Vikan


Vikan - 03.05.1962, Síða 28

Vikan - 03.05.1962, Síða 28
GOEBBELS. Framhald af bls. 9. nánustu. Bréf, sem faðir lians skrif- ar honum litlu síðar, og birt hefur verið fyrir skömmu í kaþólsku tímariti, sannar að honum hefur tekizt þetta; ]>að lýsir sárum harmi föðurins, en um leið göfgi hans og trúfestu og innilegri ást á syninum, sem átti eftir að valda honum sí- auknum harmi og vonbrigðum. Árið 1920 dvaldist Joseph Goebb- eis við háskólann í Heidelberg og bjó sig nú undir embættispróf og samningu doktorsritgerðar, undir leiðsögn frægasta og mest metna bókmenntafræðings í Þýzkalandi um þær mundir, gyðingsins Fried- rich Gundolf. Var það óneitanlcga mikiil heiður fyrir hann, þar sem nemendur Gundolfs prófessors voru álitnir einskonar hópur útvaldra í þann tið ... ÞRÆÐIR, SEM MYNDUÐU SNARAN ÞÁTT ... Til þess að geta gert sér nokkra hugmynd um margslunginn per- sónuleika Josephs Goebbels, hið furðulega hlutverk, sem hann hafði með höndum í þeim afdrifaríka, blóðuga harmleik, þar sem hann annaðist sviðssetninguna að miklu leyti, og ekki hvað sízt hin hrylli- !egu og ómannlegu viðbrögð hans, þegar tjaldið féll, er nauðsynlegt að rekja aftur í fyrstu bernsku þá þræði, sem smáni saman tvinnuðust og þrinnuðust, unz þeir mynduðu snaran þátt örlaga hans og ævi. Þangað lágu þeir þræðir, sem spunnust saman i taumlausan metn- að hans — foréjdrar hans voru í rauninni alþýðufölk, sem töluðu héraðsmállýzku, og ekki betur efn- um búin en það, að hann varð að lifa á vaxtalausum lánum öll náms- árin, sem litið var á eins og öhnusu, enda þótt þau spöruðu sem mest þau máttu til að létta undir með lionum. Þá var það bæklun hans og líkamlegir vanburðir. Hann var ákaflega grannur og axlasiginn, rúmlega hálfur annar metri á hæð og vó ekki nema um fimmtíu kíló. Þótt hann fyrir markvísa þjálfun hefði náð furðulegum árangri hvað það snerti að leyna helti sinni, stakk hann alltaf við, er hann gekk. Öll námsárin og raunar lengur skorti hann fé til að ganga sómasamlega til fara. Hann tók því mjög ungur að at- huga hvaða hæfileikum hann væri gæddur, sem liklegastir væru til að A k-g V A-D-10-2 + A-K-8-4 * G-10-3 A 8-6-3 N 4f 4-2 y G-8-7-4 V K-6-5-3 ♦ G-10-9-3-2 V A ♦ D * 4 S * A-K-D-9-7-2 4 i A-D-G-10-9-7 K f 9 4 > 7-6-5 4 8-6-5 Suður Vestur Norður Austur pass pass 1 grand 2 lauf 4 spaðar pass pass pass Útspil laufafjarki. Þegar maður virðir fyrir sér of- angreint spil, þá sýnist manni fljótt á litið litlir vinningsmöguleikar. Andstæðingarnir eiga þrjá slagi i laufi og tígultapslagur virðist óum- flýjanlegur. Bezti möguleiki sagn- hafa væri eflaust að reyna að svína hjartadrojtningu, en ströggl aust- urs gerir það að verkum, að sú til- raun virðist vonlítil. En sagnhafi í spilinu í dag, var ekki einn af þeim, sem gefst upp, þótt ekki blási byrlega. Vörnin byrj- aði með því að taka þrjá slagi á lauf og spilaði sig síðan út á trompi. Um leið var upplýst að austur hafði byrjað með sex spi! í laufi. Nú tók sagnhafi þrisvar tromp og vissi hann þá um átta svört spil hjá austri. Eini möguleikinn var nú að ná kast- þröng á vestur i rauðu litunum, en ef austur ætti hjartakónginn, varð sagnhafi að beita brögðum til þess að færa kastþröngina í hjarta frá austri til vesturs. Hann spilaði því hjartaníu, drap með ásnum og spilaði hjartadrottn- ingu úr borði. Austur gat ekki gert bétur en að leggja á og suður tromp- aði. Síðan fór sagnhafi inn á tígul- kóng og trompaði hjartatvist til þess að tryggja sig fyrir því að austur hefði átt K-G-x í hjarta. Nú voru trompin tekin í botn og vestur var varnarlaus. Hann verður að passa bæði tigulinn og hjartað og þegar siðasta trompið er tekið deyr hann. Sagnir, sem sagðar eru í vörn gefa ságnhafa oft miklar upplýsing- ar og hefði austur 1 ofannefndu spili, aldrei sagt neitt, er ekki ó- sennilegt að sagnhafi hefði svínað lijartadrottningu, eftir að austur var búinn að sýna þrjá hæstu í laufi. ★ 28 VIKAN vega upp þann skort á ytri glæsi- brag, sem hann átti við að striða. Og hann komst að raun uin, að þeir væru svo margir og miklir, að þeir mættu sér vel duga, ef rétt væri á haldið. Hann var, að eigin áliti, gæddur fjölþættri snilligáfu — i rauninni var hann flugnæmur, gæddur miklu ímyndunarafli, sem hann skorti þó sjálfsgagnrýni til að aga, og umfram allt, eldfljótur að átta sig á hlulunum. Hann var gædd- ur óvenjulega þróttmikilli, hljóm- fagurri og blæbrigðaríkri rödd, sem hann þjálfaði markvíst til sem mestra áhrifa, og augu hans, dökk- brún og skær, voru gædd einhvers- konar seiðmagni, sem hann komst brátt upp á !ag með að beita. Þótt einkennilegt megi i fljótu hragði virðast, gerði hann sér sjálfur aldrei réttilega grein fyrir hæfileikum, sem liann átti í ríkustum mæli, hin- um frábæru leikhæfileikum — leik- urinn varð honum þegar i bernsku ekki einungis ósjálfrátt varnar- liragð gegn óþægindum raunveru- leikans, heldur hinn eini raunveru- leiki, þar sem sjálfselska hans gerði hann að brennidepli allrar tilveru. Umliverfið varð honum leiksvið, og eins og allir fæddir leikarar var liann ekki í minnsta vafa um hæfni sína til að fara þar með forystu- lilutverk, eða að fyrr eða síðar hlyti að koma að því að hann yrði til þess valinn. Á síðustu námsárum sínum og næstu árin eftir að hann lauk embættisprófi og hlaut doktors- nafnbótina, samdi hann skáldsögu sem sannar þetta óvefengjanlega, og hið sama er að segja um dagbækur hans, þar sem allt er skoðað i óraun- hæfri birtu sviðsljósanna, öllu hag- rætt með tilliti til leikrænna áhrifa. Hann samsvaraði því ekki fremur að skaphöfn en útliti hinum dæmi- gerða, „ariska Þjóðverja“. Goebbels samdi ekki einungis um- rædda skáldsögu á þessum árum, heldur og ljóð og leikrit, sem hann fékk þó enga útgefanda að, þrátt fyrir margendurteknar tilraunir. Hið stranga þýzk-kaþólska siðgæði fór veg allrar veraldar i hinu mikla umróti, sem fór á eftir styrjaldar- ósigrinum, og þar sem Goebbels hafði óseðjandi þörf fyrir að sann- færast um áhrifavald sitt yfir kven- þjóðinni og karlmennsku sina á þvi sviði, notfærði hann sér óspart hið gerbreytta viðhorf hennar gagnvart fornum dyggðum. Svo virðist sem hann hafi talið sér trú um það um nokkurt skeið að hann ynni hugást- um stúlku einni, laglegri og Ufs- glaðri og af góðum ættum, sem Anka nefndist — en það fór út um þúf- ur. Skömmu eftir að Goebbels var orðinn ráðherra, kom Anka á hans fundi og bað hann útvega sér ein- hverja atvinnu, og fórst honum þar í rauninni betur en henni, þvi að hann kom henni i starf við ritstjórn kvennablaðsins, „Die Dame“, en hún launaði honum það, með því að sýna öllum ástaljóð Heines, sem hann hafði gefið henni með há- stemmdri áritun í „dentið“; er sizt að undra þótt honum gremdist, eins og allt var í pottinn búið, er hún gerði hann þannig beran að fyrr- verandi aðdáun hans á Gyðinga- skáldinu. Skömmu eftir að upp úr sarnbandi lians og Önku slitnaði, hófst innileg vinátta með honum og ungri kennslukonu, EIsu að nafni. Hann var þá kominn heim til Rheydt aftur að loknu háskólanámi og beið þess árangurslaust, að sér tækist að fá einhvern starfa við sitt hæfi, svo hann gæti unnið sér fyrir lífsviður- væri á meðan hann væri að afla sér viðurkenningar sem rithöfundur. Elsa var einkakennari Maríu litlu systur Goebbels, og fjölskylduvinur, svo ekki var að undra þótt þau kynntust náið, og Elsa varð brátt ástfangin af þessum unga, fjölhæfa, ákafa en rótlausa og óútreiknanlega doktor. Fyrrverandi skólabróðir Goebbels, Fritz Prang, sonur auð- manns í Rheydt, var þá þegar orð- inn meðlimur i nazistaflokknum, en þótt vinátta væri með þeim, hafði það ekki nein áhrif á Goebbels, sem hugsaði þá ekki um annað en rit- störf og blaðamennsku. Þótt að- standendur hans og aðrir reyndu að telja hann á að gerast kennari, var hann ófáanlegur til þess, ætlaði sér annað hlutskipti og veglegra, en tók hins Vegar hverja lausavinnu sem bauðst og skrifaði af sllku kappi i öllum tómstundum, að Elsa hafði vart undan að hreinrita leikritin, skáldsögurnar og kvæðin, sem streymdu stanzlaust úr penna hans. Um leið og hann hafði lokið ein- hverju slíku skáldverki, sendi hann það til hvers útgefandans á fætur öðrum, en fékk handritin óðara end- ursend. Loks komst Elsa að því, að hann hafði í hyggju að fremja sjálfsmorð — að minnsta kosti tókst honum að sannfæra sjálfan sig um, að hann hefði það i huga. Hún útvegaði hon- um starf i banka, þar sem hann hékk í átta eða niu mánuði, sjálfum sér og húsbændum sinum til litillar ánægju. Þá útvegaði Fritz Prang honum atvinnu, sem honum féll betur — að kalla upp skrásetningu verðbréfa í kauphöllinni í Köln; þar fékk hann að minnsta kosti tækifæri til að beita hinni þrótt- miklu og hljómfögru rödd sinni. Þótt hann héldi því fram seinna, að hann hefði þá þegar gerzt með- limur í nazistaflokknum eða eftir að hann heyrði Hitler halda ræðu i Miinchen, árið 1922, og að hann hefði ritað Hitler bréf, er hann sat i fangelsinu í Landsberg, og seinna varð hið frægasta plagg, má telja fullvíst að þar sé um áróðursblekk- ingu eina að ræða — Goebbels tók að minnsta kosti engan þátt i starf- semi flokksins árið 1923, og hitti Hitler ekki fyrr en árið 1925. Aftur á móti er víst, að það var um þetta leyti sem Gyðingahatrið byrjaði að skjóta rótum í hugsana- lifi hans. Áður hafði hann ekki neina andúð á Gyðingum, þótti meira að segja mikið til þess koma að hafa notið handleiðslu Gundolfs prófess- ors, sem var Gyðingur; lögfræðingur fjölskyldunnar var Gyðingur, mennt- aður maður, sem Joseph Goebbels hafði mikla ánægju af að ræða við — og móðir EIsu var Gyðingur. En nú hafði Goebbels bitið það í sig, að hann fengi skáldverk sín hvergi gefin út, vegna þess að það væru Gyðingar, sem réðu lögum og lofum i allri bókaútgáfu, leikstarfsemi og blaðamennsku, og kæmist þar því enginn neitt áleiðis, nema hann „væri einn af þeim“, jafnvel ekki aðrir eins snillingar og sjálfur liann! Gyðingahatur hans jókst stöðugt, og loks varð hann sannfærður um að það væru Gyðingar, sem réðu allri menningu i Þýzkalandi um þessar mundir. Elsa fann hve stöðug vonbrigði hans gerðu hann beiskan, þver-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.