Fréttablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 30
30 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna ■ Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins. „Ég set gömul ban- anahýði ofan í mold- ina hjá rósunum í garðinum. Sama er gott að gera við kaffi- korg, að grafa hann með með rósunum sem fá þarna viðbótarnæringu. Þá mæli ég með Undra-penslasápunni til þess að láta gamla og harðnaða pensla ganga í endurnýjun lífdaga.“ Eftir umhugsun bætir Brynhildur við að gangi hálf sítróna afgangs megi maka úr henni á blöndunartæki til að hreinsa þau, eða kreista út í vatn og hita í örbylgjuofni. „Þá verður auðveldara að þrífa hann og kemur góð og náttúruleg lykt.“ GÓÐ HÚSRÁÐ SÍTRÓNA Í ÞRIFIN Verðmerkingum í sýningargluggum verslana í miðbæ Reykjavíkur var ábótavant í 42 prósentum tilfella þegar Neytendastofa fór í eftirlitsferð þar í byrjun desember. Þá voru vörur í sýningargluggum 44 verslana af 138, eða 32 prósenta, óverðmerktar með öllu. Lögum samkvæmt ber verslunar- eigendum að verðmerkja vörur, bæði inni í verslunum og í sýningargluggum. Farið var inn í 152 verslanir, þar af 138 með sýningarglugga. Tvær af þessum verslunum voru beðnar að laga verð- merkingar sínar innandyra, Gull og Silfur, Laugavegi 52, og Guðbrandur Jezorski gullsmiður, Laugavegi 48. Alls 58 verslanir fengu áminningu vegna vanmerk- inga í gluggum. ■ Algengt að verðmerkingum sé ábótavant í búðargluggum Nær helmingur trassar að verðmerkja Allt að 85 prósenta verðmunur var á nýjum jólabókum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í tólf bókaverslun- um og stórmörkuðum víðs vegar um landið í fyrradag. Skoðað var verð á 50 bókatitlum og var munur á hæsta og lægsta verði oftast á bilinu 30 til 70 prósent. Sem dæmi má nefna að bókin Svörtuloft eftir Arnald Ind- riðason var ódýrust á 3.414 krónur hjá Nettó og dýrust á 5.690 í Bókabúð Máls og menningar, munurinn eru tæp 70 prósent. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, eða á sautján titlum, en þar voru fáanlegir 22 titlar af þeim 50 sem kannaðir voru. Bókabúð Máls og menningar var oftast með hæsta verðið í könnun- inni, eða á 38 titlum, þar var mesta úrvalið eða 49 titlar af þeim 50 sem skoðaðar voru. Penninn Eymundsson var næstoftast með hæsta verðið, eða á 20 titlum, og voru 48 titlar fáanlegir í versluninni. Nánari upplýsingar um könnunina er að finna á vef ASÍ, www.asi.is. ■ Mikill munur á verði og framboði samkvæmt könnun ASÍ 70% verðmunur á Svörtuloftum Arnalds 34 prósent norskra karlmanna eru ekki byrjuð að kaupa jólagjafir þegar rúm vika er til jóla. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem greint er frá í norska dagblaðinu Aftenposten. Konurnar eru öllu fyrr á ferðinni en 90 prósent norskra kvenna eru byrjuð á gjafainnkaupum. 28 prósent Norð- manna hafa lokið gjafainnkaupunum, þriðjungur kvenna og 23 prósent karla. Markaðsstjóri sem blaðið ræðir við segir mynstrið kunnuglegt, örvænt- ingarfullir karlar í leit að gjöfum á síðustu stundu séu þekkt fyrirbæri á meðal verslunarfólks. Norðmannsþinur er vin- sælasta jólatréð nú sem endranær en stafafuran íslenska hefur þó áunnið sér vinsældir í seinni tíð. Tiltölulega lítill verðmunur er á milli hæsta og lægsta verðs á Norðmannsþini hjá sölustöðum sem Fréttablað- ið hringdi í en mjög mikill á stafafurunni, 80 prósent á 150 sentímetra trjám. Jólatrjáasala er hafin af fullum krafti að sögn þeirra sem starfa við sölu jólatrjáa. Fréttablaðið hafði samband við fimm útsölu- staði jólatrjáa og var það mál manna að salan væri ágæt sem af er. Norðmannsþinur er langvinsæl- asta tegundin nú sem endranær, þau tré eru innflutt frá Danmörku og í hugum margra jólalegust af öllu jólalegu. Samkvæmt könnun Fréttablaðs- ins er rúmlega 10 prósenta verð- munur á Norðmannsþini í 150 sentímetra stærð, dýrust var hún hjá Jólatrjáasölunni Landakoti en ódýrust í Byko. Meiri verðmunur er á stærri trjám. Ef fólk hefur hug á tæplega tveggja metra tré er það dýrast í Garðheimum á 8.950 kr. en ódýrast í Byko á 6.990 kr. og munar þar tæpum 30 prósentum. Ýmsar fleiri trjátegundir eru til sölu á útsölustöðum jólatrjáa. Hin íslenska stafafura hefur áunnið sér nokkrar vinsældir í seinni tíð. Ásgerður Einarsdóttir, sem sér um sölu jólatrjáa hjá Flugbjörgunar- sveitinni, segir furufólki fjölga ár hvert. „Það virðist vera að þegar fólk fær sér einu sinni furu þá vill það ekki annað. Hún er auðvitað ansi falleg, stílhrein og fer vel til dæmis þar sem hátt er til lofts.“ Ef fólk hefur hug á furunni borgar sig að gera verðsaman- burð. 150 sentímetra tré kostar til dæmis á bilinu 3.990 í Blómavali til 7.080 kr. í Byko sem eru nær 80 prósenta verðmunur. Sá mögu- leiki er þá fyrir hendi fyrir furu- fólk að fara í Heiðmörk og höggva tré sem kostar 4.990 krónur óháð stærð trésins. Af útsölustöðunum fimm er einn, Flugbjörgunarsveitin, rekin til fjár- öflunar en Landakot gefur fjórðung sölunnar til krabbameinssjúkra barna og Byko styrkir hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð með hluta and- virðis trjánna. Könnunin er hugsuð til viðmiðunar enda tré seld víðar á landinu. sigridur@frettabladid.is 10 til 80% verðmunur VERÐ Á TRJÁM Hringt var á nokkra staði og fenginn verð á Norðmannsþin og stafafuru. Verð á jólatrjám ræðst af stærð þeirra og hlaupa stærðar flokkar á 25 til 50 sentímetrum á sölustöðum. Hér er birt verð á trjám í millistærðum. Þar sem eru tvö verð miðast verðflokkar verslunarinnar við 25 sentímetra. Hringt var í sölurnar og því ekki lagt mat á gæði trjánna. Norðmannsþinur Verslun 100-150 cm 151-200 cm Blómaval 5.990 kr. 6.990 kr. Flugbjörgunarsveitin 5.900 kr. 7.900 kr. Garðheimar 4.850 / 5.850 kr. 7.450 / 8.950 kr. Byko 5.350 kr. 6.550 / 7.850 kr. Jólatréssalan Landakoti 4.990 / 5.990 kr. 7.290 / 8.290 kr. Stafafura Verslun 100-150 cm 151-200 cm Blómaval 3.990 kr. 6.990 kr. Byko 4.200/7.080 kr. 9.480/11.160 kr. Flugbjörgunarsveitin 4.900 kr. 8.900 kr. Garðheimar 3.800/5.300kr. 7.100/9.900 kr. ■ Karlmenn seinni til jólagjafakaupa en konur Þriðjungur ekki byrjaður viku fyrir jól STAFAFURA EÐA NORÐMANNSÞINUR? Ásgerður Einarsdóttir hjá Flugbjörgunarsveit- inni á milli stafafuru til vinstri og Norðmannsþins til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Bestu kaupin mín er íbúðin mín á Ásvalla- götu,“ segir Hildur Sverrisdóttir, lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. „Íbúðin er pínulítil og er staðsett í gömlu verkamannabústöðun- um. Bygging verkamannabústaðanna var á sínum tíma merkilegt framtak og það er gaman að búa á stað með mikla sögu. Húsin eru samtengd í einn hring Ásvallagötu, Hofsvallagötu, Hringbrautar og Bræðraborgar- stígs og í miðju þess er frábær leynigarður sem er gott að hafa fyrir augunum. Ætli mín verstu kaup hafi ekki átt sér stað örlagadaginn 6. október 2008. Ég var stödd í Berlín en í stanslausu SMS- sambandi við fólkið mitt hér heima sem flutti mér fréttir af forsætis- ráðherra að biðja guðsblessunar. Það kom yfir mig eitthvað sem getur kallast kreppupanikk og hræðsla um að á Íslandi myndi jafnvel gjaldeyrir og innflutningur heyra sögunni til og því þyrfti ég nauðsynlega að kaupa mér góða skó. Eftir að ég hafði jafnað mig á hræðslunni, og komist að því að Visa-gengið þennan dag var talsvert verra en ég hafði ímyndað mér, gat ég ekki horft á þessa skó án þess að skammast mín svolítið yfir vitleysisgangin- um og að hafa eytt talsvert meiru en eðlilegt getur talist í hefðbundna kuldaskó.“ NEYTANDINN: HILDUR SVERRISDÓTTIR LÖGFRÆÐINGUR Keypti fokdýra kuldaskó í Berlín HE IÐMÖRK V IÐE Y Handprjónuð dömu húfa úr 100% Merino ull. húfa húfa Kláð afrí ull V ÍK Léttir og liprir Power stretch® hanskar. Handprjónuð herra húfa með vindþéttu eyrnabandi að innan. Einnig fáanleg í svörtu, gráu og hvítu. vettlingar Verð: 5.700 kr. Verð: 5.500 kr. Verð: 5.800 kr.Stærðir: XS-XL > Útgjöldin Herraskyrta úr bómull og gerviefni. 1989 1994 1999 2004 2009 2.792 4.427 3.564 4.906 7.421 Heimild: Hagstofa Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.