Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 45
FIMMTUDAGUR 17. desember 2009 3 Jólaandinn svífur ekki beinlínis yfir vötnum hér í landi þar sem atvinnu-lausir eru yfir tíu milljón- ir. Ekki hjálpar kuldinn til en í vikunni hefur frost farið í fjórar gráður að nóttu til hér í borg tískunnar þar sem manni finnst sífellt fleiri búa á götunni og þar sem útigangsfólk frýs í hel. Kuldinn gleður þó líklega ein- hverja kaupmenn og hleypir lífi í sölu á yfirhöfnum þó sumir bíti sjálfsagt á jaxlinn og bíði eftir útsölum, svíður sárt að borga tvisvar sinnum meira fyrir úlp- una en í byrjun janúar. Til þess að letja svo borgarbúa enn frek- ar við jólainnkaupin tóku lestar- stjórar RER A-hraðlestanna, sem flytja á degi hverjum eina milljón íbúa útborga Parísar inn í borgina, upp á því að fara í verkfall. Sem sagt fastir liðir eins og venjulega fyrir jólin hér í landi. Fyrir þá sem vilja klæða sig upp fyrir jólin er ekki víst að alltaf sé hægt að finna réttu stærðina því vetrarvörurnar eru að syngja sitt síðasta í versl- unum. Þetta á sérstaklega við um litlar og meðal stærðir, helst að finna megi stærri stærðirnar enn. Þá er aðeins eitt til ráða til að klæða sig upp fyrir hátíð- arnar því víða er fyrsti hluti sumartískunnar kominn í sölu. Aðrir bjóða upp á croisière- línu sína frá nóvemberlokum. Þetta er eins konar sumarlína um hávetur, ætluð þeim sem fara í sólarferðir yfir veturinn, í tiltölulega takmörkuðu upplagi en hentar sömuleiðis vel fyrir veisluhöld um hátíðir. Oft er mikið um skæra liti og semelíu- steinar og perlur til skreytinga. Því er hægt að vera eins og vel skreytt jólatré til fara, vantar bara pakkana undir! Flestir sem til þekkja eru þó á því að desem- ber verði dapurlegur mánuður þetta árið hvað varðar veltu í tískuiðnaðinum. Helst að ódýr- ari merkin seljist og alltaf virð- ist vera margt um manninn hjá H&M, Zöru og í öðrum búðum í ódýrari kantinum. Samt segja heimildir mínar á þeim víg- stöðvum að þessi merki séu einnig í bullandi niðursveiflu. Í stóru magasínunum í París, eins og Printemps, Galeries Lafayette og Le Bon Marché er helst að ilmvötn og bindi seljist vel sem og ýmiss konar fylgi- hlutir, belti, hanskar, slæður og fleira. Hér tíðkast ekki að halda bókajól og jólabókaflóðið algjör- lega óþekkt fyrirbæri. Kampa- vín er hins vegar á ótrúlega góðu verði þetta árið þar sem að neysla hefur minnkað og stór- markaðir standa nú í miskunn- arlausu verðstríði. Á dögunum tókst flutningafyrirtækjum að semja við bílstjóra og því varð ekkert úr boðuðum verkföllum og kemst því gæsalifrarkæfan og kampavínið í búðir fyrir jól. Ég sendi lesendum öllum óskir um gleði og frið á jólum og heilla á nýju ári. berg75@free.fr Sannur jólaandi, verkföll og kuldi Vistvæn tíska var sýnd á tísku- pöllum í Kaupmannahöfn hinn 9. desember á sama tíma og fulltrúar ríkja heimsins funduðu um loftslagsbreytingar. Sjálfbær eða svo- kölluð vistvæn tíska er hluti af ört vaxandi hönnun- arheimspeki og tískustefnu. Markmið- ið með henni er að innleiða sjálfbærar aðferðir við fatahönnun og -gerð. Slíkar aðferðir krefj- ast endurskoð- unar á öllu ferlinu, allt frá hráefni og vinnslu á því til markaðssetn- ingar. Taka þarf tillit til margra þátta á borð við sanngjarna viðskiptahætti, dýravernd og þróun textíls. Samkvæmt samtökunum Earth Pledge, eru í það minnsta átta þús- und efni notuð til að breyta hráefni yfir í textíl og um 25 prósent af skordýraeitri í heiminum er notað til að rækta ólífræna bómull. Þetta veldur að sjálfsögðu skaða, bæði á fólki og umhverfinu. Á sama tíma og loftslagsráð- stefnan stendur yfir í Kaup- mannahöfn, stóð danska tískustofnunin fyrir sér- stakri vistvænni tísku- sýningu. Tilefnið var að minna á þá meng- un sem hlýst af tísku- iðnaðinum og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir hana. Um 20 nor- rænir hönn- uðir tóku þátt í sýningunni en meðal ann- arra í áhorf- endahópnum var Mary krónprinsessa Danmerkur. Sjálfbær tískusýning Á tískusýningu í Kaupmannahöfn var lögð áhersla á vistvæn klæði. ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Robert Downey Jr. og Rachel McAdams voru klædd í samræmi við hlutverk sín í myndinni Sherlock Holmes á frumsýn- ingu myndarinnar sem fram fór í Lond- on í vikunni. Downey leikur einkaspæj- arann snjalla og mætti til frumsýning- arinnar í dönnuðum jakkafötum og vesti með fínasta hatt á höfði. Mótleik- kona hans, Rachel McAdams var einn- ig mætt í sínu fínasta pússi, gráum kjól með einum hlýra sem fór henni afskap- lega vel og með hárgreiðslu sem vís- aði til tímabilsins sem kvikmyndin á að gerast á. - sg Klassísk og fáguð á frumsýningu KVIKMYNDIN SHERLOCK HOLMES VAR FRUMSÝND Í LONDON Í VIKUNNI. AÐALLEIKARARNIR MÆTTU OG VÖKTU ATHYGLI FYRIR FÁGAÐ FATAVAL. Rachel McAdams var fögur á að líta. NORDICPHOTOS/AFP Robert Downey Jr. minnti nokkuð á Sherlock sjálfan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.