Vikan


Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 18
Spcnnandi 09 skemmtileg ástnr so0s eftir Pstriks Fenwicb 4. hluti. F O R S A G A : Hjá Tremein fjölskyldunni i Lundúnum veröur mikiö uppnám út af bréfi frá Jóni nokkrum Con- voy, sem á heima í Brasilíu. En í því er skýrt frá láti Terens frœnda, sem var bróöir frúarinnar, Kitty Tremein. Hefir hann arfleitt hana og börn hennar, Mikka, Lísu og Marínu, aö gistihúsinu „Monte Paraiso“ í Noiia Friburgo, ein- liversstaöar í fjöllunum utan viö Ríó de Janeiró. Ákveöa þau aö flytja til Brasilíu og taka aö sér rekstur hótelsins. Marín, sem er skaprik stúlka, bregöur lieiti viö unnusta sinn Andrés Connor, og Mikki trúlofast Bellu, eigingjörnu dekurbarni, sem á aö koma á eftir þeim aö nokkrum mánuöum liön- •um. Þau selja húsiö, til þess að fáupp í feröakostnaöinn, og viö komuna til Ríó lendir Kitty í þrætu viö tollvörö, er staöhœfir aö þau séu meö eintóm ný föt og því toll- há mjög. XJngur ameríkumaöur kemur þeim til lijálpar, faömar Lísu og segir tollþjóninum aö hún sé meö brúöarfatnaö sinn. Þau sleppa gegnum tollinn, en er þau koma út, hverfur hann í fjöldann. Þau fara til viöhafnarhótelsins Copacabana, en Lísa getur ekki gleymt þeim ameriska. Daginn eft- ir sér hún hann af hendingu viö sundlaug. Er hann þá aö segja frá atvikinu og kveöst iöra þess aö hafa váliö ranga stúlku, og ekki faömaö þá sem fallegri var. Um leiö kemur hann auga á Lísu, sem lileypur þaöan, hrygg og reiö. . . . Daginn eftir fara þau meö poitú- gölskum bílstjóra, Pétri, til Nova Friburgo, og síöla kvölds korna þau upp til Monte Paraiso, er kem- ur þeim fyrir sjónir sem gömul og vanhirt bygging. Gamall svertingi kemur til dyra. VONBRIGÐI. Það varð nokkurra mínútna skelf- ingarþögn. — En það er þó ómögulegt. Þetta getur ekki verið Monté Paraiso . . . var sagt háum rómi, og Lísa varð þess vísari að það var hún sem hafði hugsað upphátt. Kitty starði á þessa vanhirtu bygg- ingu eins og hún hefði séð draug. Og það var ógn og efi í svip Marínar. — Nei, auðvitað er það alveg frá- leitt, sagði Mikki hvasst og benti svertingjanum að koma nær. Nálgað- ist hann nú hikandi, á hæla Péturs. — Hvað heitir þessi staður? spurði Mikki. Þegar svertinginn sýndist ekk- ert skilja, endurtók hann spurning- una hægt og greinilega. — Nafnið — nome? Heita hvað? Gamli maðurinn svaraði með því að lyfta upp ósandi paraffínlampa, sem hann hélt á, og við daufa skím- una frá honum stöfuðu þau sig fram úr nokkrum orðum á veðruðu nafn- spjaldi, sem v,ar neglt á trjábol: Monte Paraiso. Og fyrir neðan Það stóð: Terens Murphy, Proprietario. — E-en ég skil ekki, stamaði Marín. — Hvað á þetta að Þýða? Aldrei þessu vant varð henni litið til móður sinnar, og aldrei þessu vant hafði Kitty svarið á reiðum hönd- um: — Það þýðir, að Terens hafði ætíð háfleygar hugmyndir um öll þau stórvirki sem hann ætlaði að framkvæma! Ég hefði átt að vera kunnugri en svo, að reiða mig á það sem hann sagði okkur, fyrr en ég hefði séð það með eigin augum. Þett.a skrauthýsi, sem átti að vera fínasta hótelið í allri Suður-Ameríku !Hún stóð eins og steinrunnin við hliðina á Mikka og starði á þessa stóru og úr sér gengnu byggingu. — Jæja, við fáum þó að minnsta kosti þak' yfir höfuðið, þó ekki sé annað, mælti hún armæðulega. — Við skulum reyna að koma okkur í húsa- skjól. Lísa barðist við að reyna að botna í þessu. Ekki var nú þetta svo sem fínt gistihús. E'kkert þjónustulið — og líklega engir peningar. Skyldi móðir hennar hafa gert sér grein fyrir því, — eða Mikki. Hann var nú að reyna að afla sér nánari upp- lýsinga hjá gamla svertingjanum. Hann kvaðst heita Armando. Hann sneri gamla og hrukkótta andlitinu frá einum til annars, meðan hann svaraði spurningunum. —■ Sim senhor — það komu gestir endrum og eins. Hafa komið hingað einir tveir eða þrír útlendingar, og þá var senhor Terens feikilega á- nægður. „Við stórgræðum á þessu, Armando," sagði hann og klappaði á bakið á mér. En útlendingarnir fóru fljótlega aftur, og sáust aldrei síðan. Ekki þeir sömu. — Það eru víst engir hér núna, spurði Mikki efablandinn. ' Gamli maðurinn sýndist verða dá- lítið hissa. •— Jú, ég er hérna — og svo Rósa dóttir mín og litli dreng- urinn hennar. Við höfúm gætt eign- arinnar síðan senhor Jón fór. —■ Senhor Jón? Nú, þér eigið við Conway? Öldungurinn kinkaði kolli. — Hann sagði að þið kæmuð. Og hann bað Rósu að búa allt undir komu ykkar. Armando sneri sér við og ætlaði að ganga á undan þeim inn i húsið, þegar Pétur hófst upp úr hljóði og mótmælti hástöfum: — Senhor! Senhor! Hvað hyggist þér fyrir með mig? Hafið þér gleymt Pétri, eða hvað! —■ Það er bezt að ég borgi honum, sagði Mikki. ■— Það er ekkert vit að halda honum hér. Hann taldi seðlabunka upp úr vasa sínum og fékk bílstjóranum þá, en hann neitaði ákveðið, og kvað þetta ekki vera nóg. — Þetta er Það sem við sömdum um, svaraði Mikki og var fastmælt- ur. — Taktu við því og farðu svo. En Pétri varð ekki visað brott með svo hægu móti. Hann fórnaði hönd- um til himins og ákallaði allar góðar vættir til vitnis um að hann, Pétur, Þetta góðhjartaða gæðablóð, hefði ekið þessari vanþakklátu ensku fjöl- skyldu hingað langt út í eyðimörk. Vitanlega sér til stórra óþæginda og með þeirri yfirvofandi áhættu, að eyðileggja indælis bifreið, og nú var hann orðinn of seinn til að komast á nýjárshátíðina, og . . . Hugsunin um allar þær hörmung- ar, sem yfir hann höfðu dunið, fengu svo á hann, að hann fékk naumast tára bundist, en Lísa flýtti sér að segja: 1 B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.