Vikan


Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 11
SVAVAR og ÖRN GUNNAR REYNIR og RAGNAR í gervi Ninu og Friðriks. Hljómsveitin. ERUÐ ÞIÐ KVENLEG EÐA KARLMANNLEG ® Maður skyldi halda, að þetta væri spurning, sem h:egt væri að svara, án þess að hugsa sig um. l>að er líka hægt, likam- lega séð, en þetta er ekki neinn heilsu- fræðiíínii. I>etta er tilraun til að komast að því, hvort þið eruð kvenleg eða karl- mannleg í ykkur. Vísindin hafa nefnilega kornizt að því, að fæst okkar eru alveg kvenleg eða karlmannleg að öllu leyti. Við höfum einnig skapgerðareinkenni, sem eru sérstæð fyrir hitt kynið, meira eða minna. Hér á eftir fara níu spurningar, scm gefa til kynna hvað átt er við. Svarið þessum spurningum og athugið svo, hvort svcrin eiga við það, sem sérstætt er fyrir ykkar kyn. Lokarðu augunum, þegar þú kyssir? M — hefur augun venjulega hálf- eða alveg opin. K — 87% af öllum konum loka aug- unum. Hvernig leggstu upp í rúm? M —■ lyftir sænginni, teppinu eða hvað sem það nú er, setur annan fót- inn upp í og lætur hinn fylgja á eftir. K — situr á rúmgaflinum, um leið og hún lyftir sænginni og sveiflar báðum fótum upp í í einu. Hvernig vindurðu tusku? M ■— lætur báða lófa snúa niður. K — lætur annan lófann oftast snúa niður. Hvcrnig klæðirðu þig úr peysu? M — taka í kragann að aftan og láta afganginn fylgja á eftir. K —- krossleggja handleggina, taka um peysuna með báðum höndum og snúa henni upp yfir höfuðið. Hvernig borðarðu konfektmola? M — borða hann í heilu lagi. K — bíta dálítið stykki af honum fyrst til að sjá hvað sé innan í honum. Hvernig kveikirðu á eldspýtu? M — strýkur að sér. K —■ strýkur frá sér. Hvernig hneppirðu að þér eða frá þér blússum og öðru þess háttar? M — byrjar á efsta hnappinum. K — byrjar á neðsta. Hvað gerirðu, þegar þú ætlar að líta á neglurnar á þér? M —• kreppa hnefann til hálfs og snúa handarbakinu niður. K — breiðir, fingurna út og lætur lófann snúa niður. Hvernig krossleggurðu hendurnar? M •—- leggja hægri þumalfingurinn yfir vinstri. K -— leggja vinstri þumalfingurinn yfir hægri. SYÖR : Gefið sjálfum ykkur tvö stig í hvert skipti, sem viðbrögð ykkar eru sérstæð fyrir ykkar kyn. Bezt er að hafa ekki minna en tólf stig. Þið skuluð ek(:i taka það nærri ykkur, þó að rnörg viðbrögð ykkar hæfi betur hinu kyninu, velj- ið ykkur bara maka, sem er algjör andstæða. . . VIKAN. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.