Vikan - 20.07.1961, Síða 13
„C-ir-l-l-e-n,“ kallaði Jackson og dróst eftir
mýrinni. Ekkert svar.
Jackson benti örmagna í áttina, sem Cullen átti
að fara, en hné síðan stynjandi niður ...
í faðmlögum runnu þeir niður brekkuna. Þarna
lágu þeir á rykugum akrinum. Út úr runnun-
urn kom Muller lögreglustjóri.
Konan opnaði hurðina hræðslulega, og þau
gengu inn. Drengurinn benti á Jackson. „Hann
er særður, mamrna." Konan sá kvaladrættina í
andliti Jacksons. Hún gekik að eldavélinni og
hitaði fullan ketil af vatni.
„Við viljum fá eitthvað að borða, og siðan
förum við,“ sagði negrinn, Þegar hann sá, að sú
ljóshærða gleypti Jackson með augunum. Konan
kom með vatnið og léreítstusku. Síðan sótti hún
kjöt ost og brauð og skellti trédiskum á borð-
ið. Jackson og svertinginn köstuðu sér eins og
hungraðir úlfar yfir matinn. „Er enginn karl-
maður i húsinu?" spurði Jackson og beit i stóran
lcjötbita. Pilturinn hristi höfuðið þungbúinn.
„Maðurinn minn hljóp burt íyrir átta vikum
. . . Hann skildi okkur hérna eftir,“ sagði konan
lágri röddu. Hún forðaðist að líta á negrann.
„Viljið þér eitthvað að drekka?" spurði hún Jack-
son.
Hann horfði fast á þröngar buxur hennar. „Jæja,
áfram þá. Komið með glas handa honum og mér.“
Það leið um það bil hálf klukkustund, þar til
henni tókst, með því að nota þungan hamar og
sterkan meitil til skiptis, að brjóta handjárnin.
konu.“
Hann dró hana til sin.
Hún slökkti á gamla olíulampanum.
Myrkrið, sem umlukti þau, var blitt og gott,
eins og höndin, sem strauk hár hennar.
Á sama tírna og Muller lögreglustjóri sagði við
menn sína: „Sjáið, sporin eru alveg ný. Þeir
geta ekki verið komnir langt,“ — var Jackson að
þvo sér við brunninn hjá húsinu. Ljóshærða kon-
an kom út úr húsinu og þrýsti sér að honum. „Mér
dettur dálítið gott í hug. Þú lætur negrann
halda einan áfrarn."
Hann starði tortryggnislega á hana. „Því í and-
skotanum?“
„Þú ert heimskur. Það er alls staðar verið að
leita að tveimur flóttamönnum, tveimur, heyrirðu
það! En ef maður og kona fara saman í bíl norð-
ur á bóginn, hver grunar þau?“
„Hvernig þá, — maður og kona?“ spurði
hann.
„Ég fer með Þér. Gerðu það. Leyfðu mér að
fara með þér.“
„Hvernig þá, •— í bíl?“
er allt ákveðið, hugsaði Cullen. Allt ákveðið, eftir
duttlungum svona Ijóshærðrar konu að morgni
dags. . . .
Jackson leið illa. Bíllinn dugði ekki og ráðagerð-
irnar voru einskis virði.
Úlnliður Jacksons var dökkur og særður, og negr-
inn varð að hlaupa til, svo að Jackson liði ekki
út af eins og liðið lík. Sú Ijóshærða kom með nýj-
ar umbúðir. Cullen bar Jackson varlega að bedda,
sem stóð þar. Svo settist hann við borðið, upp-
gefinn og úttaugaður. Áður en konan var búin
að þurrka hitasóttarsvitann af enni Jackson, var
hann sofnaður.
Alla nóttina sat hún við rúm hans. Pilturinn
svaf á gömlum legubekk úti í horni. Jaokson
stundi í óráðinu. Konan fann, hvernig einmana-
leikinn óx með henni í næturkyrrðinni. Hún þoldi
þetfa ekki lengur. Hún byrjaði að gráta eins og
barn, sem hefur verið barið. Órólegar hendur
hennar gripu um axlir mannsins og læstu sér í
vöðva hans,- eins og þær ættu ekkert annað at-
hvarf hér á þessari jörð.
Þá opnaði Jakson augun og leit á hana, sá hróp-
ið í augum hennar. Hægt lyfti hann hægri hendi
og þurrkaði tár hennar varlega burt. „Það er langt
siðan,“ hvíslaði hann, „langt síðan ég hef snert
„Jú, aftast í skúrnum á ég gamlan bíl. Hann
fer ekki í gang, en. . .“
Þegar Jackson heyrði þetta, kastaði hann hand-
klæðinu á jörðina og þaut inn í skúrinn. Reyndar,
Þarna stóð slitinn, gamall bíll. Hann hafði það að
koma honum í gang.
Konan hafði hlaupið inn i húsið. Hún setti í
flýti niður i tvær gamlar ferðatöskur. Einmitt
þegar hún kom með töskurnar inn í skúrinn, birt-
ist negrinn í dyrunum.
Cullen hafði vaknað við hávaðann í bílmótorn-
um.
„Ertu að fara, Joker?“ spurði hann. Jackson
leit vandræðalega á hann.
„Heyrðu mig,“ sagði hann dræmt. „Það er
betra, ef við skiljum núna.“
Cullen skildi, hvernig í öllu lá. Sú ljóshærða
gleypti Jackson með húð og hári. Hann sneri
við.
Hún kom út með töskurnar. Pilturinn stóð í
hliðinu og hafði hendur í buxnavösunum. Þetta
„Ég get vísað yður á ágæta leið,“ stamaði kon-
an. „Bak við húsið tekur mýrin við. Ef þér farið
til vinstri, komið þér að járnbrautargarðinum.
Þar fér miðdegislestin fram hjá á hverjum degi
á leið norður.“
Negrinn leit á Jackson. „Allt í lagi, Joker, þá
fer hvor sina leið,“ sagði hann lágt. Svo hljóp
hann bak við húsið.
Konan henti töskunum inn í bílinn. En Jack-
son hugsaði sig enn um. Ef negrinn kæmist þessa
leið, ,þá. . . .
Konan leit fyrirlitlega á hann. „Asni geturðu
verið! Hann kemst aldrei að járnbrautargarðin-
um. Hann hleypur beint í mýrina og kemst aldrei
upp úr henni!“ Hún hló móðursýkislega.
Jackson hljóp eins og hann væri sleginn með
svipu út úr bílnum. Konan kastaði sér í veg fyrir
hann. „Ég elska þig, ég elska þig,“ stundi hún.
„Þú mátt ekki fara núna!“ Hann reif sig lausan og
hrinti henni hranalega burtu, — en um leið lyfti
Framhald á bls. 35.
VIKAN 13