Vikan


Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 19

Vikan - 03.08.1961, Blaðsíða 19
Vonin um viðhafnarmáltíð varð að engu, en Tremein f jölskyldan missti ekki móðinn. Hvað gerist nú á Monte Paraiso. — Þetta er rétt hjá honum, Mikki. Við getum ekki visað honum aftur til Ríó svona um miðja nótt, ■— mat- arlausum og allslausum. Hann verð- ur að gista hér í nótt, Þótt hann svo yrði að sofa í bílnum. Þegar Mikki dró við sig svarið, blandaði Armando sér í samræðurnar. — Hér er nóg húsrúm, senhor. Nóg af svefnherbergjum. Komið bara með mér inn og sjáið. Aftur sneri hann við til hússins og nú fylgdust þau með honum upp þrjú hrörleg þrep, yfir dyrasvalir og inn i stóra stofu, sem var fullbúin þungum og gamaldags húsgögnum. — Salurinn, mælti hann til skýr- ingar. Síðan opnaði hann dyr og kall- aði: ■— Rósa — Rósinna — komdu hingað — flýttu þér! Blómleg og brosandi svertingja- stúika kom nú inn i stofuna og tók þegar að ryðja úr sér óstöðvandi orðaflaumi á portúgölsku. En þegar henni varð ljóst, að þau skildu ekki orð af því sem hún sagði, skipti hún yfir í hikandi ensku, sem annað veif- ið var ærið ankannaleg. Hlaut hún að hafa lært málið hjá Terens Murphy, eins og faðir hennar. -— Við erum svo glöð yfir því, að þið skylduð koma. Ég skal sýna ykkur þetta stóra og fagra hótel, ekki? Ég hef gert það hreint og þokkalegt handa ykkur, eins og senhor Jón sagði fyrir. Þið finnið ekkert ryk á gólfum minum, mælti Rósa hreykin, ■— og engar flugur í matnum sem ég bý til. Síðan tók hún parafínlampa og leiddi þau um heilmörg rúmgóð svefn- herbergi. Hún hélt lampanum hátt í hverju herbergi, til þess þau mættu virða nýja heimilið sem bezt fyrir sér. — Þetta er í sjálfu sér töluvert hús, sagði Mikki, og Rósa sem ekkert skildi hvað hann átti við, ieit hikandi til hans, en hélt síðan áfram með þau, sigri hrósandi. Allra hreyknust var hún, er hún sýndi þeim dýrasta hnoss hússins: -— Sjáið þið, baðher- bergi — með vatni! Senhor Terens lét koma þessu upp fyrir tveim — þrem — kannski fyrir fjórum árum síðan, vegna þess að útlendingarnir sem hingað komu, óskuðu eftir að geta tekið sér bað. Þetta var liklega eitt af endurbót- unum, sem hann hafði skrifað þeim um og sagt þeim frá, hugsaði Lísa og minntist hrifningarinnar i bréfi Terens frænda. „Byggingavinnan" er hann hafði notað sem átyllu til að fresta för sinni til Englands einu sinni enn. Sá gamli þrjótur, sagði hún við sjálfa sig. — Já, hér er áð minnsta kosti nóg af rúmum, mælti Kitty. — Það er bezt að við veljum okkur eitt her- bergið hver, meðan þið Pétur berið farangurinn inn, Mikki. Þá sneri hún sér að Rósu og sagði hægt og skýrt: — 1 hvaða herbergi svaf senhor Terens? Rósa benti á opnar dyr, handan við ganginn. — Ó, patrao svaf þarna inni. —- Þá er það mitt herbergi fram- vegis, mælti Kitty ákveðin og lagði stofuna undir sig við birtuna af lampa Rósu. — Lisa, það er bezt að þið Marín takið ykkur sitt herbergið hvoru megin við mig. — Ég hef látið sterínkerti inn í öll herbergin, sagði Rósa óbifanleg. — Þetta er ágætt gistihús, er ekki svo? Stór og góð herbergi og bað með rennandi vatni ... BETRA EN ÁHORFÐIST. Rekkjurnar voru harðar, en hrein- ar, og þau voru svo þreytt að naum- ast höfðu þau lagt höfuðið á kodd- ann fyrr en þau voru fallin i fasta- svefn. Þegar Lísa vaknaði morguninn eftir, starði hún forviða á hið ókunna umhverfi, og mundi ekki í fyrstunni hvar hún var. Svo var sem loka félli frá í heila hennar og hún minntist gærkvöldsins, komunnar til „fjalla- paradísarinnar" hans Terens frænda og kvöldmatarins, sem var hrísgrjón, svartar baunir og steikt egg, er skol- að var niður með hálfsúru vini. Hún mundi lika eftir Pétri, sem óskaði þeim gleðilegs nýárs og lá við að faðma Mikka, þegar stóra klukkan í horninu sló tólf hljómgrönn högg. — En það kvöld!, hugsaði hún. ■—■ Og hvað skyldi nú vera framundan? Hún sneri sér á hina hliðina og deplaði augunum framan í sólskin- ið, er streymdi inn í herbergið. Því næst settist hún upp og greip andann á lofti af undrun. Gegnum opinn gluggann sá hún einmitt þessi dá- samlegu fjöll, sem getið hafði að lita á gulnuðum myndunum frá Terens frænda. Hún flýtti sér i morgunkjól, smeygði á sig þunnum skóm og gekk siðan út að glugganum. Hún starði hugfangin á þessa smaragðgrænu tinda, er teygðu sig hver af öðrum út úr morgunþokunni. Fyrstu geislar sólarinnar gylltu hæstu fururnar og grenitrén, og marglitar greinar hita- beltistrjánna skinu í öllu sínu fjöl- breytta skrúði. Herbergi hennar sneri að garðin- um bak við húsið, og sem hún nú svalg hið ferska fjallaloft og hlust- aði á syngjandi fuglamergðina og suð- ið í skordýrunum, sá hún hvar Pétur kom út i garðinn. Hann gekk að bif- reið sinni, sem lagt hafði verið undir röð af eukaiyptustrjám, er mynduðu eins konar girðingu gagnvart skógar- þykkninu að baki. Honum varð litið upp og kastað' þá glaðlega kveðju á hana, um leið og hann ók burtu, en orð hans köfn- uðu i hávaðanum frá bílnum, þegar hann setti farartækið í gang. Engin manneskja var þarna sýnileg önnur, svo Lísa flýtti sér i fötin og gekk inn í stofuna. Hún leit miklu betur út i dagsbirt- unni, heldur en verið hafði kvöldið áður, við ljósið á parafínlampanum. Húsgögnin voru gömul og notuð, en þau voru vandaðir hlutir. Væru þau dubbuð upp, sem vissulega þurfti að gera, myndu þau verða mjög svo nothæf. En hvað í ósköpunum eigum við að gera með staðinn, hafði hún marg- sinnis spurt sjálfa sig. Ekki getum við haldið hér hús og heimili peninga- laus. Og hvernig er hægt að vinna sér inn peninga á svona stað, — langt utan við ailar mannaferðir! Hún heyrði einhverja hreyfingu að baki sér og leit við. Mikki var að koma inn í herbergið. ■— Jæja, hvað finnst þér? spurði hann. — Ja, hvað eigum við að' gera, Mikki? Ekki getum við snúið aftur heim til Englands. . . . — Nei. Það getum við alls ekki, samsinnti hann. — Hefurðu komið út og skoðað þig um, Lisa? — Hér eru bæði hesthús og vagnskemma. Svo eru tuttugu og fimm ekrur lands, er tilheyra eigninni, sem Terens frændi hafði hugsað sér að gera golívöll á. Og útsýniö! .... Hún var óþolinmóð og greip fram í fyrir honurn. — Ég veit það. Það er óviðjafnanlegt. En ekki getum við lifað af útsýninu. Hvað eigum við að gera? — Búa til boðlegt gistihús úr þessu sem hér er, svaraði hann hiklaust. — Gera allt það sem Terens frændi var ófær eða of latur til að gera, og fá fólk til að koma hingað og dvelja hér. — Það dettur engum í hug að koma hingað! — Ekki er ég svo viss um það. Ég spjallaði við Armando þegar þið vor- uð háttaðar í gærkvöldi, og í morgun fór ég í ferðalag um eignina, undir eins og bjart var orðið. Og það segi ég þér, Lísa, að í þessum stað búa meiri möguleikar en okkur grunar, þetta er sannarlega ekki sem verst. Þegar við höfum ræktað dálitla spildu, getum við verið sjálfum okkur nóg með grænmeti, — og svo getum við haft hænsni, og hér er fullt af appelsínum, banönum og mandarm- um. Inni i húsinu höfum við fimmtán stór svefnherbergi og sex minni. Auð- vitað verður að standsetja þau, enginr. vafi á því, en það getum við geit sjálf. — Hvaðan eigum við að fá pen- inga til þess? —• Við eigum dálítið eftir af pen- ingum enn. Að minnsta kosti nægi- legt til að kaupa málningu fyrir. Og við getum gert það smátt og smátt, — komið fáeinum gestaherbergjum í gott lag og tekið á móti fáeinum gest- um. Haldið síðan áfram — eftir því sem efni standa til. Lísa smitaðist af áhuga hans, þótt hún gætti fullrar skynsemi. — Bara að við gætum það, svaraði hún hik- andi. —• Við verðum blátt áfram að geta það. Við eigum engra annarra kosta völ. Við eigum ekki nóg skotsilfur til að komast aftur til Englands. Og auk þess værum við ekkert annað en fífl, ef við skriðum aftur inn í út- hverfið okkar í Lundúnum og segð- um liverjum sem heyra vildi, að við hefðum verið ginnt sem þursar, og Fjallaparadísin væri ekkert annað en hlöðugarmur að hruni komin. Þetta hafði Terens frænda líkast til einnig fundist, hugsaði Lísa ósjálf- rátt. Nú fannst henni hún fyrst fara að skilja hann. •— Hvers vegna heldurðu að hann hafi farið að kaupa svona stað, Mikki? spurði hún. ■—■ Hann keypti hann ekki, ansaði Mikki. — Hann vann eignina í spil- um. Armando sagði mér það. Hafði heyrt hann segja Conway frá því og var ákaflega hreykinn af. Það er gam- alt herrasetur frá tímum landnem- anna. Og það hlýtur að hafa verið afar fint á sinni gullöld. Þá fékk hann auðvitað hugmyndina um viðhafnar- gistihús. Mikki hélt áfram og var fastmælt- ur: -—- Og ég hefi hugsað mér að halda áfram þar sem hann endaði. Ég skal búa til úr þessu boðlegt hótel. Ekki svo að það standist neinn saman- burð við Copacabana gistihúsið. En stað, þar sem fólk kann vel við sig og vill heimsækja aftur og aftur. . . . Hann beit sundur setninguna er Rósa kom inn til þeirra. — Já, hvað er þetta? MIKLIR MÖGULEIKAR í UNAÐS- LEGU UMHVERFI. Rósa hélt á bakka. Hún var klædd í upplitaðan og ístoppaðan baðmullar- kjól, og brosti þó breiðar en nokkru sinni fyrr. — Bom dia, dona — góðan dag, ungfrú, sagði hún við Lisu. — Viljið þér ekki kaffisopa? —■ Jú, kærar þakkir, svaraði Lisa. Rósa setti bakkann á borð og hvarf síðan aftur út i eldhúsið. Kaffið var bæði heitt og sterkt. Lísa hellti í bolla fyrir sig og Mikka, og litaðist um eftir rjóma, en árang- urslaust. — Ég skal ná í hann, sagði hún svo og gekk fram í eldhúsið. — Get ég fengið svolitinn rjóma, Rósa? Eða mjólk? Svolítinn — hvað heitir það nú aftur — leite. — Leite. Bíðið andartak, ungfrú. Rósa gekk til dyranna og kallaði út: -— Tótóníó — sæktu vaea. Síðan sneri hún sér við og kinkaði kolli til Lísu. — Hann kemur, ungfrú. -— Hver er Tótóníó? spurði Lisa Oa Rósa svaraði: — Það er litli drengurinn minn. Faðir hans dó þegar Tótónió var þriggja ára gamall og senhor Terens leyfði mér að taka hann með mér hingað. Hún þagnaði skyndilega, er þrusk heyrðist við bakdyrnar. Og mikið varð Lisa undrandi, er hún sá þar svartskjöldótta kú, sem lítill og ó- hreinn drenghnokki var að reyna að koma inn í eldhúsið. Þegar hann sá Lísu, ljómaði andlit hans í breiðu brosi, og er hann hafði bundið kúna við hurðarhúninn, tók hann að mjólka hana í pjáturkrús sem Rósa rétti hon- um. — Leite, ungfrú, sagði hann upp með sér, um leið og hann rétti Lisu krúsina. Og svo undrandi sem hún var, er hún bar mjólkina yfir í stofuna. datt henni jafnframt i hug, að við lista sinn yfir ávexti og grænmeti gæti Mikki bætt einni fæðutegund enn, — spenvolgri mjólk úr kú. Hann hló, þegar hún sagði honum frá þessu. — Það er að visu ýmislegt frum- stætt hér, samsinnti hann, en svo birti yfir svip hans. — Eigi að síður hlýtur þú að viðurkenna, að ýmis- legt gott er við þennan stað, þegar allt kemur til alls? Til dásmis sund- laugin . . . — Sundlaugin? Hann kinkaði kolli. — 1 það eina skipti á æfi sinni hefir Terens frændi Framhald á bls. 33. VIKAN 1 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.