Vikan


Vikan - 03.05.1962, Page 20

Vikan - 03.05.1962, Page 20
Magni R. Magnússon Af grískum ættum Martha Papafoti Iíristjánsson, eiginkona Einars Iíristjánssonar óperusöngvara, er af grísk-þýzkum ættum, eins og nafn hennar ber raunar með sér, en nafnið Martha er þýzkt og Papafoti griskt. Þau Einar kynntust í Dresden og gengu í hjónaband 1936, og fóru síðan í brúðkaupsferð með þýzka skemmtiferðaskipinu Milwaukee, sem m. a. kom við í Reykjavík i ferðinni. Frú Martha talar íslenzku sæmilega og skilur hana fullkomlega. Þau lijónin eiga heima í Kaup- mannahöfn, eins og kunnugt er, en komu hingað lil að vera viðstödd frumsýningu My Fair Lady, |)ar sem dóttir þeirra, Vala lék og söng aðal- hlutverkið, Elizu Doolittle. Aðra dóttur eiga þau, Brynju, sem hefir verið flugfreyja hjá Flug- félagi íslands, og birtist mynd af henni í Vik- unni fyrir stuttu er liún „skálaði“ við lesendur blaðins í tilefni af nýárinu. I Þú getur dottið í lukkupottinn „King of liobbies" eða konungur fristund- anna er frímerkjasöfnun stundum nefnd, og það vissulega með sönnu. Það er óralangt frá þvi að nokkur frístundaiðja seiði til sín nokkuð svipað því og frimerkjasöfnunin hef- ur gert, gerir og mun gera um ókomna tíma. Þessa huggrípandi iðju stunda jafnt ungir sem gamlir, konur sem karlar, rikir sem fátækir. Allir hafa nokkurn veginn jafna möguleika til að ná árangri, því þar er ekki fyrst og fremst undir dýrum tækjum og efni komið, heldur áhuga og ástundun. Þar geta snauðir náð árangri sem jafnast á við þann sem ríkir ná, og fátækir geta orðið rikir — og rikir fátækir. Ef þið trúið því ekki að frímerki geti haft áhrif á efnahag manna, líf og e. t. v. alla framtíð, þá skal ég benda ykkur á nokkur nærtæk dæmi héðan úr höfuðborginni. Hér eru a. m. k. þrír þekktir menn, sem hófu feril sinn að miklu leyti með frímerkja- söfnun og er sagt að þeir hafi lagt grundvöll að sínu efnahagslega sjálfstæði og jafnvel ríkidæmi með litlu ferhyrndu merkjunum. Þessir menn eru Gisli Sigurbjörnsson for- stjóri Elliheimilisins Grund, Þóroddur E. Jónsson stórkaupmaður og Baldvin Pálsson kaupm. í Pennanum. Eftir því, sem ég bezt veit, þá eru þessir menn löngu hættir að verzla með frimerki eins og þeir áður gerðu, og hafa snúið sér að alvarlegri og e. t. v. ábatasamari störfum, en sagt er að grundvöll að efnahag sínum og jafnvel öðrum framtíðarviðskiptum hafi þeir lagt með sinni fyrri frístundaiðju —■ konungi frístundanna. Frimerkjasöfnun hefur aukizt mjög liér á landi síðustu árin, og er það vel, því vart getur heilbrigðara tómstundadútl, meira fræðandi né ábatasamara. Peningum, sem eytt er í kaup á frímerkjum er ekki kastað á glæ, því ef vel er á haldið er ósennilegt að verðgiídi merkjanna aukizt ekki með tim- anum — að viðbættri visitölu og aukinni dýrtíð, og þrátt fyrir allar gengislækkanir og aðrar slíkar ráðstafanir. Þeir eru orðnir nokkuð margir, sem eiga sæmileg og jafnvel góð frímerkjasöfn hér og þeirra ekki siztur Framhald á bls. 36. Nú ætlar hann að tryggja Hann situr þarna i rakarastólnum alveg eins og hann eigi hann og megi sitja Þar þegar hann langar til. Og það er líka tilfellið. Og ekki nóg með það, heldur er þetta nokkurs konar tvöfaldur rakarastóll, þ. e. a. s. að með rétti ætta hann að vera ónýtur fyrir löngu síðan og þetta vera annar rakarastóll. En þetta er sami rakara- stóllinn, — og þess vegna er hann afturgenginn. Hann er nefnilega eitt af því fáa, sem bjargaðist út úr brunanum í Kirkjuhvoli fyrri nokkru, þegar brann þar eina nóttina. Á neðstu hæð hefur Haukur Óskarsson rakara- stofu, sem raunar mun vera elzta rakarastofa í Reykja- vík, en faðir hans, Óskar Árnason, rakaði þar Reykvikinga mestan hluta ævi sinnar. 1 brunanum skemmdist húsið mikið og brann að innan, en miklu varð bjargað út úr rakarastofunni, og nú nýtur Haukur þess, er hann situr aftur í einum af sínum útbjörg- uðu stólum og i nýrri, endurskipulagðri stofu. Haukur hafði ekki tryggt stofuna gegn bruna, þegar brann, en „brennt barn forðast eldinn" segir málshátt- urinn. Það sannast lika á honum, — eða hvað .... ? — Þú ert náttúrlega búinn að tryggja, núna, Hauk- ur ....? ,,Ja — ekki ennþá ....“ — En þú ætlar að gera það, er það ekki? „Jú, ég ætla að gera það, býst ég við.“ Að sjálfsögðu ræður hann því sjálfur, en varla getur Haukur Oskarsson. hann búizt við Því að rakarastólar hafi þrjú líf .... --------------------------------Klippið hér — —--------------—-----------------------— - Atkvæðaseðill Eg greiði atkvæði með því að ungfrú verði kjörin „Ungfrú ísland 1962“ Sendist í pósthólf 368. Merkt: Fegurðarsamkeppnin 1962. 20 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.