Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 15
hafa einkasundlaug . . . og hesta . . . og eigin
golfvöll. . . . og aeft þjónustuliö til að annast starf-
semina. . . .
Og almennilega bifreið í staðinn fyrir gamla
skrjóðinn okkar, bætti Mikki við af tilfinningu.
— Eg þori að veðja um, að frændi hefur átt
einhvern af allra glæsilegustu gerðunum. Annað
á ekki við á svona stöðum. líann beit sundur setn-
inguna, þegar kirkjuklulÆan hinum megin við
torgið sló tvö. — Er klukkan virkilega orðin svona
margt? Ég lofaði Bellu að koma til hennar rétt
eftir hádegisverð .
— Hvers vegna hringdir þú ekki til hennar og
segir, að þér hafi snúizt hugur? sagði Lísa. .—
Það gerði henni ekki minnstu vitund til svona
einu sinni.
Hann hristi höfuðið. — Nei, ég get ekki látið
það bíða að segja henni þessi fagnaðartiðindi. Og
það fyrsta, sem við gerum á mánudagsmorguninn,
er að auglýsa húsið til sölu og spyrjast fyrir um,
hvað farseðlarnir til Ríó kosta.
— Því skal ég komast eftir í kvöld, sagði Mar-
ín. — Ég þarf að láta leggja hárið á greiðslu-
stofunni i Bensons-magasíni og get þá litið inn í
ferðadeildina um leið og spurt um farmiðaverðið,
ef þú vilt.
— Já, gerðu það, svaraði Mikki ákafur. — Eg
get ekið þér þangað, áður en ég fer til Bellu.
EKKI ÖLL, ÞAR SEM HÍFN SÝNIST.
HURÐIN lokaðist að baki þeim, og allt varð
hljótt inni fyrir.
— Vesalings Terens, mælti Kitty skjálfrödd-
uð. — Mér finnst ég ekki geta trúað þvi, að hann
sé horfinn að fullu og öllu. Eíni bróðirinn minn.. .
Lísa reyndi að hugga móður sína. — Þú mátt
ekki láta þetta fá allt of mikið á þig. Hugsaðu til
þess, að þið höfðuð ekki sézt í nærri tuttugu ár.
Átján, leiðrétti Kitty hana með tárin í aug-
unum. — Og að þetta skyldi einmitt verða að
vilja til núna, þegar hann ætlaði að fara að koma
heim.
— Góða mamma, það hefur hann ætlað sér
árum saman, svaraði Lisa, eins og satt var.
Móðir hennar andvarpaði. — Það gerir þetta
einmitt enn hörmulegra. Við höfum beðið svo
lengi eftir honum, . . . og hann hefði áreiðanlega
hjálpað okkur á ýmsan hátt með að borga húsið
og . . .
— En nú hefur hann gefið okkur nýtt heimili,
svo að við þurfum að minnsta kosti ekki að hafa
áhyggjur af því, anzaði Lísa, og það glaðnaði
þegar í stað yfir Kitty.
— Ég verð að skrifa Flórens frænku rétt í
þetta skipti og segja henni fréttirnar. Nú getur
hún þó ekki sagt, að Terens ætti að sýna ein-
hvern lit á að hjálpa skyldfólki sínu!
Hún tíndi saman böggla sína og gekk upp á loft
til að skrifa frænku sinni, sem að visu þótti nokk-
uð aðfinnslusöm og opinská. Lísa tók að bera
af borðinu og var rugluð í kollinum.
Hún var á leið til eidhúss með fullan bakka,
þegar dyrabjöllunni var hringt.
Hver í ósköpunum getur þetta verið? Varð
henni hugsað. Þegar hún opnaði, stóð hún frammi
fyrir Adda.
Hann bar upp erindi sitt vafningalaust. — Hvar
er Marín, Lísa? Ég verð að tala við hana. Okkur
varð sundurorða í morgun.
— Hún er ekki heima, sem stendur, svaraði Lísa.
— Þú verður að koma inn og biða eftir henni.
Henni féll mætavel við mág sinn tilvonandi og
tók svari hans, hvenær sem var. Hann var traust-
ur maður og áreiðanlegur og innilega ástfanginn,
— en Marín var svo óútreiknanleg. Addi átti sér
aðeins tvö markmið í lífinu: að kvænast Marínu
og lcaupa jörð. Þegar þau trúlofuðust, hafði Marín
verið hrifin af hugsuninni um jörðina, en viidi þó
ekki neita sér um neitt fyrir þær sakir. Hún var
að vísu ekkert dekurbarn, en þó vön að fá sínu
framgengt. 1 fyrsta lagi var hún yngsta systkinið,
og í öðru lagi hafði hún erft gullrautt hár og
himinblá augu frá ömmu sixmi. En þetta tvennt
hafði gert ömmu að eftirsóknarverðustu stúlk-
unni í Connemara fyrir fimmtíu árum.
Misskipt er þessu, sagði Lísa stundum við sjálfa
sig hrygg í huga, þegar hún leit I spegilinn, —
því að augu hennar voru grá aö lit eins og í föð-
ur hennar, og hárið var bara brúnt og liðað frá
náttúrunnar hendi. Munnurinn var of stór og
nefið ósköp hversdagslegt, ekki vitund skrýtið og
skemmtilegt eins og á Marínu.
Hvar sem Marín fór, horfði fólk á eftir henni,
kvenfólk með öfund í svip, en karlar með aðdáun.
Og Marín hafði vanizt á það að telja sig eiga það
skilið.
— Hvað er langt þangað til hún kemur? spurði
Addi óþolinmóður. Lisa sagði sem satt var, að
það hefði hún ekki hugmynd um.
— Hún fór í hárlagningu, og svo ætlaði hún
að athuga, hvað farið kostaði til Brasilíu.
— Brasiliu? spurði Addi forviða. — Hvers vegna
þurfti hún þess?
— Við ætlum að fara þangaö, svaraði T.isn
glaðlega. — Það er að segja mamma og við Mikki.
Ég skal segja þér, að Terens frændi er látlnn og
við höfum erft gistihúsið hans í Nova Friburgo.
Það er tæp klukkustund síðan við fengum vitn-
eskju um það. . . Og áður en hann gæti komið
upp nokkru orði, bætti hún við:
— Svo að af þessu leiðir, að Marín verður að
sjá um sig sjálf , . . . ef þiö farið ekki að gifta
ykkur.
Andrés leit beint í augu henni. Hann var hrein-
skilinn, en vandræðalegur á svip. — Hefur Marín
stungið upp á þessu?
—■ Nei, það gerði Mikki. Rödd hennar var hlý
og hvetjandi. — En er það ekki góð hugmynd?
Allt þetta ólukku-þref ykkar . . .
Það dimmdi yfir svip hans. — Hún var þvi
samþykk, að við skyldum spara til að kaupa
jörð. Það var hennar hugmynd upphaflega ekki
síður en mín. En nú. . . .
— Nú er hún orðin leið á að bíða. Lísa lauk
við setninguna fyrir hann. Hún var ekki gift,
og hún hefur ekki mikla skemmtun af því að
vera trúlofuð. Yfirleitt er hún óánægð með allt.
— En við vorum sammála um að . . .
— Það skiptir ekki máli, mælti Lísa óþoUnmóð-
Framhald á bls. 20.
- Geturðu fyrirgefið mér, ástin mín, mælti hann
upphátt, með greinilegum amerískum hreim, með-
an hann hélt handlegg hennar föstum.
vkcam 15