Vikan


Vikan - 08.03.1962, Page 13

Vikan - 08.03.1962, Page 13
höfum tekið eftir því ofl og mörgum sinnum. „Já, heppnin er skrýtin. Eitt fyrirtæki liér í bænum á eina 30 miða, sem starfsfólkið er skrifað fyrir. Það hefur komið fyrir tvisvar sinnum, núna á skömmum tíma að stærsli vinningurinn hefur lent þar. Sumir eru svo undrandi þegar þeir frétta að þeir hafi hlotið stóran vinning, að þeir trúa því hreint ekki. Ég man t. d. eftir manni, sem fékk stóran vinning. í þetta sinn lét ég mér nægja að hringja til hans og segjá honum frá þessu. Hann var ósköp kurteis í simann og þakkaði fyrir, en eitthvað fannst mér hann vantrúaður. Eftir litla stund hringir hann sjálfur hingað óg spyr eftir mér. Svo spyr hann mig aftur að því hvort þetta sé rétt. Ég fullvissaði hann um það. Nokkru síðar hringir svo konan hans. Hann hafði beðið hana um að hringja. Og enn síðar hringir kunningi hans og spyr hins sama fyrir manninn. Við komumst svo að þvi að vinnufélagár hans höfðu gert honum þann Ijóta grikk einhverntima, að þeir höfðu gabbað hann einmitt Framhald á b s. 31. Hjónin Erna Jónsdóttir og Sigurður Ingason, deildarstjóri í Pósthúsinu hafa verið í hópi hinna heppnu að undan- förnu. Þau unnu Hudson-bí' f Olympíu-happdrætti fyrir nokkrum árurn 03 Volkswagen í bingó núna í vetur. — Myndin að ofan: Einn ljónheppinn Þingeyingur með happ- drættisfeng sinn. — Til vinstri: Hólmfríður Oddsdóttir, sem fékk fu'lgerða íbúð hjá DAS. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.