Vikan


Vikan - 08.03.1962, Page 2

Vikan - 08.03.1962, Page 2
Nýr kraftmeiri VOLVO 1962 * Ný gerS af vél B18 75 og 90 ha. ■ 12 volta rafkerfi * Asymmetrisk ljós * Öflugri hemlar * Diskahemlar á AMAZON SPORT * Öflugri tengsli * Stærri miðstöð * Nýtt litaúrval Verð: PV 544 Favorit kr. 159.500,00 Amazon 75 hp. — 195.000,00 Amazon 90 hp. — 195.000 00 Innifalið í verðinu er: * Miðstöð * Þvottatæki fyrir framrúðu * Aurhlífar * Öryggisbelti Biðjið um myndalista. Gunnar Asgeirsson h.f. í tilefni af því, að Vikuklúbbur- inn hefur göngu sína í þessu blaði, liöfum við helgað yngri kynslóðinni forsíðuna. Það er partý eins og sjá má og þau eru búin að taka af sér skóna til þess að vera liprari í rokk- inu og tvistinum. Plötuspilarinn er í gangi og auk þess gítar til þess að ítreka tilbeiðslu ástarsöngvanna. Það er ung og efnileg listakona, Selma Jónsdóttir (ekki listfræðing- ur) swn hefur teiknað ])essa mynd. Það er fyrsta myndin sein birtist él'tir hana og vonandi ekki sú síð- asta, því Selma hefur lært auglýs- ingateikningu og ætlar sér að hafa atvinnu af því. Selma er dóttir Jóns G. Nikulás- sonar, Jæknis, og Helgu Ólafsson. Hún sigldi út til Skotlands að loknu gagnfræðaprófi og lagði stund á auglýsingateikningu við Glasgow School of Art í tvö ár. Þar lærði hún teikningu, leturgerð, umbrot og hvaðeina sem snertir gerð aug- lýsinga. Hún kom lieim í sumar og byrjaði strax að teikna. Það gerir hún heima hjá sér á Háteigsvegi 6, en teiknistofuna vantar enn sem komið er. Það er áætlun hennar að koma sér upp teiknistofu og starfa sjálfstætt, enda iniun ekki margt gefa jafn mikið í aðra hönd og aug- lýsingateikningar, fyrir þá sem lcomnir eru á strik. Se'ma segir áhugamál sín vera lestur bóka og tónlist fyrir utan teikninguna, en auk þess skemmtir liún sér; þó ekki í partýum eins og á myndinni, það stig segist hún vera komin yfir. Selma cr 21 árs og trúlofuð Baldri I'’riðrikssyni, sem leggur stund á byggingafræði í Kaupmannahöfn. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.