Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 30
í önn dagsins er það mikilvægt atriði að við
sjáum hlutina rétt. Því á einu andartaki
margfaldast hraðinn og verðinæti augna-
bliksins eykst að sama skapi. Með þessari
þróun nærist og dafnar skrumið, og múgsefj-
unin nær æ fastari tökum á mannkyninu. —
En ef við nemum staðar þó ekki sé nema
andartak sjáum við í hendi okkar að þessi
auglýsing getur aðeins verið í VIKUNNI.
Oft vekur það athygli okkar sem er á
einhvern hátt frábrugðið því, sem við
eigum að venjast — og vafalaust er sú
tilhneiging okkar, að líkjast öðrum — leit
að næði og hvíld frá raunveruleikanum.
En — það er ekki nóg að sjá eitthvað í
hendi sér. Ef maður sefjast af vananum
á næsta andartaki og lætur það sem mað-
ur sér Iönd og leið og jafnvel efast um
glöggskyggni sína, þá er til einskis séð.
Það sem mestu varðar, er að taka tafar-
laust ákvörðun, og framkvæina hana —
og auglýsa I VIKUNNI
VIKAHI
I
hljdmlist
Þið kannist eflaust flest við hann
Elfar Berg, sem var hljómsveitar-
stjóri Pludo og Ludo sextettanna.
Hann stjórnar nú nýjum sextett, sem
heitir Tonik-Sextett. Þeir félagar
hafa leikið mest á Keflavíkurflugvelli
í sumar, en leika væntanlega núna í
— Ég var nítján ára. Þá var ég
með Pludo-Sextettinn, sem svo seinna
varð Ludo-Sextett.
—■ Hvar spiluðuð þið helzt?
— 1 Vetrargarðinum með Pludo og
í Storkklúbbnum með Ludo. Svo fór-
um við vestur á firði, þegar Pludo-
Sextettinn var við lýði.
— Við höfum undanfarið verið að
forvitnast um það, hvort ekki væri
Tonik Sextett.
Þórscafé. Þetta eru allt ungir menn
og er meðalaldur ekki nema 22 ár.
Yngstur þeirra er Björn Björnsson
trommuleikari, 17 ára, en elztur Colin
Porter 26 ára. Líklegast eru flestar
hljómsveitir nú orðið samansettar af
ungum mönnum.
Þar sem Elfar Berg er hljómsveit-
arstjóri, snúum við okkur til hans.
—■ Þið hafið ekki leikið hér í bæn-
um í sumar?
— Nei, við höfum leikið þrjú kvöld
í viku á Keflavíkurflugvelli, en það
er meiningin að fá vinnu hér í vetur,
þar sem það er miklu þægilegra.
—• Hvers vegna heitir hljómsveitin
Tonik-Sextettinn ?
— Það var til þess að hafa eitt-
hvað sem minnti á hljómlist í nafn-
inu. Annars er erfitt að finna góð
nöfn á hljómsveitir.
•— Segðu mér eitt Elfar. Þið eruð
allir frekar ungir í hljómsveitinni.
Hvað varstu gamall, þegar þú tókst
við hljómsveitarstjórn?
Elfar Berg.
farið að minnka rokkáhuginn hjá
unglingum. Eihnig, hvort hljóðfæra-
leikarar almennt væru með eða móti
rokkinu. Hver er ykkar afstaða?
— Við viljum nú helzt vera lausir
Andrés Ingólfsson.
við rokkið, en það er sjálfsagt að
leika það með öðru. Ég held líka, að
unglingarnir séu að missa áhugann
á því, enda er svo margt af annarri
hljómlist, sem þeim þykir skemmti-
legt að heyra.
— Er nokkur jassáhugi hjá þeim
sem eru að skemmta sér á veitinga-
stöðunum?
— Það er frekar lítið. T. d. höfum
við verið á öllum veitingastöðum og
klúbbum á Keflavikurflugvelli og þar
var það þannig, að á einum stað lék-
um við mest rokk, á öðrum sigild
lög og þeim þriðja mest jass. Hérna
í bænum er þessu nokkurn veginn
blandað öllu saman.
30 VIKAN.