Vikan


Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 17
Dauða- dalurinn og kastalinn hans Scotty Síðari Einhversstaðar í auðninni fann Scotty gnægðir gulls og eftir það skorti hann ekki fé, þótt eyðslan væri tæpast í hófi. til Gerardso g aðrar prósentur til ríkisins. Þess vegna leyndi hann fundi sínum." ViS áttum heima á Langasandi í Kaliforníu, fjölskylda mín og ég. Það var mikið ferðast uin nálæga sögustaði og borgir, Mt. Palo- mar, þar sein er stærsti stjörnukíkir i heimi, Mt. Wilson, Tijuana í Mexíkó, Disneyland, Marineland, Knotts Berry Farms og marga fleiri staði. Dauðadalsferðin er samt ein eftirminnilegasta ferð okkar og verður ógleymanleg. Við lögðum af stað áleiðis til Dauðadals laugardaginn 28. marz 1959, dáginn fyrir páska. Ekið var hratt norður eftir og komið að kvöldi á Panamint-gistihúsið, sem er í Panamint-dal, næsta dal við Dauðadal. Þarna gistum við um nóttina. Þessi vinalegi mat- og gististaður, sem er svo langt frá allri mannabyggð, er ekki stór um sig, en allt var þar mjög hreint og fágað og fólki sérlega alúðlegt eins og Bandaríkjamönnum er títt. Allt ferðafólkið, sem þarna var saman komið, borðaði við eitt langborð, og minnti það óneitanlega á ísland. Furðaði það okkur, hvernig lieima- menn gátu búið þarna í einverunni allt árið um kring, þegar á það er litið að öll umferð um dalinn er bönnuð allmikinn tíma árs vegna ofsahita er þar geysar, frá 15. maí til 15. okt. Húsfrúin sagði okkur, að við mundum fæst trúa því, en lnin kæmi frá öllum skarkalanum í Nevv York-borg, en kynni samt prýðilega við hina einstöku kyrrð þarna í Panamintdal. Umhverf- is húsin eru nokkuð há tré til hlífðar fyrir sólinni, og stór úti- sundlaug, upphituð af sólinni. Við vöknuðum snemma næsta morgun, páskadagsmorgun. Eld- rauð sólin teygði sig yfir fjallshrygginn, sem aðskilur Panamint- dal og Dauðadal. Dalurinn var baðaður i morgunsólinni, og kyrrð- in var fullkomin. Við lögðum af stað frá „mótelinu“ i Panamit-dal áleiðis í Dauða- dal og til kastalans hans Scottys. Við staðnæmdumst á einni varðstöð, „Ranger Station,“ og fylltum bílinn af benzíni og leit- uðum nánari upplýsinga, áður en lagt væri af stað í sjálfan dal- inn. „Ranger Stations" eru hafðar á vissum stöðum í dalnum ásamt viðgerðarbilum, sem eru ferðamönnum til ómetanlegs ör- yggis. Drykkjarvatnstunnum er einnig komið fyrir í Panamint-dal og Dauðadal með um 5 mílna millibili. Mönnum er ráðiið að sitja um kyrrt í bílum sínum, ef einhver bilun verður, en reyna ekki að ganga og ná í hjálp, því að oftar en einu sinni, hefur komið fyrir, að menn hafa lagt af stað, en aldrei komizt alla leið og dáið í auðninni vegna hinna miklu hita. Mesti liiti, sem mælzt hefur í Dauðadal, er 134 stig á Fahren- heit, og með vissu má segja, að sumarhitinn er að staðaldri hærri en nokkurs annars staðar i heiminum. Þó er mesti hiti, sem mælzt hefur, i Aziza í Libýu, i N.-Afriku, 136 stig á Fahrenheit. Meðal- hiti í Azíza er samt sem áður 10% minni en i Dauðadal. Skilti voru meðfram veginum, þar sem auglýst var páskamessa í Sanddúni. (Sanddune), en þar eru sandhólar á geysistóru svæði, og er sandurinn mjög smágerður og hvítkremaður að lit. Við beygðuin út af aðalveginum niður í Sanddúnshólana. Þar var stórum krossi komið fyrir í einum liólnum, og blasti hann við, er ekið var upp á aðalveginum. Fólk sat á við og dreif um sandt- inn og hlýddi á hinn fagra páskaboðskap. Til gamans má geta þess, að þessir sandhólar hafa verið og eru notaðir við gerð hinna frægu eyðimerkurkvikmynda frá Hollywood. hluti eftir Þó að jurtalíf Dauðadals megi virðast mjög snautt, eru þar yfir sex hundruð tegundir jurta. Það er aðeins einn staður i daln- um, sem ekkert vex né lifir á. Það er Devils Golf Course, — Golfvöllur djöfulsins, sem er úr upphleyptum saltkristalli. Nú eru þeir færri, sem leggja það á sig að ráfa um þessa sólbökuðu auðn í leit að gulli. Þar voru margir kallaðir en fáir útvaldir og bein hinna óheppnu varða veginn. Gísla Holgerson Það er undraverð gnótt villtra dýra, sem fyrirfinnst þarna, þó að maður reyndar sjái mjög fátt þessara dýra, þvi að flest eru á ferli á nóttunni, þegar hitinn er ekki til þess að angra þau og í öðru lagi eru þau mjög gætin og forðast allar manna- ferðir. Dýr þessi laga sig svo eftir umhverfinu til að geta lifað, að þau afla til dæmis úr fæðu sinni alls þess raka, er þau þarfnast. Málmar eru margir í Dauðadal, svo sem gull, silfur, eir og flleiri. Þegar hvítir menn komu fyrst í Dauðadal voru þar fyrir Indíánar, Panamint-Indíánar, sem eru Framhald á bls. 36. vikak 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.