Vikan


Vikan - 03.05.1962, Side 19

Vikan - 03.05.1962, Side 19
West Side Story, framhaldssaga Vikunnar, sem notið hefur geysimikilla vinsælda, hefur verið kvikmynduð, og eru myndirnar sem fylgja sögunni úr þeirri kvikmynd. Kvikmynd þessi var kjörin bezta kvikmynd árs- ins sem leið, með yfirgnæfandi meirihluta, og tveir leikarar hlutu Oscarverðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Leikararnir eru George Chakaris og Rita Moreno. falleg. Kanski helzt til grönn .... en fyrst Tony fellur það vel í geð, þá hefur hún ekki neitt við það að at- huga.“ Maria gerði breitt bil á milli lóf- anna. „Er hún sjálf ....?“ „Hún móðgast ekki neitt þótt þú segir að hún sé .... þrýstin. Aftur á móti máttu alls ekki segja að hún sé feit.“ „Ég skal gæta þess,“ sagði María og gekk að annarri gínu, sem var öllu grennri. „Þetta er mamma mín.“ Hún leit á Tony og hló og gerði mjótt bil milli lófa sér. „Ég sæki vaxtar- lagið til hennar.“ „Gott kvöld, frú Nunez. Tony hefur svo oft sagt mér af dóttur yðar. Og nú hef ég sjálf séð, að hann ýkir ekki neitt þegar hann er að lýsa því hve hún sé falleg." „Þakka yður fyrir, frú Wyzek." María hafði svo mikia ánægju af þess- um skemmtilega leik, að hún gaf sig honum á vald og hreyfði gínuna eftir þvi sem við, átti. „Þetta er maður- inn minn, frú Wyzek," sagði hún. „Komið þér sælir, herra Nunez. Og velkominn .... “ „Komið þér sælar, frú Wyzek .. “ „Já, það er þetta með hann son minn. Hann er alveg örvita .... af ást á dóttur yðar. Og hann langar til að tala við yður, varðandi hana „Fyrst langar okkur til að vita eitthvað um Tony sjálfán," svaraði Maria. „Sækir hann kirkju?" „Hann var mjög kirkjurækinn. Og ég veit að hann verður það aftur.“ Tony gekk fram og kraup á kné fyrir gínunni, sem Maria stóð á bak við. „Má ég leyfa mér að biðja um hönd dóttur yðar ....“ María gekk einnig fram, starði eitt andartak á gínuna eins og milli vonar og ótta, en klappaði svo saman lóf- um. „Pabbi segir já,“ hrópaði hún upp yfir sig. „Og mamma segir líka já! Nú verðurðu að leita samþykkis móður þinnar.“ „Það hef ég þegar gert," svaraði Tony, tók um hönd Maríu og kyssti fingurgómana. „Og nú kyssir mamma þig á kinnina." „Þeim kemur vitanlega saman um að við skulum láta gifta okkur í kirkju . . . .“ „Mamma vill það áreiðanlega," svaraði Tony. Svo klóraði hann sér allt í einu í höfðinu og mælti glettn- islega. „Það verður sitt af hverju sem ég þarf að skrifta fyrir prest- inum, þeim góða manni. En þegar hann sér þig, skilur hann allt ....“ „Anton . . ..“ „Og það skaltu vita, að þú þarft ekki að efast um einlægni mína, þegar ég heiti þér því að heiðra þig og elska þangað til ég dey, svo hjálpi mér guð, María. Og það máttu vita, að ljúfari eið hef ég aldrei unnið." „Ég elska þig, Tony. Og ég þrái það eitt að mega gera þig hamingju- sarnan." „Við verðum bæði hamingjusöm," fuilyrti hann. „Þannig skal það verða. Það sver ég.“ „Það sver ég líka." Hún kyssti hann enn, og koss hennar var inni- legri en nokkru sinni fyrr. Svo steig hún skref aftur á bak, eins og hún vildi virða hann sem bezt fyrir sér og bros lék um varir henni. „Ég ætla að fara i hvíta kjólinn," sagði hún. „Og svo bíð ég þess í kvöld að þú komir heim til mín, þegar þú hefur komið í veg fyrir bardagann." „Það er farið að kólna," varð Tony að orði. Hann leit á klukkuna á veggnum og varð undrandi. „Klukk- an er að verða sjö. Foreldrar þínir fara að undrast um þig. Leyfðu mér að fylgja þér heirn." „Nei, þú verður að fara út bak- dyramegin," sagði hún ákveðin. „Svo verð ég að læsa verzluninni og ganga frá gluggahlerunum. En, Tony — hvað á ég að segja foreldrum mín- um .... þegar ég fer í hvíta kjól- inn, á ég við?“ „Að þú eigir von á pilti, sem þú ætlir að fara út með,“ svaraði hann stillilega. „Og þegar ég svo kem, þá sjá þau að það er enginn annar en ég.“ Svo hélt hann á brott, og þetta hafði verið svo unaðsleg stund, að hann langaði helzt til að brosa við umhverfinu. Þegar heim kom, vildi móðir hans endilega að hann fengi sér að minnsta kosti eitthvað að drekka. Og það var ekki fyrr en hann hafði drukkið tvo gúlsopa af mjólk, að hann slapp inn i baðherbergið. „Mamma," kallaði hann um leið og hann þvoði rakvélina og fágaði. „Hvað er orðið framorðið?" „Kúmlega tíu mínútur yfir niu, Anton.“ „Þá verð ég að hafa hraðann á,“ sagði hann og hljóp inn í svefnher- bergið. „Þú verður í nýju fötunum þin- um.“ „Já.“ „Þau fara þér svo vel,“ sagði hún. „Það er svo mikið gaman' að sjá þig vel klæddan. En þú ættir að láta mig bursta skóna þína." „Ég skal gera það,“ kallaði hann til svars um leið og hann brá bind- inu undir skyrtuflibbann, en ákvað svo að stinga því í vasann og setja það á sig áður en hann færi heim til Maríu. Færi allt eins og hann vonaði, gat vel verið að hann segði Bernardo hreinskilnislega frá öllu, og ef hann vildi ekki taka sönsum, þá var ekki um annað að velja en taka honum tak. Og það mundi Tony sjálf- ur gera, hann mundi hvorki trúa Hreyflinum né öðrum fyrir því. Ég verð að hafa hraðann á, sagði hann við sjálfan sig um leið og hann leit í spegilinn. Því fyrr sem hann kæmi á hólmgöngustaðinn, því fyrr mundi hann geta heimsótt Maríu. RIFF fleygði írá sér bjórdósinni, þurrkaði sér um varirnar og leit síð- an á armbandsúr sitt. Klukkan var tíu mínútur genginn í níu og timi til Þess kominn að hugsa sér til hreyfings. „Allt í lagi,“ sagði hann og virti þá hina fyrir sér; taugaspennan leyndi sér ekki. „Við skulum dreifa okkur og hittast síðan við þjóðveg- inn. Og fyrir alla muni •— varið ykk- ur á Schrank leynilögreglumanni. Hann hefur verið á hælunum á mér í allan dag.“ Þoturnar hurfu út í myrkrið. 1 næstu götu gaf Bernardo hákörlum sínum samskonar fyrirskipanir. „Þú verður heima á eftir?" spurði hann Anítu og þrýsti henni að sér. Hún þrýsti sér allri að honum og iðaði til lendunum. „Ég sagði mömmu, að ég ætlaði að vera heima hjá Maríu. Hún sagði að það væri allt í lagi. En hvert eigum við svo að fara?" „Við sjáum til,“ svaraði hann. „Ég verð að hafa hraðann á.“ „Gættu þín nú, Bernardo. Og vertu ekki lengi. Ég bíð hérna þangað til þú kemur aftur." Bernardo hélt á brott, leit um öxl og veifaði til Anítu, brá sér síðan inn í undirganginn, dró upp fjaðra- hníf sinn og þrýsti á gikkinn; það kvað við lágur smellur og blaðið þaut fram úr skeftinu og það vakti með honum öryggiskennd. Með þennan hníf að vopni hafði hann engan að óttast. Því að þessi hnífur gerði hann jafn- an hverjum sem var, jafnan að kröft- um og þreki, jafnan að allri aðstöðu. Bernardo þrýsti blaðinu aítur inn í skeftið og stakk á sig hnífnum. Ekki þar fyrir, að hann hefði i byggju að beita honum í kvöld. En ef Þoturnar fyndu hins vegar upp á einhverjum bellibrögðum, skyldu þeir piltar komast að raun um að hann væri við öllu búinn. Bernardo beið þess að bíll æki framhjá, gekk síðan yfir strætið, föst- um, rólegum skrefum. Hann mátti sannarlega ekki eiga það á hættu núna að snúa sig um ökklalið. Þegar hann nálgaðist þjóðveginn, sá hann að sumir af Hákörlunum voru í jökk- um sínum, þrátt fyrir hitann. Hann blístraði hvellt; heyrði Chino og Pepe kalla upp nafn hans; ein- hver af Þotunum sagði að foringi aðskotadýranna væri loks kominn. Aðskotadýr .... einhvern tíma mundi hann hefna þess orðs, sýna hvers að- skotadýrið væri umkomið; það yrði blóðugt afrek. „Haldið hópinn," sagði Bernardo við Hákarla sína. „Fylgizt vel með öllu og verið reiðubúnir, ef þeir taka upp á einhverjum fantabrögðum ...“ „Það máttu vera viss um, Bern- ardo,“ svaraði Toro. „Við þekkjum þá og treystum þeim ekki .... “ „Ég verð haldmaður þinn," sagði Chino, þegar Bernardo brá sér úr skyrtunni. „Ágætt," samþykkti Bernardo. Hann strengdi vöðvana á baki og öxlum; brá hendinni í buxnavasann til að sannfærast um að fjaðrahníf- urinn væri á sínum stað. „Þá er mér ekki neitt að vanbúnaði," sagði hann. „Þá er okkar manni ekkert að van- búnaði," kallaði Chino. „Okkar maður er líka feiðubúinn," kallaði Riff. „Gangið nú fram og taklzt í hendur." Bernardo spýtti um tönn út í myrkrið. „Hvað á það að þýða?“ spurði hann fyrirlitlega. „Það er venjan," svaraði Riff. Og Þoturnar tóku að hlæja að fávizku Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.