Vikan - 20.07.1961, Síða 33
Blóm á heimilinu
AXmetm r<ektunArntridi
eftir Paul V. Michelsen.
Birtan er öllum gróðri nauðsyn-
leg, og getur gróðurinn þvi aðeins
aflað sér næringar úr loftinu, að
birtan sé hæfileg.
Jurtir sem blómgast þurfa að
jafnaði meiri birtu, einkum meðan
blómbrum er að myndast. Hitinn er
einnig mjög mikilvert atriði og þarf
að vera í samræmi við birtuna.
Langflest stofublóm þrifast bezt við
18—20 stiga hita á daginn en 12—15
stig á nóttum.
Oft er erfitt að passa stofublóm
i sólargluggum, og er þvi betra að
taka blómin úr gluggunum á meðan
hádegissólin er mest, einnig má
láta pappír eða hlif i gluggann milli
rúðu og blóms. Góð hlíf utan um
pottinn hefir mikið að segja og
minnkar útgufun frá plötnunni um
50%. Nú eru á markaðnum blóma-
ker og pottar úr plasti og eru það
verulega góð ilát, sérstaklega vegna
þess, að þau hitna ekki í gegn og
verður því útgufun plöntunnar að
mun minni, og því minni hætta á
að plantan „brenni".
Eitt, veigamesta atriði við hirð-
ingu blóma er vökvunin. Og vil ég
sérstaklega brýna fyrir fólki að
Langflest stofublóm þrífast bezt við
18—20 stiga hita á daginn, en 12—
15 stig á nóttunni.
vökva vel, gegnumbleyta moldina í
pottinum, en vökva svo ekki aftur
fyr en moldin er farin að þorna vel.
Látið ekki standa vatn á undirskál-
inni, því þá lokast fyrir allt loft
og rætur blómsins geta fúnað, og
koma þá brúnir blettir á blöðin og
oft drepast blómin af ofvökvun.
Gott er að fara með grænar plönt-
ur út í hlýtt sumarregn, eða fram
i baðker og úða yfir þær. Þá er gott
af og til að væta bómidl í mjólk
og strjúka yfir blöðin, og fær þá
plantan fegurri blæ og gljáir fal-
lega.
Blómunum þarf að gefa áburð
vikulega yfir vaxtartímann, og þá
er bezt að velja góðan lífrænan
áburð.
Uppbinding er oft nauðsynleg og
er þá gott að nota bambusstengur
og bast. Þá er og hægt að forma
plönturnar með uppbindingu og
klippingu, og nauðsynlegt er að
taka fljótlega toppinn af þeim plönt-
um, sem verða eiga marggreinóttar.
Þetta er nú í stórum dráttum það,
sem við kemur daglegri hirðingu
stofuplantna, og vona ég að það
komi einhverjum að gagni.
Colosseum.
Framhald af bls. 5.
kemst að orði i skáldsögu sinni
Quo vadis, hefur aðalskemmtunin
sennilega verið í því fólgin að virða.
fyrir sér dauðateygjurnar. Til útaf-
breytni voru sýndir kunnir þættir
úr goðafræðinni. Voru þeir gjarnan
settir á svið sem látbragðsleikur,
til dæmis með þvi að tungan var
rifin úr einhverju fórnarlambinu.
Eitt atriði var í miklum metum með-
al sýningargesta, en það var að
horfa á sterklegan glæpamann
brenndan lifandi sem Herkúles uppi
á Etnu.
Skraut og viðhöfn.
Mestrar lýðhylli nutu án efa síð-
degissýningar skylmingamannanna,
er voru einkum í því fólgnar, að
þaulæfðir garpar drápu hvern ann-
an. Var óspart veðjað um úrslitin,
og kom því sjaldan fyrir, að sigr-
uðum skylmingamanni væri gefið
líf, þótt hann kynni að hafa barizt
hraustlega. Sá, sem tapað hafði veð-
fé sínu, var auðvitað graniur og gaf
því gjarnan merki það, er jafngilti
dauðadómi, en það var að rétta fram
höndina með þumalfingurinn niður.
Leikendur voru látnir vinna eið
að þvi, að þeir væru fúsir til að
„láta brenna sig á eldi, berja sig
með staf og bana sér meS sverði“.
Voru flestir þeirra dæmdir glæpa-
menn, herfangar eða þrælar, en þó
kom jafnvel fyrir, að sjálfboðaliðar
gáfu sig fram lil þessara ógeðslegu
athafna. Gengust þeir fyrir háum
launum og loforði um frelsi, ef þeir
iifðu einvígið af um visst árabil.
Opinberlega var starfið í heild
taiin svívirða, infamia, en eigi að
síður nutu skylmingamennirnir,
gladiatores, almennrar lýðhylli.
Myndhöggvarar hjruggu iíkneski
þeirra í marmara, og skáldin ortu
Ijóð um hreystiverk þeirra, en kon-
ur gengu á eftir þeim ineð grasið í
skónum.
Skraulið og viðhöfnin á þessum
sjónleikum var geysilegt. Á innstu
og neðstu purpurabryddum skikkj-
um, æðstu embættismenn ríkisins í
tingarklæðum og svo prestar í full-
um skrúða. Þarna var og stúka keis-
ara o gfjöiskyldu hans svo og sendi-
manna érlendra konunga. Austur-
lenzkir fustar áttu þar og dýrð-
legar einkastúkur, er þeir komu í
heimsókn. Gosbrunnar þeyttu vatns-
súlum i háaloft, en hljómsveitir léku
undir. Áhorl'endur veifuðu hvítum
dúkum.
Hver sýning hófst á hópgöngu.
Fornrómverskur rithófundur segir
svo: „Menn þeir, er þannig voru
vígðir dauða, sýndu likami sina á
leikvanginum me(ð þvi að ganga
sjálfir í sinni eigin líkfylgd.“ Að
því búnu tóku skylmingamennirnir
sér stöðu fram undan stúku keis-
ara og liétu honum lífi sínu, með
með þessum orðum, að þvi er Svet-
ónius segir: „Heill, Sesar. Þeir, sem
hér eru feigir, heilsa þér!“
Að einvígi loknu voru hinir
föllnu bornir út um „Hlið dauða-
gyðjunnar“ til líkhúsanna, en þar
var prófað með glóandi járni, hvort
ekki leyndist líf með þeim. Þeim, er
helsærðir voru, var sýnd sú misk-
unnsemi að veita þeim banasár. Loks
voru lík þeirr jörðuð 1 fjöldagröf-
um fyrir glæpamenn, skækjur og
þræla.
COLOSSEUM OG AUSCHWITZ.
Frægur rithöfundur hefur haldið
því fram, að sýningarnar á leikvang-
inum í Colosseum hafi verið „hinar
stórkosHegustu, sem heimurinn hef-
ur nokkru sinni liorft á.“ í Róma-
borg báru leikarnir rnjög keim keis-
ara og ríkisstjórnar, og voru þeir
þó síður en svo bundnir við höfuð-
borgina eina. Fundizt hafa um það
bil hundrað rústir hringsviða á
ítaliu og álika margar utan heima-
landsins, i þeim löndum víðs vegar,
sem rómversk menningaráhrif náðu
til, allt frá Skotlandi til jaðra Sa-
liara og frá Sevilla til Jerúsalem.
Ef til vill er það satt, sem Nie-
tzsche sagði, að grimmdin sé elzta
gleðiefni mannkynsins. En engin
önnur þjóð hefur kerfisbundið
grimmdarverkin 1 svo ríkum mæli
sem Rómverjar. Að vísu hef ég
lieyrt hálærðan sagnfræðing nefna
í þessu sambandi hinar þýzku ger-
eyðingarstöðvar fyrir Gyðinga og
vera álílca stórt í sniðum, en að
öðru leyti er flest, sem skilur. Það
getur til dæmis vcrið hægt að halda
þvi frani, að Þjóðverjar hafi verið
hugsjónamenn, er hafi stefnt að
þvi marki að útrýma sérstökum
þjóðflokkum til að gera öðrum líf-
ið léttara. Hvorki voru það háleitar
hugsjónir né fagrar framkvæmdir.
En þær voru þó til, og þeir störfuðu
samkvæmt þeim. Hins vegar lögðu
þeir enga áherzlu á að reisa fagra
gasklefa, né heldur gerðu þeir af-
tökurnar að opinberum sýningum.
Þvert á móti gerðu þeir sér far um
að dylja athæfi sitt fyrir augum
heimsins.
Hin nýja herraþjóð hafði verri
samvizku en hin forna eða neydd-
ist að minnsta kosti til að fara meir
að álili annarra þjóða. Hringsvið
Rómverja voru talandi tákjn um
veldi þeirra. Af öllum meiri háttar
rithöfundum Rómverja var í raun-
inni aðeins einn, er lét í ljós við-
bjóð sinn á skylmingaleikunum. Það
var Seneca í seinni ritum sínum.
í Grikklandi var ekki skylmingasvið
nema i Iíorintuborg, en þar höfðu
rómversk áhrif rutt sér mjög til
rúms. Og í Grikklandi snerust allir
fremstu menn í bókmenntum önd-
verðir gegn þess háttar sýningum,
allt frá Plútark til Lúkaíans.
Þar var menningin á allt öðru
stigi.
Seneca, sem var stilltur maður og
hugsandi, skírskotaði til almennra
mannréttinda. En það hugtak var
næsta framandi, ekki einungis Róm-
verjum, heldur og jafnvel samkvæmt
grískum skoðunum. Það er því ekki
unnt að skýra ástæðuna til skylm-
ingaleikanna eingöngu út frá því
sjónarmiði, að Rómverjar hafi ekki
viðurkennt almenn mannréttindi.
Grikkir héldu einnig þræla, kúg-
uðu aðrar þjóðir og drápu herfanga.
En þeir gengu ekki, gátu ekki eða
vildu ekki ganga eins langt í því efni
og Rómverjar. Ef til vill kann þá
að hafa skort hörku þá, tillitsleysi
og grimmd, er til þess þurfti að
halda uppi hreinni harðstjórn.
Sænskur könnuður segir að það
hafi verið „ae victis“ Rómverja, vei
hinum sigruðu, heimsvaldahugsjón
þeirra, „isköld og blóðug fyrirlitn-
ing fyrir mannslifum,“ sem skóp
þann anda, er skylmingaleikarnir
spruttu af.
Sagnaritarinn Tacitus ræðir með
lítilsvirðingu um „hið ódýra blóð“
hringsviðanna. Rómverjar voru háð-
ir valdi vanans og gátu ekki losað
sig við það. Jafnvel kristnin náði
ekki að brjóta það á bak aftur fyrr
en um miðja fimmtu öld. Þeim
fannst því ekkert athugavert við
það, þótt menn, sem engan rétt
liöfðu í þjóðfélaginu, væru neydd-
ir til að höggva hverjir aðra í búta
herrum sinum til skemmtunar.
F"ræðimaður einn, sem nákunn-
ugur er þjóðháttum hinna fornu
Rómverja, segir svo: „Áhuginn á því,
er fram fór á hringsviðinu, var eitt
hinna furðulegu meina í þjóðfélag-
inu, er menn drukku jafnvel í sig
þegar i móðurlifi.“
Sagnritarar eru nú ekki lengur
eins vissir um það og áður var, að
hér á þessum stað hafi kristnir
menn verið liflátnir í stórhópum.
En það breytir því í engu, að Colo-
sseum er og verður framvegis sá
staður, sem blóð pislarvottanna
hrópar frá. Það breytir því ekki,
að enn lofar páfinn þeim fyrir-
gefningu syndanna í eitt ár og fjöru-
tíu daga, er kyssir hinn helga kross,
sem stendur framan við stúku keis-
aranna, sem nú er ekki lengur til.
Sem ég nú stend einmitt á þessuni
stað, verður mér á að óska þess, að
syndakvittun sú ■—- og helzt svo-
lítið meiri — mætti heldur falla
þeim vesalingum i skaut, er einu
sinni fyrir löngu voru þvingaðir
til að ganga hér fram og skemmta
áhorfendum með því að berast á
banaspjót.
vikan 33