Vikan - 03.05.1962, Side 18
f R a M H S L D <5 s a q s N
f O. H L U T 1.
María hló. „Það verð ég að segja
Anítu. Hún vildi endilega að ég kæmi
heim með sér í .... “ María hugsaði
sig um eitt andartak. „Freyðibað ...“
„Við seldum mikið af freyðibað-
sépu í lyíjabúðinni i dag. Ég hefði
átt að færa þér einn pakka. Hvaða
tegund notar Anita?“
„Svartar orkídeur."
Tony hristi höfuðið, það átti ekki
við Maríu. ,,Við höfum betri tegundir
á boðstólum," sagði hann. „Ég færi
þér einn pakka á morgun og kannski
eitthvað fleira."
„Það máttu ekki gera, Anton."
„Hví ekki það, María?“
Hún tók að skoða mynztrið i líni,
sem lá á borðinu. „Anita fór heim
til að gera sig fallega og töfrandi “
. E'inmitt það.“
María sneri sér að honum. „Vegna
Bernardos .... þegar bardaganum er
lokið. Hvers vegna verða þeir að vera
að berjast? spurði ég hana. Og hverju
heldurðu að hún hafi svarað? Hún
sagð: að karlmenn yrðu að berjast
til að hljóta þá fullnægingu, sem dans-
inn og ....“ María roðnaði við og
hikaði sem snöggvast, „jafnvel stúlk-
ur gætju ekki veitt þeim. Anita segir
að bróðir minn verði svo æstur og
hraustur eftir bardagann, að eigin-
lega þyrfti hún þess ekki með að fara
í freyðibað." Hún þagði andartak.
„Aníta veit, að þú ætlaðir að koma
hingað. Ég gat ekki losnað við hana
með öðru móti.“
„Ég skil.“ Tony varð alvarlegur á
svipinn. ,,Og hvað sagði hún um
Það?“
„Að við, þú og ég, værum bæði viti
okkar fjær.“
„Hún hefur þá sömu afstöðu og
Bernardo gagnvart mér, og því að
við hittumst."
Maria hristi höfuðið og Tony las
það úr augum hennar, að jafnvel Þótt
svo hefði verið, þá hefði Maria ekki
látið það aftra sér. „Hún sagði bara
að við hlytum bæði að vera brjáluð,
fyrst við ímynduðum okkur að við
gætum hitzt þannig. Hún sagði að
slíkt væri óhugsandi."
,,Hvers vegna?“
„Hún fylgir okkur að málum,“ svar-
aði María. „En hún hefur líka á-
hyggjur okkar vegna.“
„Ekkert getur unnið okkur mein,
María. Hvorugu okkar. Og ég skai
segja þér hvers vegna.“ Hann lagði
báðar hendur sínar létt á öxl henni.
Horfði beint í augu hennar. „Vegna
þess að við svífum enn á skýinu okk-
ar. Og þeir góðu töfrar vernda okkur.“
„Það eru líka til illir töfrar," sagði
María. ,,Svartigaldur!“ Og það var
sem hana hryllti við. „Tony — þú
verður að segja mér satt .... ég
verð að fá að vita það . . . ."
„Ég skal alltaf segja þér satt.“
„Ætlar þú að taka þátt i þessurn
bardaga?"
Hann varp þungt öndinni. „Ég ho"
ekki verið ráð'nn í hvort heldur ég
ætti að gera; ekki fyrr cn nú, þogar
þú spyrð mig. Nú er ég ekki lengur
á báðum áttum. Ég tek ekki neinn
þátt í bardaganum. Ég fer heim á
eftir, hef fataskipti og heimsæki
þig • . •
„Fyx-st verð ég að tala við foreldra
mína,“ svaraði hún, og var nú á-
kveðin. „En áður en ég geri þr.ð,
verður þú að sjá svo um að ekkert
verði úr þessum bardaga."
„Þeitn kemur vitanlega saman um
að við skulum láta gifta okkur í
kirkju ...“
„Ég kom i veg fyrir að þeir berðust
í kvöld er leið. Þetta verða ekki ann-
að en venjuleg slagsmál. Og Bern-
ardo á ekki á hættu að verða fyrir
neinum teljandi meiðslum."
Hún hristi enn höfuðið. „Við meg-
um ekki láta Þá berjast. Það er aldrei
nema til ills eins.“
„María,“ r.iælti hann rólegur. „Ég
hef dvalizt hérna lengur en þú. Ég
á við . . . . “ Honum vafðist tunga um
tönn, þegar hann varð þess var að
enn var sem hiollur færi um hana.
„Ég á við, að þessi bardagi þeirra
geti ekki haft nein áhrif á samband
okkar. Það gerist ekkert alvarlegt,
vertu viss. Og gerðu það nú fyrir mig
að brosa eins og áður.“
„Ekki nema þú gerir þetta fyrir
mig,“ sagði hún „Og ekki fyrst. og
fremst mín vegna, heldur okkar
beggja. Þú verður að koma í veg fyr-
ir að þeir berjist ....“
„Fyrst þú biður mig okkar beggja
vegna, verð ég r.ð gera það,“ svaraði
hann. ,
„Geturðu það?“ Hún klappaði sam-
an höndunum. „Geturðu það?“ end-
urtóii hún og þrýsti hendur hans.
,,Þú vilt ekki einu sinni að þeir
berjist með hnefunum? Gott og vel, I
þá verður ekkert úr því . .. .“
„Ég treysti þér. Þú ræður yfir ein-
hverjum töframætti," sagði hún lágt.
Það var sannarlega tími til Þess
kominn að hann vefði hana örmum
aftur, og hún lét höfuðið hvíla á öxl
honum, eins og hún væri þreytt af
hitanum. „Gætirðu ekki verið í hvíta
kjólnum þínum? Mér gafst ekki tími
til að virða þig nógu vel fyrir mér,
skilurðu."
„Hvíta kjólinn?"
„Hvíta kjólinn." Varir hans snertu
eyra hennar þegar hann hvíslaði nafn
hennar. ,,í kvöld, þegar ég kem að
heimsækja þig."
„Þú mátt ekki heimsækja mig.“
Henni brá. „Móðir min ....“
„Verður að kynnast móður minnl
áður en langt um líður,“ greip hann
fram i fyrir henni ,,En fyrst verð
ég að kynnast móður þinni. Svo get
ég boð'ð henni með okkur, þegar þú
kemur heim til að kynnast móður
minni. Ég bý með móður minni, skil-
urðu; faðir minn er löngu látinn.“
„Mér þykir þetta leitt, Anton." Hún
losaði sig úr örmum hans og hann
gerði ekki beina tilraun til að halda
henni fastri, þótt hann gjarnan vildi.
„Ég veit ekki hvað segja skal,“ sagði
hún hikandi.
„En ég veit það,“ sagði Tony og
var hinn öruggasti. „Taktu nú eftir," |
sagði hann og strauk armana, rétt
e'ns og töframaöi'.r, sem brettir upp
crmarnar áður en hann tekur að
fremja töfrabrögð sín , Það verður
ei-.kert í veginu.n racð þær. Og þú
hofur sj'lf sagt, að ég væri töfra-
rOur. Sj-'mu nú ...." Hann gekk
að gínu einni, som stóð á gólfinu,
vafin ble'ku híalíni. Hann skók fing-
r.r'nn ao ginunni, snari sér síðan að
Maríu. „Þetta er móðir mín. Hún
kemur inn úr eldhúsinu til að heilsa
þér og bjóða. þig velkomna. Hún er
yf.'rleitt alltaf í eldhúsinu, þegar hún
cr heima."
, L'.i hve hún er fínt klædd, svona
þegar hún er í eldhúsinu," hvíslaði
María, og þoð brú fyrir lotningar-
hreim í röddinni.
„í’að er vegna Þess að þú ert kom-
in í hvíta kjólnum þínurn," svaraði
hann. Hann tók sér stöðu bak við gín-
una og hallaði henni sitt á hvað. „Nú
er hún að virða Þig fyrir sér. Segir
v.ð sjálfa sig, að þú sért ljómandi