Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 3
VIKAN
00 twknm
„Vauxhall Victor“ —
í nýrri yfirhöfn.
Fyrstu árin eftir lok síðari lieims-
styrjaldar vakti „Vauxhall Victor“
mikla athygli sem glæsilegur og ný-
tízkulegur bíll. Brezkir bílaframleið-
endur eru fastheldnir á form — þvi
er á stundum haldið fram að þeir
séu seinir að átta sig á þróuninni —
en framleiðendur Vauxhallsins
reyndust þar undantekning í það
skiptið, og „Vauxhall Victor" varð
fyrstur hrezkra bila á þeim árum
til að breyta um svip til samræmis
við tízkuna. Varð þetta, ásamt því
að bíllinn þótti vandaður að allri
gerð, tii þess að „Victorarnir" runnu
út „eins og heitar hollur“, svo notað
sé orðtak Árna lieitins prófasts um
dætur sínar.
En svo tóku aðrir hrezkir bílar
smám saman að hreyta um svip
líka, til samræmis við tízkuna, og
þess varð ekki ýkjalangt að biða
að „Vauxhallinn“ yrði gamaldags,
því nú brá svo við að framleiðend-
urnir létu sem þeir vissu ekki af
þróuninni um árabil, eða frá þvi
1957 og fram á sumar 1961. En þá
kom „Vauxhall Victor“ fram á sjón-
arsviðið í splunkunýrri yfirhöfn og
hinni nýtízkulegustu, og vann enn
sem fyrr hylli bílkaupendanna.
Innan undir yfirhöfninni var aft-
ur á móti um litlar breytingar að
ræða, nema hvað hreyfillinn sat
neðar og þyngdarpunkturinn varð
lægri að sama skapi, en fyrir bragð-
ið var hin nýja gerð enn stöðugri í
akstri en sú eldri — enda róma
eigendurnir hve vel hann fari á
vegi. Hreyfillinn er fjögurra
strokka með toppventlum, 56,3 hest-
öfl (SAE), og talinn sparneytinn.
Sætabólstrun og fóðrun og annar
innbúnaður talið í bezta lagi, eins
og yfirleitt í brezkum bílum.
Og nú má gera ráð fyrir að liði
nokkur ár áður en „Vauxhall
Victor" skiptir aftur um yfirhöfn.
„Geimskór“ —
nýjasta tízka.
Nei, hér er hvorki um að ræða
sainsetta mynd né aðrar brellur af
hálfu ljósmyndarans, heldur nýjustu
tizku i fótabúnaði bandarískra
kvenna — sem nefna mætti „geim-
skó“ — sem eru meðal annars þeim
eiginieikum gæddir, að ganga má
á þeim neðan 1 loftinu, ef „geimið“
skyldi ná upp um alla veggi, hvað
ekki kvað talið neitt sjaldgæft. Það
leiðir af sjálfu sér, að það hlýtur
að vera ákaflega spennandi að skoða
samkvæmið frá því sjónarmiði, að
maður nú ekki tali um að dansa
„twist“ í kringum ljósakrónuna ...
Að öllu gamni slepptu, er hér í
rauninni um „geimskó“ að ræða —
það er að segja skó, sem geimförum
er ætlað að hafa á fótunum á ferða-
Iögum sínum út fyrir aðdráttarsvæði
jarðar. Sólarnir undir skóm þessum
eru gerðir úr næloni, en allir með
smáholum, sem grípa um smáhnúða
i loftfóðrinu — eða gólffóðrinu eftir
atvikum — og verður gripið mjög
sterkt, eins og myndin sýnir.
Smábátar úr steinsteypu.
í þjóðsögunum islenzku er sagt
frá tröllum, sem reru á steinnökkv-
um — reru mikinn. Hvort sem þar
hefur eingöngu verið um hugarflug
alþýðufólksins að ræða, eða frum-
höfundar þjóðsögu þessarar hafa
gert sér ljóst, að steinn mundi fljóta
ef meitlað væri i hann nægilegt hol-
rúm, er ekki gott að vita. En víst
er um það, að þarna hefur hugar-
fiugið orðið undanfari tækninnar,
því bæði Bretar og Bandarikjamenn
smíðuðu skip með steinsteyptum
byrðingi, árin eftir fyrri heimsstyrj-
öldina, og það allt að því 7.500 smá-
lestir að stærð, og reyndust skip
þessi mjög vel, nema hvað byrðing-
urinn dró alltaf í sig nokkra vætu,
.Vauxhall Victor'
árgerð 1961
VIKAHI
Útgefandí: Hilmir h.f. .
Rltstjóri:
Glsli SigurðBHon (ábm.)
Auglýsingaatjóri:
Jóhannes Jörundsson.
Framkvæmdastjóri:
Hilmar A. Kristjánsson.
Hitstjórn og auglýsingar: Skipholti
33. Simar; 35320, 35321, 35322, 35323.
Pósthólf 149. Afgréiðsla og dreifing:
Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími
36720. Dreifingarstjóri: Óskar Kuris,-
son. Verð i lausasölu kr. 15. Áskrift-
arverð fer 200 kr. ársþriðjungslega, •. |
greiðist fyrirfram. Prentun: Hilmir
h.f. Myndamót: Rafgraf h.f.
/ næsta blaði verður m.a.
• Blaðamenn í „bófahazar". Hversu öflugt er eftirlit lögregl-
unnar með því að umferðarlögin séu höfð í heiðri. Vikan
vildi fá svar við þeirri spurningu og braut öll umferðarlög
í tvo klukkutíma; Ók niður Hverfisgötu og upp Laugaveg,
virti ekki stöðvunarskyldu og lenti þar af leiðandi í kapp-
akstri við lögregluna. Myndafrásögn á fimm síðum.
• Bréfið. — Smásaga eftir Kurt Vonnegut. Forríkir foreldrar
eru á leiðinni í fínan einkaskóla með drenginn þeirra, en
þau vita ekki, að hann hefur fallið á inntökuprófinu, því
hann hafði séð bréfið frá skólastjóranum og rifið það.
• Fagrar konur á förnum vegi: Thelma Ingvarsdóttir, ljós-
myndafy rirsæta í Kaupmannahöfn, sænska fegurðarsam-
keppnin o. fl.
• Ungt fólk á uppleið: — Fanney Sigurjónsdóttir og Ólafur
Magnússon.
• Verðlaunagetraunin: Verðlaunin eru eins og þið vitið Volks-
wagen de luxe fimm manna fólksbifreið að verðmæti 120.000.
Fylgizt með frá byrjun og haldið getraunaseðlunum saman.
• Goebbels, áróðursmeistari Hitlers. Það er þriðja greinin, sem
nú birtist og hún heitir: Kvenhollur spámaður. Hún fjallar
um ævi Goebbels eftir að stríðið er byrjað, þegar hann er
útnefndur „Propagandaminister“ eða áróðursherra og loks
er getið uni hin fjölskrúðugu kvennamál hans.
þar eð þá skorti enn kunnáttu til
að gera steinsteypuna gersamlega
vatnsþétta. Fyrir þann ágalla lagð-
ist gerð steinsteyptra skipa niður
i hili.
Nú eru hins vegar löngu fundnar
aðferðir til að gera steinsteypuna
eins vatnsþélta og stál, með íhlönd-
un vissra efna, og um leið ákaflega
harða, án þess þó að hún glati seiglu
sinni. Ug nú liefur smábáta-smiða-
slö ein á Bretlandi tekið að fram-
leiða iitla sportoáia úr stemiímsteg-
und, sem Seacrete nefnist, og gædd
er þessúm eiginieikum.
Góður bátaviður er ekki aðeins
mjög dýr, héldur krefst og smiði
smábáta úr viði mikiilar kunnáttu
og vandvirkni og margra vinnu-
slunda. Fyrir nokkrum árum er
hafin framæiðsla á smábátabyrð-
ingum úr gtertrefjaplasti — þeir
hafa reynzt veh en efnið er svo
dýrt, að háturinn verður að minnsta
kosti ekki ódýrari, en þótt hann
hefði verið smíðaður allur úr völd-
um viði.
Umrætt steinsteypuefni er aftur
á inóti ákaflega ódýrt, auk þess sem
hver sæmilega handlaginn maður
getur steypt byrðinginn sjálfur í
þar til gerð mót. Það er mun sterk-
ara cn tré og sterkasta plast; hefur
svipaðan styrkleika og stál sömu
liykktar, það er gersamlega vatns-
þétt, og verði byrðingurinn fyrir
einhverjum skemmdum, er mjög
auðvelt að steypa í þær. Þegar byrð-
ingurinn er fullharðnaður og mótin
tekin af honum, þarf einungis að
fága hann og mála, sem hvort-
tveggja er bæði fljótlegt og auðvelt.
Framhald á bls. 38.
„Öliu snúið öfugt þó ...“
VIKAN 3