Vikan - 08.03.1962, Síða 42
VALVER
7
Sími 15692
LAUGAVEG 48
SEIÐUR. Frh.
an hátt, haföi hin fagra, ókunna
kona orðið að tákni kvenlegrar feg-
urðar í augum heirra beggja, og
þó hann neitaði þvi, mundi það
ekki slá ryki í augun á Rut.
Hann vissi ekki hvað hann átti
að gera til að endurheimta það góða
samband, sem alitaf var á milli
þeirra. Friðurinn, sem var einkenn-
andi fyrir heimili hans, var rofinn,
og Rut var skyndilega orðin að ó-
kunnri konu. Nú sá hann háa, stór-
beinótta, miðaldra konu, með slappa
húð, ljós augu og grátt hár. Hann
þoldi ekki að sjá hana á þennan
hátt, og hann gat ekki komið niður
bita af bautanum.
— Ég veit ekki hvað ég á að
segja, Rut, sagði hann óhamingju-
samur. Okkur hefur aldrei orðið
sundurorða.
—- Og það er engin ástæða til
þess núna, sagði hún. Ekkert hefur
breytzt. Ég hef 'alltaf litið svona út.
— Nei, það hefur þú ekki, sagði
hann barnalega. Þú litur — ein-
hvernveginn öðru vísi út. Ég hef
aldrei séð þig svona fyrr.
— Ef til vill sérðu mig núna eins
og ég er, sagði hún rólega.
Vinnustúlkan kom inn og tók
diskana fram. Hún kom inn aftur
með ábætinn.
— Við skulum byrja upp á nýtt,
sagði hann. Hvað olli breytingu
þinni? Er það ókunna konan?
— Það ert þú, sem hefur breytzt,
en ekki ég. Ég hef alltaf verið svona.
— Meinarðu . . . Hann gat ekki
fengið sig til að halda áfram og
segja: hefirðu alltaf liðið fyrir út-
lit þitt?
— Alltaf, sagði hún, eins og hann
hefði sagt þetta.
— Hefirðu ekki verið hamingju-
•öm með mér? spurði hann og
lagði frá sér gaffalinn.
— Jú, með þér, fullkomlega. Ers
ekki með sjálfri mér.
Það olli henni erfiðleilíjum að
halda áfram og hann tók eftir því.
— Einu sinni sagði Stuart við
mig, þegar hann var aðeins fimm
ára gamall: Af hverju ertu ekki sæt
eins og aðrar mömmur?
Hann langaði til að hugga hana.
— Þú veizt hvernig börn eru,
sagði hann.
— Hræðilega hreinskilin, sagði
hún fljótmál.
Hann byrjaði aftur að borða,
hann gat ekki borið á móti neinu.
Eftir nokkra stund hringdi hún á
stúlkuna og bað hana að bera út
ábætisdiskana. Þegar hún var far-
in, öskraði hann næstum:
— Sjáðu til, Rut, ég veit ekki
hvert þú ert að fara. Þú hefur aldrei
áður komið svona fram. Ég hef
heyrt aðra menn tala um, hve erf-
iðar í sambúð konur þcirra séu, og
ég hef alltaf þakkað guði fyrir, að
þú hefur verið öðruvísi. Nú ert þú
afbrýðisöm út í konu, sem ég þekki
ekki og sem ég mun aldrei sjá aftur
og sem ég óska ekki eftir að hitta . .
Ég geri ráð fyrir, að það sé gnægð
laglegra stúlkna á skrifstofunni, en
ég sé þær ekki, — og ég hef alltaf
verið þakklátur fyrir friðinn á heim-
ili mínu . . .
Hún stóð á fætur og brosti dauf-
lega.
— Mig langar til að vera ein í
fimm mínútur, sagði hún.
— En ef þú ert sorgbitin . . . .
sagði hann og rétti henni höndina.
— Bara fimm mínútur, sagði hún,
og svo skulum við drekka kaffið í
setustofunni, er það ekki í lagi?
Það er lagt i arininn, það er ekkert
annað eftir en kveikja.
Hún gekk upp stigann og inn í
herbergið sitt. Hún gekk að glugg-
Blóm á heimilinu:
Rodnfiéttfl
eftir Paul V. Michelsen.
Algengust er hér Columnea
gloriosa, frá Costa Rica, mjög
faileg hengijurt. Stönglar henn-
ar eru þéttsetnir rauðbrúnum,
hörðum, aflöngum, hálfskökkum,
gagnstæðum blöðum. Hinar blað-
miklu hangandi greinar geta
orðið allt að meíri að lengd.
Blómgast á vorin og fram á
sumar. Blómin gljáandi, appels-
inurauð, uin G cm löng og vaxa
úr blaðöxlunum. Blómginið er
gult.
Nokkrar nýjar tegundir af
roðafléttum eru að koma á mark-
að. C. Vega, sem vex upprétt
marggreinótt. C. crassifolia, vex
einnig upprétt, mjög lágvaxin,
yndisleg, og C. Stavanger, hengi-
planta, mjög ríkt blómstrandi.
smáblaða, dásamlega falleg.
Það er ekki hægt að segja að
það sé vandalaust að rækta roða-
fléttur, en þær launa ríkulega,
ef vandað er til þeirra. Þær þola
dálitla sól en ekki úðun á blöð-
in. Vaxa mjög fljótt og vel að
vorinu og efti, aö plantan byrj-
ar að ,,linuppa“ sig er ekki vert
að liafa meira en 12—14 stiga
hita á henni, ekki nijög bjart
og ekki of niikla vökvun, þvi
það á illia við hana að standa
alltaf rök.
Roðafléttu er fjölgað með
græðlingum, sem toppaðir eru
einu sinni eða tvisvar, svo plant-
an greini sig. Líka má láta 3—5
græðlinga í sama pott og mynd-
ast þá þétt og falleg planta.
42 VIKAN