Vikan


Vikan - 08.03.1962, Page 24

Vikan - 08.03.1962, Page 24
Ungfrú Yndisfríð Hvíii: er övkin hans nóæ? Sjðast þegar dregið var hlaut verð- launin: GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR, Rauðalæk 41, Reykjavík. Nú er það Örkin hans Nóa, sem ungfrú Vndisfríð hefur falið í blaðinu. Ivann- ske í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna liana og ungfrú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætisgerðinni Nói. Nafn Sími Heimilisfang Örkin er á bls. VIÐ KYNNUM NYJAN KLOBB OGNYTT BLAD Leynilögregluþrautin: Hver vor morðinginn? Hurlock lögregluforingi var á skennntife rðalagi í Prakklandi, og kvöld nokkurt sat hann ásamt aðstoð- armanni sinum, Snapham og dr. Wal- nut og franska lögreglumanninum Pathé ásamt eiginkonu hans á skennntistað og var áformað að gera sér glaða kvöldstund. Þau skemmtu sér prýðilega og sérstaklega var frú Palhé sólgin i að reyna öll skemmti- tækin og Snaphain bauðst til þess að fyrra bragði að fara með henni i draugalestina, vegna þess að maður hennar var síður en svo hrifinn af þvi að njóta þeirrar skemmtunar. Dr. Wa'lnut og lögreglumennirnir tveir biðu nú rólegir á meðan hin tvö iiutu skemmtunarinnar í drauga- iestinni, og ]iá kom kraftalega vaxinn maður tii þeirra og heilsaði Pathé kunnuglega. —Það gleður mig sannarlega að hitta yður utan lögreglustöðvarinnar, sagði liann hlægjandi. — Kærið þið ykkur um að koma með mér til skot- tjaldsins? Nú, ekki það? Jæja, kann- ske sjáumst við siðar .... — Hann heitir Cachot, sagði Pathé, — og hann er því miður tiður gestur á lögreglustoðinni. Hanu er sérfræð- ingur í innbrotum og ótrúlegum fjar- vistarsönnunum . . . í þvi komu þau úr draugalestinni, frú Pathé og Snapham og hópurinn gekk til spilatjalds nokkurs, þar sem Framhald á hls. 3(i. 24 VIKAN Hér hefur nýr þáttur göngu sína — og í rauninni er þar um nýtt blað að ræða, því ætlunin er. að hægt sé að kippa því úr Vikunni og hefta inn í sjálfstæða möppu. Þetta blað verður málgagn fyrir Vikuklúbbinn — og hann er algjörlega nýr af nálinni líka. Meðlimir í honura geta allir unglingar orðið, eða táningar, ef þið viljið það heldur. Til nánari skýringar segjum við, að aldurstakmörkin séu 10—20 ár. Vikan hefur fengið þjóðkunnan mann til að standa fyrir þessu blaði og stýra um leið Vikuklúbbnum. Hann heitir Jón Pálsson og allir tán,ingar þekkja hann úr tómstundaþætti útvarpsins. Þar hefur Jón fyrir löngu vakið athygli fyrir frábærlega gott efni og orðið nijög vinsæll hjá unglingum í tómstundaklúbbum um aRt land. ..Þessi klúbbur, sem hér fer af stað, grípur ekki aðeins yfir tómstundaiðkun, heldur sem flest áhugasvið unglinga á aldrinum 10—20 ára. Blaðið verður málgagn klúbbsins og þar geta þeir látið í sér heyra, sem vilja koma einhverju á framfæri. Að því er snertir sérstök áhugamál stúlkna, mun Helga Finnsdóttir sjá um, að eitthvað verði við þeirra hæfi í hverju blaði. Það verða til dæmis alls konar ráð og bendingar í sambandi við klæðnað og tízku, herbergið, fegrun og snyrtingu. Það verður líka kvikmyndaþáttur í blaðinu og músíkþáttur Svavars Gests verður hafður við hlið klúbbblaðsins. Vikan mun gefa meðlimum klúbbsins kost á því að eignast merki klúbbsins, annað hvort sem bindisnælu eða merki í barm. Það verður nánar tilkynnt síðar. Jón Pálsson mun líka gefa bendingar urn heimagerðar möppur fyrir klúbbblaðið og einnig munum við gefa meðlimum kost á því að kaupa möppur við vægu verði. Þið klippið blaðið frá um punktalínuna og brjótið það síðan til helminga. Möppurnar verða hafðar með tilliti til þess. Að síðustu: Vikuklúbburinn verður í hverri einustu Viku og Jón mun taka fyrir allt milli himlins og jarðar, sem unglingar kunna að hafa áhuga á.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.