Vikan


Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 4
andi mann. Og Þar viö bættist, að hann haföi aldrei fyrr séö geðþekkari konu, en einmitt Þá, sem nú tók sér sæti beint á móti honum viö skrif- boröið. Lisa Ryan var i hæsta lagi 28 ára gömul, klædd látlausri svartri dragt, sem átti mjög vel viö ljósa háriö henn- ar. Hún var með blá augu, og nú mættust augu þeirra, og hann horfði á hana rólega en dálitið forvitnislega. Hún líktist ekki ekkju, i Þess orös fyllstu merkingu, hún hefði alveg eins getað verið svartklædd, vegna þess að það fór henni mjög vel eða vegna þess að það var tízkuliturinn i París þetta árið. Sylvestre var nauðugur einn kost- ur aö segja nokkur hjartnæm orð, síðan opnaði hann möppuna og létti auðsjáanlega mikið. Gaston forstjóri drukknaði i ánni Rhone í veiðiferð, sagöi hann á eins ópersónulegan hátt og honum var unnt, en hefði miklu frekar viljað segja: En hve Þér eruð falleg, frú og hversvegna í ósköpunum gátuð þér gifzt þessum bjána, sem alltaf leit út eins og hann hugsaði allt í tölum? — Það er rétt, svaraði hún skærri röddu og sú rödd hlaut einnig að geta hlegið glaðlega. — Gaston haföi tekið sér vikufri og hafði farið niður að Baise, þar sem hann geymdi bátinn sinn. — Voruð þér aldrei með? spurði Sylvestre dálítið undrandi. Hún hristi höfuðið: — Gaston vildi helzt vera einn í veiðiferðum, sagði hún rólega. Hvilíkur asni, hugsaði Sylvestre. Hefði ég verið maðurinn hennar, þá hefði ég blásið á þessa heimsku fiska og . . . hann rótaði í ákafa i skjölun- um og spurði ópersónulega: — Urðuð þér ekkert óróleg, þegar þér heyrð- uð ekkert frá manninum yðar? — Nei, honum féli það bezt að koma óvænt heim. Stundum hringdi hann á skrifstof- una, þegar hann var kominn til Lyon. En hann skrifaði aldrei mikið. — L’.gingjarn, hugsaði Sylvestre, ég gat aldrei þolað þennan náunga. Gaston Ryan hafði líftryggt sig mjög hátt: - Eg verð að hugsa urn konuna mma, sagði hann, — hún á enga ættingja og hafði u.n leið litið á Sylvestre og augun lýstu bæði fórnarlund og á- byrgðartilfinningu. En Sylvestre fannst það ekki fara vel við manninn. Eintómt slúður, hafði hann hugsað, — er aftur á móti mál, sem þér áttuð að vita af á sínum tima. Skilmálarnir eru þeir, að finnist hinn látni ekki innan 12 mánaða fellur útborgunin niður, en finnist aftur á móti hinn látni áður en þessir 12 mánuðir eru liðnir, þá greiðum við að sjálfsögðu þessa upphæð. Þessir skilmálar eru ekki sérstaklega gerðir fyrir yðar mann, Þeir eru fyrir alla, sem skipta ■ið þetta líftryggingarfélag. Lisa Ryan leit niður —: Mér finnst það mjög sanngjarnt, svaraði hún. Sylvestre gat með erfiðismunum slit- sig frá að stara á skjólstæðing sinn og hélt áfram: Fólkið i Baise fann bátinn rekandi á hvolfi og siðan hefur lögreglan einskis orðið vör. Þegar þér óskið eftir nánari eftirgrennslan, þá er það regla hjá okkur að leyfa í mesta lagi 6 mánuði til slíks. En ef til vill gætum við á meðan. Hann bandaði lítið eitt með hendinni og spurði snöggt: Kæra frú Ryan, get ég á einhvern hátt aðstoðað yður... ég á við að þér getið sagt mér, hvort þér eruð fjárhagslega stödd þannig um stundarsakir, þangað til . . . — Ég þarf ekki á miklu að halda, sagði hin unga ekkja Gastons Ryans, —. Þar að auki?-------- . . . Ég var tízkuteiknari hjá Carell íyrirtækinu áður en ég gifti mig, og ég hef þegar spurzt fyrir um það hvort þeir vilji fá mig aftur. Ég vil mjög gjarnan vinna eitthvað, og ég hafði ánægju af þessari vinnu . .. hún brosti afsakandi og stóð upp. Syl- vestre stóð upp samtímis og gekk hin- um megin að skriíborðinu. Hún náði honum í axlir og varð að halla höfð- inu lítið eitt aftur til að geta horft framan í hann: Þér eruð kannski að hugsa um íbúðina, bætti hún við, — en ég get auðveldlega leigt nokkur herbergi einhverju námsfólki, þetta er svo nálægt Sorbonne. Sylvestre ætlaði að segja eitthvað, en hætti við það. Hann fylgdi henni út úr húsinu og sá þá að hún hafði engan einka- bíl, en hann kvartaði yfir því að hann yrði að tala við nokkra fleiri aðila þennan morgun, annars hefði hann boðið henni heimkeyrslu. Um leið og hann kom aftur upp á skrifstofuna, sagði hann við einkaritarann: Leitið upplýsinga um fyrirtækið Gaston Ry- an og setjið yður í samband við bank- ann hans. Daginn eftir byrjaði skriðan. Skjólstæðingur Sylvestres var mjög falleg og það var talað um að hún fengi allháa upphæð greidda hjá líftryggingarfélaginu. En líkið af manni hennar hafði bara aldrei fundizt. Skjóistæðingur Sylvestres var mjBg falleg og það var talað um að hún hefði fengið allháa upphæð borgaða hjá líftryggingarféiaginu. En likið af manninum hennar hafði bara aldrei fundizt. Ekkja Gastons Ryans óskar eftir viðtali við yður, tilkynnti einkaritar- inn hinum unga forstjóra líftrygg- ingarfélagsins — má hún koma inn? — Já, látið þér hana koma inn, svaraði Thomas Sylvestre fljótmælt- ur. Hann stóð upp og tók fram möppu úr skápnum, en i henni voru öll skjöl hins nýlátna skjólstæðings, og I sömu svifum birtist Lisa Ryan. Sylvestre hafði aldrei kunnað mjög vel við Gaston Ryan. Hann gat ekki fellt sig við þessa manngerð; þennan harðsoðna kaupsýslumann, sem minnti oft meira á vél heldur en lif- þú gerir þetta bara tll þess ag fólk geti séð hvílikur ágætismaður þú sért. 1 raun og veru stendur þér alveg & sama, einungis ef þér líður vel, svo lengi sem þú lifir. Sylvestre varð að gæta sín, að láta ekki ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. Hann ræskti sig, studdi oln- bogunum á skrifborðið og beygði sig fram. Frú Ryan, sagði hann ákveðið, — hafið þér kynnt yður skilmálana fyrir þessari líftryggingu, sem þér eigið að fá greidda? — Nei, viðurkenndi skjól- stæðingur hans hreinskilnislega, — ég veit ekkert um Þetta, hún brosti afsakandi, — Gaston talaði aldrei um kaupsýslumál, Þegar hann var heima. — Líftrygging handa yður er nú ekki beinlinis neitt kaupsýjslumál, sagði Sylvestre, dálitið hörkulega, — það SAKAMÁLASAGA EFTIR Karen Brasen

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.