Vikan


Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 33
Undri verndarvæng Gestapo. Framhald af bls. 26. hafði dökka bauga undir augum. Og fyrsta sinni í allan þann tíma, er við höfðum þekkt hann, var hann nú órakaður. Við höfðum skýrslu okkar svo stutta sem við gátum til þess að tefja ekki tíma hans, sem við viss- um, að var dýrmætur. Sögðum við honum, að vegir væru nær ófarandi og ferðir frá og til borgarinnar gætu tekið marga daga. Væri því hent- ugra, ef við gætum dvalizt að stað- aldri nálægt landamærunum. Wallenberg féllst á tillöguna, en varaði okkur við þvi að stofna okk- ur í óþarfa hættu. Loks mælti hann: — Haldið starf- seminni áfram — fyrir alla muni. Næst þegar við hittumst, verða að- stæður kannski ekki jafnerfiðar og nú. Þetta voru síðustu orðin, sem við heyrðum hann mæla, ★ ARFUR FRÁ BRASILÍU. Framhald af bls. 19. ekki ýkt. Tótóníó fylgdi mér þangað fyrir stundu síðan. Eiginlega var Það til þess, sem ég kom aftur heim, að spyrja ykkur Marínu, hvort þið vilduð ekki taka ykkur morgunbað. — Þetta lætur yndislega í eyrum, svaraði Lisa. — Ég ætla að sækja bað- fötin mín og kalla á Marínu. En þegar hún kom inn til Marinar, svaf hún ennþá svo vært, að Lisa hafði ekki brjóst á að vekja hana. Hún hélt þvi áfram inn i sitt eigið herbergi og tók að róta i tösku sinni, til að finna baðföt Þau er hún hafði Lubitil Sputnik vélin 770.00 Kr. Búðarverð Heildsölubirgðir Eiriktir Kctilsson Garðarstræti 2. klæðst þegar þau voru i Híó. Og gcgn vilja sínum minntist hún nú atburð- arins við sundlaugina hjá Copacabana hótelinu, svo greinilega, að henni fannst hún heyra rödd hins unga ameríkumanns og hláturinn, sem gall við á eftir. — En sú frekja, tautaði hún og þótt heill sólarhringur væri frá lið- inn, hljóp blóðið enn fram í kinnar hennar, er hún minntist hinna dökku augna er starað höfðu inn i hennar, eitt skammvinnt augnablik í fátinu Þegar hann vissi að hún hafði heyrt það sem hann sagði. En sá kjánaskapur af henni, að vera annars að hugsa um þetta. Þau sem vissu hvorugt hvað hitt hét. Og hún myndi áreiðanlega aldrei finna hann aftur — sem betur fórl Að minnsta kosti taldi hún sér trú um það. Þó var það svo, að þegar hún fylgdist með Mikka í sólskininu yfir grænar engjar og eftir þröngum götu- slóða er lá gegnum skóginn, þá vildi þessi ógeðfellda endurminning ekki sleppa tökum af henni. —- Við gætum vel útbúið tennisvöll hérna(á enginu, mælti Mikki og hún tók þessu umræðuefni fegins hendi. Tennisvöll. Ótrúlega góð skilyrði fyrir golfvöll. Og svo köld og krystalstær lind, er spratt upp i mýrinni og varð að hjalandi læk, sem hoppaði út í svo- litla dæld, áður en hann hvarf í jörðu á ný. — Ég ætla að byggja einskonar lystihús hérna, sagði Mikki. — Það sem Armando kallar caramanchao, með þaki úr þurrkuðum pálmablöð- um. —- Mikið er þetta dásamlega tært vatn, sagði Lísa og horfði niður í litlu lindina. •—■ Maður verður þyrstur af því einu, að horfa á það. — Þetta vatn er betra útlits en á bragðið, ansaði Mikki. — Ég dreypti á þvi í morgun, og mér fannst Það hræðilega vont. En við gætum notað það fyrir gosbrunn i einu lystihús- inu. Lísa rak upp hlátur. — Það er nú hitt og þetta sem Þyrfti að gera, áður en við byrjum á gosbrunnum, sagði hún. — Það er víst, samsinnti hann. Efn það skaðar ekki að gera áætlanir. Komdu nú með mér og sjáðu sund- laugina. Þau klöngruðust upp eitt barðið enn og þau komu upp á hæðarkoll- inn, heyrði Lísa fossnið mikinn. And- artaki síðar gleymdi hún öllu öðru fyrir sýn þeirri er mætti henni. Fram af fjallsbrúninni gegnt þeim, sem var að minnsta kosti hundrað metra há, féll flaumur af freyðandi, glitrandi vatni, niður í djúpa klettaþró, og hélt siðan leiðar sinnar út í litla á, er rann í bugðum niður ásana. — Ó, hvað þetta er undursamlegt! hrópaði hún. — Nú skal ég fyrirgefa Terens frænda hvað sem er, fyrst þetta er hér. Mike kinkaði kolli. — Ég bjóst við að þér geðjaðist að þvi! Og það segi ég Lísa, að þótt Monte Paraiso sé kannski ekki alveg eins og við höfðum gert okkur vonir um, þá eru hér meiri möguleikar en okkur grunar. Ef við tjöldum öllu sem til er, ættum við að geta tekið á móti fyrstu gestunum eftir svo sem mánaðartima. YONBRIGÐI. OG VIÐ ÞEIM SNÚIST. Aldrei á sinni lifsfæddri ævi hafði hún verið jafn örmagna fyrr, hugsaði Lísa um leið og hún strauk hárið frá heitu enni sér. Nú voru þau búin að vera í Monte Paraiso meir en mánuð. Og sá mán- uður hafði verið með hreinum ólík- indum. Hún hafði lagt meira að sér en nokkru sinni fyrr. En er hún b't- aðist nú um í stóru stofunni, var hún líka upp með sér af ávöxtum ið.iu sinnar. Staðurinn leit beinlínis ailt öðruvísi út, en þegar þau komu þang- að. 1 fyrsta lagi var allt hreint, — tand- urhreint hvar sem litið var. Gömlu stólarnir höfðu verið fóðraðir með á- klæði i Ijósum litum. Veggirnir voru þvegnir, kalkaðir og málaðir að nýju, gólfin skafin og lökkuð. Gamla sauma- vélin hennar Rósu hafði haft nóg að gera, og Marín hafði saumað ótal gluggatjöld, sem hún var nú einmitt að hengja upp. Mikki hafði gert við þrepin að dyrapallinum og málað portið og bak- hlið hússins. Þeim hafði tekizt að telja Tótóníó á það, þótt hann mælti móti því í fyrstu, að hafa kúna kyrra í fjósinu, en teyma hana ekki inni eld- hús. — En hvers vegna má hún kusa ekki fá að köma inn? spurði hann og var móðgaður. — Hún er þó lif- andi vera, ekki síður en við. Og hún gefur okkur góða mjólk. Lísa hafði gert Það sem hún gat til að útlista það fyrir honum, þó fann hún að hann hafði ekki látið sann- færast. Og innst inni fyrir var Rósa sammála syni sínum, enda þótt hún segði ekki stakkt orð. Það sem hafði verið fullgott fyrir senhor Terens, hlaut að vera fullgott fyrir skyldfóll'. hans, hugsaði hún en tók þó létt á öllu. — Lísa, komdu heldur hingað og hjálpaðu mér til að hengja glugga- tjöldin rétt upp, en sitja þarna og glápa út i loftið. Það var Marin, sem kallaði þetta í önugum tón, þar sem hún stóð uppi á riðandi glugga- tröppunni. Að hún var svona önug, kom til af þreytu og þunglyndi, því Marín hafði orðið fyrir mestum vonbrigðum af þeim öllum. Svo lengi sem hún mundi eftir sér, hafði peningaleysið háð henni. Og svo hafði henni allt I einu fundist sem hún ætti allan heiminn. Um nokkurra dásamlegra vikna skeið, virtist allt sem hún hafði óskað sér, vera á næstu grösum. Hún hafði hlakkað til að hitta þess konar fólk sem hana hafði alltaf dreymt um og lifa þvi lífi, sem hún hafði ævinlega þráð. Hún hafði séð sjálfa sig umkringda fjölmennum að- dáendahópi, klædda smekklegum föt- um, er juku á fegurð hennar. Og í stað þess að draumurinn rættist, hafði hún svo orðið að ganga i síðbuxum, skúra gólf og þvo loft og veggi .... En hún hafði aldrei skorast undan sínum hluta vinnunnar, og hún hafði reynt að stilla sig um að kvarta. En í hjarta sér bar hún dulda óvild til Terens frænda og henni var illa við Monte Paraiso. Adda vildi hún helst ekki hugsa um. Þau höfðu rifist þegar þau hitt- ust síðast, og hann hafði sagt ýmis- legt, sem hún gat ekki gleymt í bráð Hún reyndi að telja sér trú um, að það hefði að minnsta kosti verið jafn leiðinlegt að búa með Adda á sveita- býli hans, eins og að vera hér á Monte Paraiso. — Er það gott núna? spurði hún Lísu Og Lísa svaraði eins og satt var. — Mér finnst þær reglulega fallegar. Nýju gluggatjöldin settu virðingar- svip á staðinn, jafnvel viðhafnarblæ. Það var búið að dubba upp tvö her- bergi handa gestunum, sem vildu leita hvíldar og næðis í dásamlegu um- hverfi. Og af því tilefni hafði Mikki farið niður til Nova Friburgo, snemma um morguninn, til að koma auglýsingu I eitt af stórblöðum Brasilíu. Og ég vona sannarlega að einhver svari henni, hugsaði Lísa. Henni varð órótt, er hún hugsaði til þess hve i- skyggilegur efnahagur þeirra var orð- inn. Alla vinnu við endurbæturnar höfðu þau annast sjálf, en efnis- kostnaður hafði orðið hærri en þau höfðu gert sér grein fyrir. Auk þess hafði þeim orðið ljóst, að ef einhver gestur gæfi sig fram til dvalar á hótelinu, yrðu þau að eignast bíl. — Ef við leggjum i að kaupa bil, verður hann að vera notaður, sagði Mikki. — Mér er sama hvernig hann lítur út, bara að ég geti komist á honum úr þessum öræfum, niður til mann- heima annað veifið, sagði Marín af tilfinningu. Lísa var hinsvegar hag- sýnni og bætti við: —■ Hann verður að hafa sterkar fjaðrir og aflmikla vél, ef hann á að komast eftir þessum ægilegu vegum. Þessar áminningar hljómuðu fyrir eyrum Mikka, en hann hélt niður til Friburgo og lofaði að gera sem hann gæti. Hitt fólkið beið þess með eftir- væntingu, að hann kæmi aftur heim. — Ef við bara getum komist héð- an, er nú ekki svo hættulegt að vera á þessum stað, sagði Kitty og skildi ekki hversvegna dætur hennar ráku upp skellihlátur. — Þey! kallaði Marln. — Það heyr- ist í bifreið! Þau höfðu ekki heyrt í bíl siðan Pétur ók burtu fyrir mánuði síðan. Líklega var það þess vegna, sem þcim fannst ganghljóðið svo gróft, hugsaði Lísa. . . . Þær systurnar hlupu yfir dyrapall- inn og niður þrepin, en Kitty kom á eftir þeim með hóflegri hraða. — Ég ætla að drepast af tilhlökk- un yfir að sjá hann, hrópaði Marín. En hún stakk við fótum neðan við þrepin, og starði niður að hliðinu, hissa og vantrúuð. Neðan frá nýmáluðu hliðinu kváðu við háværar sprengingar, en inn úr því rann gamall, rykugur ræfilslegur jeppi, er staðnæmdist framundan þeim með rykk. Framhald í næsta blaði. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.