Fréttablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 17. desember 2009 3
Jólaandinn svífur ekki beinlínis yfir vötnum hér í landi þar sem atvinnu-lausir eru yfir tíu milljón-
ir. Ekki hjálpar kuldinn til en í
vikunni hefur frost farið í fjórar
gráður að nóttu til hér í borg
tískunnar þar sem manni finnst
sífellt fleiri búa á götunni og
þar sem útigangsfólk frýs í hel.
Kuldinn gleður þó líklega ein-
hverja kaupmenn og hleypir lífi
í sölu á yfirhöfnum þó sumir bíti
sjálfsagt á jaxlinn og bíði eftir
útsölum, svíður sárt að borga
tvisvar sinnum meira fyrir úlp-
una en í byrjun janúar. Til þess
að letja svo borgarbúa enn frek-
ar við jólainnkaupin tóku lestar-
stjórar RER A-hraðlestanna,
sem flytja á degi hverjum eina
milljón íbúa útborga Parísar
inn í borgina, upp á því að fara
í verkfall. Sem sagt fastir liðir
eins og venjulega fyrir jólin hér
í landi.
Fyrir þá sem vilja klæða sig
upp fyrir jólin er ekki víst að
alltaf sé hægt að finna réttu
stærðina því vetrarvörurnar
eru að syngja sitt síðasta í versl-
unum. Þetta á sérstaklega við
um litlar og meðal stærðir, helst
að finna megi stærri stærðirnar
enn. Þá er aðeins eitt til ráða til
að klæða sig upp fyrir hátíð-
arnar því víða er fyrsti hluti
sumartískunnar kominn í sölu.
Aðrir bjóða upp á croisière-
línu sína frá nóvemberlokum.
Þetta er eins konar sumarlína
um hávetur, ætluð þeim sem
fara í sólarferðir yfir veturinn,
í tiltölulega takmörkuðu upplagi
en hentar sömuleiðis vel fyrir
veisluhöld um hátíðir. Oft er
mikið um skæra liti og semelíu-
steinar og perlur til skreytinga.
Því er hægt að vera eins og vel
skreytt jólatré til fara, vantar
bara pakkana undir! Flestir sem
til þekkja eru þó á því að desem-
ber verði dapurlegur mánuður
þetta árið hvað varðar veltu í
tískuiðnaðinum. Helst að ódýr-
ari merkin seljist og alltaf virð-
ist vera margt um manninn hjá
H&M, Zöru og í öðrum búðum
í ódýrari kantinum. Samt segja
heimildir mínar á þeim víg-
stöðvum að þessi merki séu
einnig í bullandi niðursveiflu.
Í stóru magasínunum í París,
eins og Printemps, Galeries
Lafayette og Le Bon Marché er
helst að ilmvötn og bindi seljist
vel sem og ýmiss konar fylgi-
hlutir, belti, hanskar, slæður og
fleira.
Hér tíðkast ekki að halda
bókajól og jólabókaflóðið algjör-
lega óþekkt fyrirbæri. Kampa-
vín er hins vegar á ótrúlega
góðu verði þetta árið þar sem að
neysla hefur minnkað og stór-
markaðir standa nú í miskunn-
arlausu verðstríði. Á dögunum
tókst flutningafyrirtækjum að
semja við bílstjóra og því varð
ekkert úr boðuðum verkföllum
og kemst því gæsalifrarkæfan
og kampavínið í búðir fyrir jól.
Ég sendi lesendum öllum
óskir um gleði og frið á jólum
og heilla á nýju ári.
berg75@free.fr
Sannur jólaandi, verkföll og kuldi
Vistvæn tíska var sýnd á tísku-
pöllum í Kaupmannahöfn hinn
9. desember á sama tíma og
fulltrúar ríkja heimsins funduðu
um loftslagsbreytingar.
Sjálfbær eða svo-
kölluð vistvæn
tíska er hluti af ört
vaxandi hönnun-
arheimspeki og
tískustefnu.
Markmið-
ið með henni
er að innleiða
sjálfbærar
aðferðir við
fatahönnun og
-gerð. Slíkar
aðferðir krefj-
ast endurskoð-
unar á öllu
ferlinu, allt
frá hráefni og
vinnslu á því
til markaðssetn-
ingar. Taka þarf
tillit til margra
þátta á borð
við sanngjarna viðskiptahætti,
dýravernd og þróun textíls.
Samkvæmt samtökunum Earth
Pledge, eru í það minnsta átta þús-
und efni notuð til að breyta hráefni
yfir í textíl og um 25 prósent af
skordýraeitri í heiminum er notað
til að rækta ólífræna bómull. Þetta
veldur að sjálfsögðu skaða, bæði á
fólki og umhverfinu.
Á sama tíma og loftslagsráð-
stefnan stendur yfir í Kaup-
mannahöfn, stóð danska
tískustofnunin fyrir sér-
stakri vistvænni tísku-
sýningu. Tilefnið var
að minna á þá meng-
un sem hlýst af tísku-
iðnaðinum og hvað
sé hægt að gera
til að koma í
veg fyrir hana.
Um 20 nor-
rænir hönn-
uðir tóku þátt
í sýningunni
en meðal ann-
arra í áhorf-
endahópnum var
Mary krónprinsessa
Danmerkur.
Sjálfbær tískusýning
Á tískusýningu í Kaupmannahöfn var lögð áhersla á vistvæn klæði.
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá París
Robert Downey Jr. og Rachel McAdams
voru klædd í samræmi við hlutverk sín
í myndinni Sherlock Holmes á frumsýn-
ingu myndarinnar sem fram fór í Lond-
on í vikunni. Downey leikur einkaspæj-
arann snjalla og mætti til frumsýning-
arinnar í dönnuðum jakkafötum og
vesti með fínasta hatt á höfði. Mótleik-
kona hans, Rachel McAdams var einn-
ig mætt í sínu fínasta pússi, gráum kjól
með einum hlýra sem fór henni afskap-
lega vel og með hárgreiðslu sem vís-
aði til tímabilsins sem kvikmyndin á að
gerast á. - sg
Klassísk og fáguð á
frumsýningu
KVIKMYNDIN SHERLOCK HOLMES
VAR FRUMSÝND Í LONDON Í VIKUNNI.
AÐALLEIKARARNIR MÆTTU OG VÖKTU
ATHYGLI FYRIR FÁGAÐ FATAVAL.
Rachel McAdams var fögur á að
líta. NORDICPHOTOS/AFP
Robert Downey Jr. minnti nokkuð á
Sherlock sjálfan.