Vikan


Vikan - 03.05.1962, Síða 36

Vikan - 03.05.1962, Síða 36
K«K Hvítasta þvottinn fáið þér með CLOZONE. Einkar drjúgt í notkun. Sparneytnar húsmaeður nota þess vegna CLOZONE í hvers konar þvott. CLOZONE nær undraverðum árangri í þvottavélum. Heildsölubirgðir: EGGERT KRISTJANSSON & CO HF Sími 11400 Þú getur dottið. Framhald af bls. 20. mun vera Magni R. Magnússon, gjaldkeri í Laugavegsútibúi Lands- bankans. Magni er hverjum manni brosmiidari og aiúðlegri og ef liann ætti sjálfur peningana, sem hann handfjatlar á hverjum degi, þá er ég sannfærður um að hann mundi ekki eiga þá lengi. Magni sagði mér um daginn ýmis- legt fróðlegt um frímerki, sem ég er sannfærður um að þið hafið gam- an af að heyra, jafnvel þótt þið séuð ekki með frímerkjadellu, eins og t. d. það að eitt fuilkomnasta og feg- ursta safn af islenzkum frímerkj- um sé norður á Akureyri, en eigandi þess er Haukur P. Ólafsson frysti- hússtjóri þar. Magni sjálfur á ágætt safn og vel unnið, en auk þess liefur hann ásamt tveim öðrum stofnað fyrirtæki, „Fríinerkjamiðstöðin“, sem bæði selur og kaupir íslenzk frimerki og gefur út verðlista, en hægt er að hafa samband við þá með því að skrifa i pósthólf 78, Reykjavík. Þið hafið kannski gaman af að vita það að eitt frímerki, sem gefið var út fyrir ekki lengra síðan en 1954 (afbrigði) er verðlagt á 2500 krón- ur stykkið. Fjöldinn allnr af merkj- um er verðlagður á allt frá 5—50 krónur stykkið. Merki með mynd af Þorfinni Karlsefni, sefn allir voru orðnir leiðir á fyrir um 10 árum síðan, eru nú keypt notuð á 100—150 kr. stykkið. Yfirprentað merki frá 1940 er verðlagt á kr. 3000,00 og ótakkað Geysismerki frá sama tíma á svipað verð. Eitt dýr- asta merkið er frá 1933 í svokallaðri Baibo-seríu, verðlagt á kr. 0500,00. Mörg eldri merki eru verðlögð á frá 3000—5000 krónur, en önnur 36 VIKAK merki, jafnvel frá þvi um aldamót, fást ennþá hjá frímerkjasölum og kosta ekki nema 4—5 krónur stykkið. Það er því ekki nóg að merkin séu gömul. Það er út af fyrir sig engin sönnun þess að þau séu verð- mikil. Yerðið fer eftir þvi live erf- itt er að ná i þau, hve mikið upplag hefur verið prentað, hvort um af- brigði er að ræða og annað slíkt. Annars eru islenzk frímerki ekk- ert sérsfök í heiminum, þótt margir álíti það, og sums staðar erlendis er jafnvel hægt að fá íslenzk merki — og jafnvel sjaldgæf hér heima — á ótrúlega lágu verði. Oft er betra að ná í íslenzk merki erlendis, — segir Magni, ])ví mikill hluti þeirra hefur liafnað þar, bæði utan á bréf- um sem send hafa verið út og svo var mikið um það þegar gjaldeyris- örðugleikarnir voru sem mestir, að menn færu með frímerki með sér út og seldu þar til að afla sér gjald- eyris. Nú er verið að kaupa þessi merki aftur inn í landið fyrir er- lendan gjaldeyri. Einu sinni fékk Magni af tilvilj- un tvö erlend merki — frá Afríku, ef ég man rétt — og þau voru föst saman þannig að ekki var gatað á milli þeirra. Að öðru leyti voru þau venjuleg. Hann bauð þau til sölu erlendis, og fékk fyrir þau um 6000 krónur. Svona getur maður dottið í lukkupottinn þegar maður er í frímerkjabransanum, eins og sagt er. Kannski þú eigir einhvers staðar í fórum þínum gömul uinslög utan af ástarbréfum eða einhverju slíku, og að þar leynist merki, sem geti greitt fyrir þig húsaleiguna næstu mánuði eða næstu afborgun af bygg- ingarláni. Hver veit? Ég mundi ráð- leggja þér lil að fara að leita ... Og hvað sem þú gerir, þá láttu það ekki henda þig að henda not- uðu frímerki. Þú mátt reikna með krónu fyrir hvert þeirra að jafnaði. G. K. Kex, tvíbökur o. fl. Framhald af bls. 15. II. 1 kg hveiti, 350 gr smjörlíki, 250 gr sykur, tvær tesk. kardimomma, % 1. súrmjólk, 7 tesk. lyftiduft, 1 tesk. sódaduft. Bakað eins og fyrri uppskriftin. Ostastengur: 200 gr smjörlíki, 100 gr rifinn ost- ur, 200 gr hveiti. Smjörlíkið er haft volgt og hrært með ostinum og hveitinu og úr deig- inu eru búnar til stengur, sem eru skornar i ca. 8 cm löng stykki. Þau eru smurð með eggjarauðu og bök- uð í meðalheitum ofni. Borin fram heit eða köld, auðvelt er að hita þau upp inn í ofni við litinn hita, ef þau hafa verið geymd eitthvað. Ostamedalíur: 200 gr smjörlíki, 200 gr rifinn ost- ur, 2 eggjarauður, 200 gr hveiti, % tesk. paprika, 1 tesk. salt. Smjörið hrært með ostinum, eggja- rauðunum og kryddinu, hveitinu bætt í og allt hnoðað saman og flatt út. Búnar til kringlóttar kökur, sem eru bakaðar ljósbrúnar. Lagðar saman tvær og tvær og á milli þeirra er sett grænt smjör meö hökkuðum hreðk- um. Líka má hafa þær einfaldar og sprauta grænu smjöri á þær i hring að utanverðu og leggja hakkaðar hreðkur innan i. Líka má nota osta- krem á milli þeirra, en það er búið til á þennan hátt: 1 eggjarauða er hrærð með % matsk. af hveiti og 50 gr af rifnum osti og það hrært út með lti dl af heitri mjólk, hrært yfir lághita þar til það er þykkt. Úr þessari uppskrift má líka búa til osta- kex, og er þá hafður heldur minni ostur í deiginu og það flatt þynnra út. Það er þá skorið i ferhyrninga ag stungið i það með gaffli, og bakað Ijósbrúnt. Saltstengur: 500 gr hveiti, 2% matsk. lyftiduft, 50 gr smjörl., lVz matsk. sykur, % matsk. salt, ca. 2% dl mjólk. Búnar til mjög mjóar stengur, ca. 8 cm langar. Gerðar þrjár skorur of- an á hverja stöng og þær smurðar með mjólk og grófu salti stráð á þær. Bakaðar Ijósbrúnar. Úr þessu deigi má líka baka kúmen- kringlur. Þá eru litlar kringlur gerð- ar úr stöngunum, en deigið hefur verið blandað 4 tesk. kúmeni. Smurt með eggi áður en það er bakað. Einnig má baka rundstykki úr sömu uppskrift. Þau eru þá smurð með eggi eða mjólk, áður en þau eru bökuð og skorið einu sinni ofan í hvert þeirra. HERRAPEYSA. Framhald af bls. 14. Takið nú lykkjuna á öryggisnál- inni prjónið 1 I. sl. og 1 1. br. á prjóna nr. 3 og prjónið lengju sem nær að miðju hálsmáli að aftan. Ath. að strekkja lengjuna dálítið um leið og hún er mæld. Vinstra framstykki er prjónað eins, en gagnstætt ]iví hægra. 7 hnappagöt eru gerð ó hnappagata- listann, það fyrsta er gert 2 cm frá uppfitjun, það efsta 2 cm áður en hálsmálsúrtakan byrjar og hin 5. með jöfnu millibili. Til þess að finna nákvæmt millibil milli hnappagatanna er ágætt að telja út umferðir eflir lengjunni á hægra framstykki. Hnappagötin eru gerð þannig að 4 1. eru prjónaðar fró jaðri, 4 1. felldar af og 4 1. sem eftir eru prjón- aðar. — í næstu umferð eru fitj- aðar upp 4 1. yfir þeim affelldu frá fyrri umferð. Ermar: Fitjið upp 60 (62) 64 (66) I. á prjóna nr. 3 og prjónið 1 1. sl. og 1 1. br. 7 cm. Takið prj. nr. 3Y>, prjónið mynztur og aukið út 14 1. með jöfnu millibili yfir 1. umferð. Aukið út 1 umf. i hvorri hlið 8. hv. umferð þar til 1. verða 104 (108) 112 (116). Þegar erinin mælist 46 (47) 48 (49) cm, eru felldar af 7 1. í hvorri hlið. Takið síðan úr 1 I. í hvorri hlið I annarri hv. umf. þar til ermin mælist 58 (60) 62 (64) cm og þá í hverri umferð næstu 3 cm. Fellið af. Pressið öll stykki mjög lauslega frá röngu eða leggið þau á þykkt stykki, mælið form þeirra út með títuprjónum, leggið rakan klút yfir og látið þorna vel áður en hreyft er. Saumið listana á framstykkin. Saumið síðan axlar-, hliðar- og ermarsauma með aftursting og þynntu ullargarninu. Festið ermum i handvegi. Gangið frá hnappagötunum með venjulegu kappmelluspori og festið tölur gagnstætt þeim á hægri barm.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.