Vikan


Vikan - 08.03.1962, Page 12

Vikan - 08.03.1962, Page 12
utan af fögnuBi, hrópandi upp um þaS að pabbi og mamma væru orSin rik. En hvaS skeður svo ... ? MaSurinn hressist við þetta happ á skömmum tíma, skellir sér á svipstundu í iSnnám, og núna — eftir um fjögur ár — er hann aS Ijúka því og á bjarta framtið fyrir höndum. Húsið er nú eitt hið glæsilegasta þarna i hverfinu og allt leikur i lyndi, enda maðurinn stakur reglu- maður, og hefur ekki látið sér þetta stíga til höfuðs.“ — Svona sögur er gaman að heyra ... „Já, og aðra man ég ekki verri. Það var ung stúlka hér í bænum, sem var svo veik, að henni var várt hugað líf, og i rauninni þótti nokkuð víst að hún mundi deyja ung, ef hún kæmist ekki til Banda- rikjanna undir handleiðslu sérfræðinga þar og viðeigandi aðgerð. Hér heima var ekki hægt að lækna hana. Vegna fátæktar var ekki hægt að gera sér vonir um að hún kæmist þetta, þvi þetta var mjög dýr aðgerð. Og viti menn ... stúlkan fær hálfa milljón í vinning. Hún er svo drifin út, — og i dag er hún alheilbrigð, ljónfjörug og lifsglöð hér heima.“ — Þetta hefur alveg bjargað lifi hennar? Happdrættislánið leikur við suma mennj^þeir fá vinninga ár eftir ár, en aðrir spila í áratug án þess að fá eyri, en um leið og þeir segja númerinu upp, kemur stærsti vinningurinn á það. ,,Það má vafalaust fullyrða það. Þetta hefði hvorugt verið hægt, ef um smærri vinninga hefði verið að ræða. Það eru stóru vinningarnir —ef þeir lenda á réttum stöðum, sem hafa mesta biessun í för með sér.“ — Svo eru vafalaust lika til dæmi um menn, sem ekki hafa kunnað að fara með peningana ... ? „Auðvitað. Auðvitað eru þau líka til, en sem betur fer eru þau í algjörum minnihluta ... og í rauninni man ég ekki eftir nema einu dæmi, sem ég veit um hjá okkur.“ — Fyliirí? „Já. Annars er bezt að tala sem minnst um það. Við skulum heldur horfa á björtu hliðarnar. Annars urðu peningarnir ekki beinlínis til þess að fella manninn, lield ég. Hann var óreglusamur áður, en að sjálfsögðu jókst það við það að hann fékk svöna mikla fjármuni í hendur." — Ivoma ekki mörg skritin atvik fyrir í sambandi við það, hvað fólk er heppið? „Það er nú líklega. Það er hægt að nefna óteljandi dæmi, eins og t. d. hjónin úti á iandi, sem voru búin að eiga miða nokkuð lengi, en fengu aldrei neitt á hann. Konan vildi hætta að spila, en maður- inn vildi halda áfram. Svo fékk konan að ráða og þau hættu við miðann. í næsta drætti kom stærsti vinningurinn upp á númerið þeirra. Hálf milljón. Salan i plássinu jókst um 75%.“ — Og hvernig tóku þau þessu ... ? „0 — ég veit ekki. Líklega ekki eins fílósófískt og samstarfsmaður eins umboðsmannsins okkar úti á Jandi. Hann sagði við umboðs- manninn: Innsiglaðu miðann minn og sendu hann suður. Ég er hættur. Ég fæ hvort sem er aldrei vinning. Þetta er gert, en daginn eftir komu 50 þús. upp á miðann. Það eru nokkur ár síðan og þetta voru miklir peningar þá. En það vildi til að maðurinn var mikill filósóf. „Vinningur- inn hefði aldrei komið upp á þetta númer, ef ég hefði átt það“, sagði hann. „Vinningurinn kemur ekki i rauninni upp á númer, heldur nafn eigandans, og þess vegna hefði ég ekki fengið neitt, þótt ég hefði átt miðann ófram“. Þetta er algengur hugsunarháttur hjá fólki. Við 12 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.