Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 25
Anna sleppti ekki, hún hélt álfinum fast, með-
an hún sápaði hann og skolaði.
Anna, litla stúlkan, sem á Alla, litla álfinn,
leit dag nokkurn á litla piltinn og sagði:
— AUi, segðu mér eitt, þværðu þér aldrei?
Alli lá og svaf miðdegislúrinn sinn í öðrum
inniskónum hennar Önnu, en hann vaknaði,
ÞEGAR ALLI
þegar Anna spurði hann og svaraði:
— Þvæ mér, hvað er nú það?
— Veiztu ekki hvað er að þvo sér. Anna varð
alveg undrandi.
— Þú heyrir, að ég veit það ekki, sagði álf-
urinn dálítið ergilegur.
— Þværðu þér aldrei hendurnar ... eða ferð
í bað ... eða burstar í þér tennurnar.
— Nú, það get ég ckki sagt þér, fyrr en ég
veit hvað það er.
— Hamingjan góða, hugsaði Anna með sér.
Hann hefur aldrei á ævinni þvegið sér.
— Já, en hvað gerirðu þá, þegar þú ert mikið
skitugur, spurði hún?
— Ekki neitt, hvað ætti ég að gera, það hverf-
ur af sjálfu sér með tímanum, ef ég verð þá
ekki skítugur aftur, en það er ég nú venjulega.
— Nei, nú er nóg komið. Það er eitt það
bezta sem ég veit, að þvo sér reglulega vel.
— Já, ég veit ekkert um það, sagði Alli, og
þú vilt greinilega ekkert segja mér um það,
hvernig það er gert.
— Jú, svo sannarlega, sagði Anna. Sjáðu nú
til, fyrst fer maður úr öllum fötunum, svo verð-
ur maður sér úti um sápu, helzt sem er góð
lykt af.
— Einmitt, sagði Alli, það á sem sagt að
FOR I BAÐ
borða hana. En hvers vegna á fyrst að fara úr
fötunum?
— Nei, það á ekki að borða sápuna . ..
— Hvers vegna á þá að vera góð lykt af
henni? Það eru bara hlutir, sem á að borða,
sem er góð lykt af.
Anna fór að hlæja, en nú varð álfurinn reið-
ur. Hann stökk upp á borðið fyrir framan
Önnu og byrjaði að slá til handleggjunum. Ef
þú ert að gera gys að mér, þá lem ég þig,
hrópaði hann.
— Þú ert allt of lítill, sagði Anna.
— Já, en ég er mjög sterkur, sagði Alli. Ég
gæti hoppað upp í hárið á þér og togað í það.
— Vertu nú rólegur, sagði Anna. Þú ert lítill
grís, sem þarf að þvo, sjáðu nú til.
— Eg er álfur, en ekki neinn grís, sagði Alli.
En ef það er svo gott að láta þvo sér, þá vil
ég gjarnan reyna það, og flýttu þér nú.
Svo fór hann úr öllum fötunum og lagði þau
á borðið.
Anna tók fötin og fór með þau. Hún setti þau
ofan í skúffu, þvi hún var þrátt fyrir allt ekki
viss um að Alla mundi finnast gott að láta þvo
sér.
— Mér er kalt, hrópaði hann.
Framhald á bls. 39.
qáTUR
Hér eru fimm g'átur, sem við ætlum
ykkur að leysa, og við vouum að þær
séu ekki of þungar. Þau, sem liafa allar
ráðningar réttar fá verðlaun. Fyrstu verð-
laun eru: Vefstóll eða flugmódel. Mörg
aukaverðlaun.
1. Hvað liggur bæði upp og niður?
2. Það voru níu bræður og hver þeirra átti
systur. Hve mörg börn voru í fjölskyld-
unni.
3. Tvær manneskjur gengu yfir brú. Önnur
var faðir sonar hinnar. Hvernig voru þær
tengdar?
4. Hvenær verða tveir 2 ekki fjórir?
5. Það voru tíu menn á báti. Bátnum hvolfdi
og hárið á níu af mönnunum blotnaði.
Hvers vegna blotnaði ekki hárið á tíunda
manninum?
Leggið lausnirnar i umslag og sendið Vikunni,
pósthólf 149.
Nafn.................................
Heimili .............................
SJÓNHVERFING
Athugið nákvæmlega teikningarnar hér fyrir ofan
og getið þið, án jjess að nota önnur tæki en augun, séð
hvor ferkantanna er stærri, sá hvíti eða sá svarti, eða
eru þeir jafnstórir?
Lausn er hér á bls.
GALDRAKÚNSTIR
Galdrakerlingin liér er með pott yfir eldinum. Hiin
er að töfra hjálparmann sinn upp úr gufunni. Langar
ykkur ekki að vita hvernig hann litur út. Það verður
ekki svo erfitt, þið dragið aðeins Iinu á milli punktanna
í réttri röð og þá stendur hjálparmaðurinn ljóslifandi
fyrir ykkur. •t.uæjs aa ijjbas ys : usiur]
Aldur..........................
Merkið umslögin með „Gátur“.
KALLI KOKKUR.
Steikt epli.
Nonni, farðu niður I kjallara og
sæktu brjú epli. Magga, bú getur náð
í smjörlíki, sykur og kanil. Það er
allt sem við Þurfum.
Kalli tekur fyrst kjarnana úr epl-
unum, síðan afhýðir hann þau. Pétur,
þú skerð eplin í sneiðar, mátulega
þykkar, en gættu að fingrunum á
þér.
Á meðan hefur Magga brætt smjör-
líkið á pönnu við vægan hita. Þá
leggjum við eplasneiðarnar á pönn-
una og léttsteikjum þær báðum meg-
in.
I Síðan legg ég þær á fat, og Nonni
stráir sykri og kanil yfir. Ef vill má
setja sultu í holurnar i miðjunni.
Anna, þú mátt fá fyrstu sneiðina.
vikan 25