Vikan


Vikan - 03.05.1962, Síða 8

Vikan - 03.05.1962, Síða 8
GoebbeJs hafði þrennt til að bera, sem hann notaði óspart: óvenju fagra og blæbrisðaríka rödd, fallegar hendur og áhrifamikil augu. Árið 1902 gerðist atburður á heimili einu í smáborginni Rheydt í Rinarlöndum, sem síðar átti eftir að hafa heimssöguleg áhrif, þótt hann vekti þá aðeins athygli — og þó fyrst og fremst harm og kvíða — innan fjölskyldunnar. Yngsti sonur hjónanna, sem bá var á fimmta ári, hafði tekið sér sæti á legubekk i dagstofunni. AJlt í einu setti að lionum ákafan grát; og þegar hann lét ekki huggast með neinum ráðum, en gat þó ekki tilgreint orsök eða sársauka, var heimilisJæknirinn kaJJaður. Hann kvað upp þann úrslairð. að drengurinn Jiefði fengið snert af Jöm- unarveiki og Jét flytja hann f sjúkrahús tafarJaust. Þar var fram- kvæmd á honum skurðaðgerð, sem tólíst hó ekki Iietur en hað, að annar fótur hans bæklaðist og eftir hað varð drengurinn haltur alla ævi, auk þess sem sjúkdómnrinn dró svo úr vexti hans og þroska, að hann varð Jíkamlega þróttlítili væskill. Fyrir bragðið samdist liann ekki að jafnöidum sinum, tók ekki neinn hátt í Jeikjum heirra eða félagsskap, en lokaði sig inni i herbergi sinu þann tíma dagsins, sem hann var ekki i skóla og las þar öllum stundum og a'Jt. sem hann lcomst yfir, hvort sem það samrýmdist aldri hans og andlegum þroska eða ekki. Drengur þessi hét Joseph Goel)beJs. Joseph Goebbels var fæddur þann 29. október 1897. FjöJskyJdan var kaþólsk, eins og titt er í Rínarlöndum; faðir hans. Friedrich GoebbeJs, var sonur iðnverkamanns i Rlieydt, liafði sjáifur byrjað sem verksmiðjusendill en hækkað í tigninni smám saman, unz hann varð bókari á allgóðum Jaunnm — móðirin var af hollenzkum ættum, járnsmiðsdóttir. sem gerzt Jaafði þýzkur ríkisborgari áður en hún giftist, skapmikil kona og viljasterk. Joseph var yngstur þriggja bræðra, en dóttur eignuðust þau lijón, þegar hann var tólf ára að aldri; hún var skirð Maria og tókst seinna mjög innileg vinátta með henni og Joseph. Eins og oft vill verða, snerist auðskiJjanleg minnimáttarkennd Josephs GoebbeJs, vegna bæklunar hans og væsldlsskapar, brátt í Goebbels um tvítugt. metnaðargirni og ytra mik- iJJæti. Fyrir stöðugan bók- Jestur hafði hann gerzt fróðari jafnöldum sinum um marga hluti, enda hafði hann stálminni, og tók nú að 'flika sem mest þekkingu sinni og andlegum yfir- burðum tii að vega móti hvi hve vapburða hann var Jíkamlega. Faðir hans var maður alvörugefinn og strangur, en Jumaði engu að síður á næmri skop- skynjun; hann þráði að synir sinir fengju sem mestan frama, og þar sem honum þótti nú engum vafa bundið að Joseph væri óvenjulega vel gefinn, tók hann þá ákvörðun að hann skyldi ganga mennta- veginn, þótt hann sæi fram á að það yrði ókleift fjár- hagslega nema styrkir og önnur slík aðstoð kæmi til -— hver vissi nema hann ætti eftir að heyra yngsta son sinn titlaðan „herra doktor“, þrátt fyrir allt? Joseph Goebbels hóf því nám við menntaskólann í Rlieydt. Hann naut JitiIJar hylli meðal skólabræðra sinna; setti sig aldrei úr færi að láta sem mest bera á þekkingu sinni, eða koma sér í mjúkinn hjá kenn- urunum, jafnvel með þvi að bera í þá og koma öðrum nemendum þannig í skömm — en hann var oft efstur i sinum bekk. Um þetta leyti tóku og tónlistargáfur hans að gera vart við sig og foreldrar hans spöruðu saman fyrir notaðri slaghörpu handa honum. Haustið 1914, þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, var hann nærri seytján ára og kominn i efsta bekk menntaskólans. Bekkjarfélagar hans buðu sig óðar fram til herþjónustu og þrátt fyrir bæklun sina og krangavöxt fór hann að dæmi þeirra. Þegar herskráningarstarfs- mennirnir dæmdu hann óhæfan til herþjónustu ævilangt, hélt hann rakleitt heim, lokaði sig inni i herbergi sinu, talaði ekki orð við nokkurn mann i tvo sólarhringa, en grét eins og barn. Fátt sannar betur hve leikurinn og sviðsetningin var honum i blóð borin — vitan- lega gat skarpgreindum unglingi aldrei komið til hugar að hann yrði tekinn í herþjónustu, eins bæklaður og hann var. Joseph Goebbels lauk náminu i menntaskólanum og tók slúdentspróf. 8 VIKAN Það er nálega óskiljanlegt, að tiltölulega fámennur hóp- ur ofstækismanna skyldi á skömmum tíma ná fullum yf- irráðum yfir menntaðri þjóð og steypa ekki aðeins henni, heldur öllum heiminum út í ófriðarbál. Goebbels er ein skýringin: Hann sefjaði múginn með ótrúlegri tækni og mikilli mælskulist.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.