Vikan


Vikan - 03.05.1962, Page 13

Vikan - 03.05.1962, Page 13
Franskur útsaumur Franskur útsaum- ur cr aðailcga noi- aður til nierkinga á sængurfatnaði. Þá er saumað með D.M.C.- „brodergarni“, 1 þáttur dreginn úr garr.inu, til þess að minnka snúðinn. — Saumað er frá vinstri til hægri og sporin látin liggja þétt og hallalaus, eins og sést á myndinni. Algengt er að sauma lykkjuspor undir franskan útsaum, til þess hann verði hærri og formið greinilegra. Skraut á borðið Þótt afmælisborðið sé oft þakið góðgæti, vantar stundum eittlivað til að hýrga það og gefa léttan, skemmtilegan blæ, sem falli vel við kátínu aímælisbarnsins og litlu gestanna. Hér kemur borðskraut, sem er ekki aðeins lífgandi, heldur líka auðgert og ódýrt. Takið teiknipappír, strikið á hann ferninga lxl cm í þvermál, teiknið siðan mynztrið af skýringarmyndinni og klippið út. Takið pappírinn, vefjið hann upp í hólk, festið með þvottaklemmum og límið vel niður samskeyti. Takið síðan klemmurnar og skreytið hólkinn með mislitum pappír, efnisafgöngum, garni og öðru litriku efni, sem hugmyndaflugið býður. Kex, tvíbökur og fleira Hrökkbrauð: 250 gr heilhveiti, 1 tesk. sykur, 1 tesk. salt, % tesk. lyftiduft, 100 gr smjörlíki, 1 dl pilsner, bjór eða vatn. Þurru efnunum blandað saman og smjörlíkið mulið saman við, vökvinn látinn i og hnoðað laus- lega saman. Látið standa á köld- um stað í klukkutíma. Flatt út mjög þunnt, lagt á smurða plötu og skorið í ferhyrndar lengjur. Bakað í 10 mín. við 200 st. hita. Hvítt hrökkbrauð: 500 gr hveiti, 1 tesk. lyftiduft, 250 gr smjörlíki, V tesk. salt, % tesk. sykur, 1 dl vatn, 3 egg, 2—4 matsk. kúmen. Lyftiduftið sett í hveitið og smjörlíkið mulið saman við. öllum hinum efnunum bætt í og deigið hnoðað, flatt þunnt út, stungið á víð og dreif með gaffli. Sett á smurða plötu og skorið í ferhyrn- inga,, aða bakað heilt og brotið i stykki eftir að búið er að baka það. Rúgkex: 75 gr smjörliki, 250 gr rúgrojöi, 1 matsk. kúmen, 2 tesk. sykur, 1 dl vatn, % tesk. salt. (Líka má hafa helming rúgmjöl og helming hveiti). Smjörlikið mulið saman við hveitið og öllu öðru þætt í og allt hnoðað saman. Látið standa í klukkutima á köldum stað og fletj- ið það siðan þunnt út, leggið á plötu og skerið i Jerhyrninga. Stingið það út með gaffli og bakið í 8—10 mín. við góðan hita. Þetta verða u. þ. b. 50 stykki. Hafrakex: 200 gr haframjöl, 65 gr smjör- líki„ 40 gr hveiti, 50 gr sykur, 6 matsk. mjólk, 6 tesk. eggjaduft. Ef til vill % tesk. lyftiduft eða framan í tesk. hjartarsalt, eða hvort tveggja, Smjörið og sykur- inn hrært vel saman og . mjólkinni jirært saman við. Hveitinu, haframjölinu og eggjaduftinu bætt í og deigið hnoðað, flatt út og búnar til kringlóttar kökur með glasi eða blikkmóti. Bakað ljós- brúnt. FljótbakaSar heilhveitibollur: 250 gr heilhveiti, 1 tesk. sykur, 2 tesk. lyftiduft, 50 gr smjörlíki, 1 dl mjólk. Hveiti, sykri og lyftidufti bland- að saman og smjörlíkið mulið út í, mjólkinni bætt í, allt hnoðað lauslega. Búnar til bollur, sem eru smurðar með eggi eða mjólk, og bakaðar við 200 st. hita í 15 mín. Verða u. þ. b. 12 bollur. Hveitikex: (Þrjár uppskriftirj. I. 500 gr hveiti, 200 gr smjörl., 2 egg, rúmur 1. mjólk, 1 tesk. salt, 1 tesk. sykur. Smjörlíkið mulið í hveitið, syk- ur og salt sett í og hnoðað vel upp með eggjunum og mjólkinni. Látið standa i klukkutíma, stungið í það með gaffli og gert úr því kringlótt eða ferhyrnt kex. II. 500 gr hveiti, 125 gr kart- öflumjöl, 3 tesk. hjartarsalt, 125 gr smjörliki, 2V di k'alt vatn. Búið til og bakað eins og fyrsta upp- skrift. III. 625 gr hveiti, 250 gr smjörl., 35 gr sykur, 1% dl vatn, 1 egg. Sama aðferð og við hinar upp- skriftirnar. Litlar tvíbökur: (Tvær uppskriftirj. I. 250 gr hveiti, 1 egg, 65 gr smjörl., 50 gr sykur, 1 dl mjólk, 1 tesk. lyftiduft, einhverjir drop- ar ef vill, helzt kardimommu- dropar. Smjörl. mulið í þurru efninu og öllu hnoðað vel saman og búnar til lengjur, og síðan litlar kúlur, jafnstórar og tvibökurnar eiga að vera. Látnar á vel smurða plötu og bakaðar ljósbrúnar. Þá eru þær skornar i sundur með vel beittum hníf, látnar aftur í ofninn og bak- aðar við lítinn hita. Framhald á bls. 36. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.