banka annast söluna, en hlutur-
inn var settur í opið söluferli í
lok nóvember síðastliðinn.
„Þeim sex tilboðsgjöfum sem
áttu hæstu óskuldbindandi til-
boðin verður gefinn kostur á
áframhaldandi þátttöku í sölu-
ferlinu og veittur aðgangur að
nánari upplýsingum um starf-
semi og fjárhag fyrirtækisins,“
segir í tilkynningu Íslands-
banka.
Skuldbindandi tilboðum með
fyrirvara um áreiðanleikakönn-
un á að skila í síðasta lagi 21.
desember næstkomandi. Þau
verða opnuð í viðurvist óháðs
aðila og í kjölfarið hefjast við-
ræður við hæstbjóðendur. - óká
Átta tilboð, sex
halda áfram
Ben Bernanke, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, er maður árs-
ins, að mati bandaríska vikurits-
ins Time. Í umsögn tímaritsins
segir, að seðlabankastjórinn hafi
gegnt lykilhlutverki í þeim öldu-
dal sem fjármálaheimurinn hafi
siglt í gegnum í kreppunni og
megi þakka honum fyrir hægan
efnahagsbata í stað langvarandi
kreppu.
Þá segir að Bernanke hafi
óskorað vald yfir peningamála-
stefnu Bandaríkjanna og ráði
miklu um örlög landsmanna.
Á meðal annarra sem voru
tilnefndir voru hershöfðinginn
Stanley McChrystal, sem tók í
vor við stjórn bandaríska hers-
ins í Afganistan, og Nancy Pelosi,
forseti fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings.
- jab
Bernanke banka-
stjóri maður ársins
Samið var um uppgjör
eigna og skulda Landsbank-
ans í fyrrinótt. Fjármála-
ráðherra er sáttur og segir
endurreisn bankakerfisins
ekki nærri eins kostnaðar-
sama og óttast var í fyrstu.
„Þetta er jákvætt og mýkir lend-
inguna,“ segir Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra um sam-
komulag ríkisins við skilanefnd
gamla Landsbankans og kröfuhafa
um uppgjör eigna og skulda nýja
bankans. Samkomulagið og stofn-
efnahagsreikningur bankans voru
kynnt í höfuðstöðvum Nýja Lands-
bankans (NBI) í gær.
Ríkið leggur bankanum til 122
milljarða króna eiginfjárframlag
í skiptum fyrir 81 prósents hlut í
bankanum. Þetta er um 78 millj-
örðum lægri upphæð en upphaflega
var reiknað með að ríkið þyrfti að
leggja til bankans. Heildarfram-
lag ríkisins til bankanna þriggja
nemur nú samtals 137 milljörðum
króna auk fimmtíu milljarða í víkj-
andi lánum. Gert var ráð fyrir að
endurreisn bankanna myndi kosta
ríkissjóð 385 milljarða.
Forgangskröfuhafar, breska og
hollenska ríkið, fara með nítján pró-
senta hlut í NBI á móti ríkinu. Náist
samkomulag um Icesave-málið mun
Tryggingasjóður innstæðueigenda
eignast tæp sextíu prósent krafna í
bú gamla bankans.
Þessu til viðbótar gefur NBI út
skuldabréf til gamla bankans til
tíu ára upp á 247 milljarða króna.
Vaxtaálagið nemur 1,75 prósent-
um yfir Libor-vöxtum. Aðeins eru
greiddir vextir af bréfinu fyrstu
fimm árin en afborganir bætast
við að þeim tíma liðnum.
Ásmundur Stefánsson bankastjóri
segir niðurstöðuna afar ánægju-
lega enda tryggi skuldabréfið, sem
er í breskum pundum, Bandaríkja-
dölum og evrum, erlenda fjármögn-
un NBI og íslenskra fyrirtækja sem
þurfa á erlendu lánsfé að halda um
nokkurra ára skeið, eða þar til
erlendir lánsfjármarkaðir opna
dyrnar fyrir bankann á ný. Heild-
areignir nýja bankans, sem verður
umsvifamesti banki landsins, nema
944 milljörðum króna. Þar af eru
útlán til viðskiptavina 608 milljarð-
ar króna.
Ásmundur segir eignavirði nýja
bankans endurspegla mat á eignum
eftir flutning úr þeim gamla. Hann
gat hvorki tjáð sig um það hversu
mikil niðurfærsla eigna var né
fengust upplýsingar um það þegar
eftir því var leitað. Hann benti þó
á að rétti efnahagslífið úr kútnum
geti það skilað sér í auknu verð-
mæti eigna, jafnvel upp á hundr-
að milljarða króna. „Þetta er ekki
áætlun, heldur von okkar,“ segir
hann.
Ásmundur segir orðspor Lands-
bankans hafa orðið fyrir miklum
skakkaföllum í fjármálahruninu.
„Bankinn er ekki traustur í þeirri
merkingu að hann hafi áunnið sér
traust umhverfisins. Það vantar
mikið upp á það. En fjárhagslegur
grundvöllur er það í dag og á því
getum við byggt. Við verðum að
vinna að því,“ segir hann.
jonab@frettabladid.is
Landsbankinn
reistur við á ný
SAMKOMULAGIÐ SKOÐAÐ Almenn sátt virðist með samkomulag um uppgjör eigna
og skulda á milli gamla og nýja Landsbankans. Bankastjórinn segir mikilvægt að
byggja upp traust á bankanum á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
P09 06 228.ALI
M.001-P1 útg. 2
(30
09:08) - Prentað 30.11.2009 14:01
Í bókinni lýsir david lynch sköpunarferlinu;
hvernig hann „fiskar“ eftir hugmyndum
og hrindir þeim í framkvæmd. Jafnframt lýsir
hann þýðingu innhverfrar íhugunar fyrir líf
sitt og list. Fiskað í djúpinu er kærkomin bók
fyrir aðdáendur leikstjórans, skapandi fólk
og þá sem vilja bæta líf sitt með
innhverfri íhugun.
Útgefandi: íslenska íhugunarfélagið
www.ihugun.is
Fæst m.a.
í Máli og menningu,
verslunum Hagkaupa
og Bóksölu
stúdenta.
F i s k a ð í
d júp inu :
íhugun, vitund og
sköpunarkraftur
David
Lynch
Endanlegt uppgjör NBI er ekki
lokið að fullu. Eftir því sem næst
verður komist stefnir bankinn á
að birta uppgjör síðasta árs á milli
jóla og nýárs og líkur á að níu
mánaða uppgjör liggi þá fyrir.
Þegar samþykki Fjármálaeftir-
litsins um uppgjör bankans
liggur fyrir mun verða boðað til
hluthafafundar NBI. Líklegt er að
það verði skömmu eftir áramót.
Í kjölfarið verða stjórnarskipti og
munu kröfuhafar fá einn mann í
bankaráð NBI í krafti nítján pró-
senta hlutar í bankanum á móti
fjórum frá íslenska ríkinu.
Nýtt bankaráð mun ráða nýjan
bankastjóra til að taka við af
Ásmundi Stefánssyni, sem fram
til þessa hefur verið lausráðinn.
Reiknað er með að Bankasýsla
ríkisins auglýsi stöðu hans fljótlega.
ÁSMUNDUR HÆTT-
IR EFTIR ÁRAMÓT
FORSÍÐA TIME Ben Bernanke seðla-
bankastjóri þykir hafa siglt bandarísku
þjóðarskútunni hægt en örugglega í
gegnum fjármálakreppuna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP