Vikan


Vikan - 03.05.1962, Qupperneq 21

Vikan - 03.05.1962, Qupperneq 21
f Fimm þeirra keppa um þrjár milljónir kröna! í Fegurðarsamkeppninni 1962 Nú er komið að ykkur, lesendum Vikunnar, að velja þær fimm stúlkur, sem eiga að keppa um verðlaun, sem nema að verðmæti allt að þrem milljónum króna. Undanúrslitum í Fegurðarsamkeppninni 1962 lýkur með þeim hætti, að hér birtast myndir af öllum þeim þátttakendum, er svo langt náðu. Lýkur þar með þeim þætti, sem Vikan á í Fegurðarsamkeppninni að þessu sinni, en nú er komið að lesendum blaðsins að greiða atkvæði. Atkvæðaseðill er á bls. 20 og atkvæði verða að hafa borizt dómnefndinni fyrir hádegi, laugar- daginn 12. maí. Atkvæðin ber að senda í póstbox 368. Vikan birtir hér tvær myndir af hverri stúlku og auk þess hæð og önnur mál svo hægara sé um samanburð. Atkvæði lesenda verða höfð til hliðsjón- ar fyrir dómnefndina, en hún ræður endanlegum úrskurði. Fimm þessara stúlkna munu koma fram í úrslitakeppninni í Austurbæj- arbíói laugardaginn 12, maí. Þær munu koma fram á kjólum og baðfötum, en auk fegurðarsamkeppninnar verða ýmis önnur skemmtiatriði. Fegurðarsamkeppninni lýkur með krýningarhátíð í Glaumbæ að kvöldi 12. maí. Dómnefndina skipa Jón Eiríksson, form. nefndarinnar. Jóhannes Jörundsson, augiýsinga- stjóri Yikunnar. Eggert Guðmundsson, listmálari. Ásmundur Einarsson, blaðamaður. Sigurður Magnússon, fulltrúi, Loftleiðum. Karólína Pétursdóttir, bókari. Loftleiðum Sigríður Gunnarsdóttir, tízkusér- fræðingur. Atkvæðaseðillinn er hér atkvæðin verða að hafa borizt fyrir hádegi laugardaginn 12. maí Rannveig Ólafsdóttir Reykjavík. Hæð: 170 cm. Brjóst: 96 cm. Mitti: 56 cm. Mjaðmir: 96 cm.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.