Vikan


Vikan - 03.05.1962, Side 31

Vikan - 03.05.1962, Side 31
nær. Fyrst í stað nægir honum að- dáun þeirra sem staðfesting þess, að hann hafi leikið vel, en smám saman gerist hann kröfuharðari, honum nægir ekki aðdáun, hann verður að fá sannanir fyrir því, að hann nái þvi valdi á áheyrendum sínum, að hann geti leitt þá hvert sem hann vill og út í hvað sem er. Þá sönnun fær hann, þegar hann kemst upp á lag með að etja þeim til blóðugra átaka við kommúnista, og hann er hinn hróðugasti, þegar hann getur þess í dagbókarskrifum sínum, að svo og svo margir hafi fallið eða særzt. Afstaða hans gagnvart flokksleið- togunum verður því aðeins skilin, að maður geri sér Ijósa þessa leik- ástríðu hans. Hann fer um þá hinum háðulegustu orðum þegar sá gállinn er á honum. Á meðan hann fylgir linu Strassersbræðranna, ræðst hann hvað eftir annað á Hitler í dagbókarskrifum sínum; telur hann fjandsamlegan „okkur Strasser", nefnir sig alltaf sem einn af leið- togunum og á varla nógu gróf orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á þeim, sem eru „honum“ og öðrum flokksbroddum næstir að virðingu — kallar þá sleikjur og skriðdýr og öðrum enn grófari nöfnum, eink- um þá, sem fylgja Hitler að mál- um. Þegar svo að fulltrúar tveggja hinna mismunandi sjónarmiða leiða saman hesta sína á ráðstefnu flokks- ins i Hannover, þann 25. janúar 1926, bregzt Goebbels Strasser og tekur ekki til máls; hliðrar sér hjá að taka afstöðu, þangað til hann sér hvor má sin betur, Strasser eða Hitler. Þegar það virðist engum vafa bundið, að Hitler verði Strasser yf- irsterkari, söðlar Goebbels tafar- laust yfir á Hitler. í dagbókinni verður hann hins- vegar vitanlega að ge-ra þennan út- reiknaða hringsnúning sinn að til- finningamáli, eins og ailt annað; telja sjálfum sér trú um að sér hafi gengði alit annað til. Hann ræðir uin augu Hitlers, „stór, blá og skær, eins og stjörnur". Hann kveðst hafa hlustað á ræðu hans, frá sér num- inn af hrifningu. „Þessum manni er gefið akt það, sem konung má prýða .. . Komandi einræðisherra ...“ Þá kveður hann sig og Hitler hafa ræðzt við lengi nætur, segir að hann hafi gefið sér mynd, áritaða með kveðju frá Rínarlöndum. „Myndin af honum stendur nú á borði mínu. Heil Hitler! ... Það yrði mér óbærilegt, ef ég þyrfti að vantreysta þessum manni! Góða nótt!“ Ekki minnist Goebbels einu orði á það, sem þó mun hafa verið hon- um ofarlega í huga — Strasser- bræðurnir höfðu lítil fjárráð, Hitler og menn hans í Múnchen virtust hafa peninga eins og sand, óku i glæsilegum bílum og bárust mikið á. Hitler var þó nógu skarpskyggn til að sjá hvað honum gekk til; hann bauð Goebbels til Múnchen. Þar bjó Hitler i glæsilegri, fimm herbergja íbúð og hafði bíl og einkabllstjóra; Hitler fékk hann til að halda ræður á flokksfundum, lét bílstjóra sinn aka með hann um allt og loks bauð hann honum með sér til Berchtesgaden ásamt nokkr- um af sínum nánustu samstarfs- mönnum — og aðdáun Goebbels á Hitlér flóir yfir alla bakka. „Hann er verkfæri skaparans og forlag- anna. Ég titra af lotningu, þegar ég stend frammi fyrir honum ... Hvílíkur maður! Að kvöldverði lokn- um sitjum við lengi úti í garðinum og hann ræðir við okkur. Hann er eins og spámennirhir forðum, og skýin á himninum virðast mynda hakakrossmerkið yfir höfði hans“. Þannig liðu þrir dagar í hrifn- ingarvimu. Hitler kunni lagið á Goebbels. Og Hitler vissi hvað hann ætlaðist fyrir ... Vikan og tæknin. Framhald af bls. 3. tunglhryssin verða með rafeinda- heila, sem meðal annars verður gæddur næmri fjarskiptaskynjun; tekur á móti merkjunum frá knöp- unum á jörðu niðri og stjórnar sínu hrossi samkvæmt þeim. í hausnum á hverju hrossi verður og sjónvarps- kvikmyndavél, sem ljær knapanum auga langa vegu, þannig að hann getur alltaf séð skeiðbrautina og um- hverfi hennar. 3. Tunglbílar, sem ætlað er að velta yfir rykhúfin uppi þar. Þessir bílar eru, eða verða, framleiddir hjá hinu mikla bílaiðnaðarfyrirtæki, General Motors. 1. Ferfætt tunglhryssi með sogblöðk- ur í stað hófa — ekki sérlega hlaupa- legur fákur, en kemst þótt hægt fari. Þótt þarna verði i rauninni um eitt og sama tunglhrossakyn að ræða, verða hin ýmsu hreinræktuðu afbrigði þess ærið ólik að útliti og fer það bæði eftir því umhverfi, þar sem stóðinu er ætlað að „ganga“ — fjallastóðið verður til dæmis með sogblöðkur í hófa stað, svo það get- ur runnið upp og niður snarbratta kletta, en stóð það, sem reikar um rykslétturnar miklu, verður með klær á fótum, sem það getur borað niður á fast, sér til halds og trausts. Sum hryssin bera á baki skjöld, mikinn og reistan, sem „drekkur" í sig sólarljósið og breytir því í orku, sem knýr þau áfram. En ekki er öll sagan þar með sögð. Þessir sömu, bandarísku tæknifræðingar hafa einnig i smíð- um önnur sérkennileg „farartæki" — eins konar „bíla“, sem sízt eru þó líkari „jarðneskum" bilum, en tunglhrossakynið hinum göfugu af- komendum Nasa á Skarði. Þeir verða einnig fjarstýrðir og smíðaðir með það fyrir augum, að þeir aki, kannski réttara að segja velti yfir allar torfærur á tunglinu, og búnir alls konar tækjum til athugana og rannsókna, sem senda skýrslur sin- ar til jarðar jafnóðum. Bandaríkjamenn hyggjast nefni- Iega, að því er virðist, ekki ætla að flana til tunglsins fyrr en þeir liafa kynnt sér þar nokkuð allar aðstæð- ur og landskosti; þeir ætla því að senda tunglstóð á undan sér til könnunar, svo og hin vélknúnu far artæki önnur, og gera tunglspeking- arnir vestur þar ráð fyrir að það geti orðið einhvern tíma á árunum 1963 til 1966. En svo er það bara spurnihg, hvort rússnesku tunglnámsleiðangr- arnir hafa þá ekki tekið sér þar ból- festu og slá eign sinni á bandariska stóðið, á þeim forsendum að það hafi farið inn á þeirra haglendi. Annað eins mun að minnsta kosti hafa átt sér stað einhverntima norð- ur í Skagafirði ... -fc- Lífið er undarlega abstrakt. Framhald af bls. 11. „Almáttugur, ertu ekki orðinn agalega þreyttur eftir daginn. Það er vonandi að þú fáir frið til að sofa eitthvað í nótt.“ „Já, ég gæti svo sem vel þegið að fá mér smáblund, og jiað er bara rólegt eins og er. En til hvers varstu annars að hringja?" „Til hvers. Er þetta nú spurning, má ég ekki hringja án þess að hafa eitthvert sérstakt erindi?“ „Ég get svo sem ekki bannað þér það, en þar sem þú hefur svona mikið að gera, gæturðu bara sparað þér þá fyrirhöfn." „Hvað er eiginlega að þér Steinar, þú lætur eins og þú sért geggjaður. Mér þætti gaman að fá skýringu á þessari framkomu þinni.“ „Ég sé enga ástæðu til að gefa þér skýringu á henni, og ég haga mér alveg eins og mér sjálfum sýn- ist án þess að þér komi það nokkuð við.“ „Það eru naumast læti í þér, alltaf fer þér fram. Ég held ég fari nú að biðja að heilsa þér að sinni. Heyrðu annars, áttu ekki frí um helgina?“ „Jú, það á ég.“ „Þú hringir þá vonandi í mann?“ „Ég veit nú ekkert um það, ég hef ýmislegt að gera fyrir sjálfan mig. En þú ræður hvort þú hringir.“ „Nei, nú er ég hætt að skilja." Ásta var orðin grátklökk. „Þú getur alveg gert mig vitlausa þegar þú lætur svona.“ „Jæja, ég nenni ekki þessu rausi.“ „Nei, það er bezt ég haldi ekki fyrir þir vöku lengur. Góða nótt.“ Svo lagði hún á. Asta sat góða stund og starði á simann. Góða skapið sem hún hafði verið í þegar hún kom heim, var rokið út í veður og vind. Hún hugs- aði um, hve íífið væri undarlega abstrakt og hve skammt væri milli skins og skúra. Um leið og Steinar heyrði að sam- bandið var rofið, sá hann eftir að hafa ekki stjórnað betur skapi sinu. Hann vissi vel af hverju Ásta hringdi og það fór um hann gleði- Makkarónur ka.ldix' Búdingar KRISTJANSSON & CO HF

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.