Vikan


Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 43

Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 43
DRAUMAR. Framhald af bls. 39. Kæri DraumráSandi. Ég er hrifinn af stiilku, sem er IjóshærS og sé ég hana eiginlega daglega og hef alltaf horft á eftir henni. Ég byrjaSi aS læra aS dansa hjá Hermanni Ragnars á föstudag- inn og sá ég þá, aS hún var þar líka og ætlaSi aS reyna aS IjjóSa henni upp, en sá aö ég mundi ekki geta þaS, því ég sat langt frá henni og bauS þvi annari stúlku upp. En í nótt dreymdi mig aS þessi Ijós- hærSa, ég og vinur minn og önnur stúlka, værum inni í herbergi og voru vinur minn og stelpan hans í faSmlögum og segir þá vinur minn viö þá ljóshæröu: „Kysstu Bjögga“. Teygir hún þá handleggina til mín og togar mig til sin og viS kysstumst og lentum i miklu keliríi og förum viö nú aS ræSa saman og segir hún: „Ég lærSi aS kyssa út í sveit,“ og sagöist ég þá hafa lært þar líka. Man ég nú ekki meira en þaS, aS viS féllumst í faSma og kysstumst. Ekki veit ég hvaS stúlkan heitir, en ég held aS hún heiti Bára, en ég er fimmtán ára. Meö fyrirfram þökk fyrir ráSninguna. Svar til Bjögga. Bjöggi. Eins og draumurinn segir, eru aðaltáknin í honum kossar og ástaratlot unglinga. Þessi draum ur er ekki tákn um neitt sérstakt afgerandi í ástamálunum hjá þér Bjöggi minn, enda liggur Lftið á hjá þér enn þá, þar sem aldur þinn er vel fyrir innan giftingar- aldurinn. Hins vegar mundi hann túlkast sem skemmtilegar stund- ir, sem í vændum eru hjá þér í náinni framtíð. GóSi draumráðningamaSur. í nótt dreymdi mig draum, sem mér finnst dálítið skrítinn. Og ég tek þaS fram aö ég hef alls ekki veriS aS hugsa um neitt þvi um líkt. Mér fannst ég vera stödd á Cana- veral-höfSa. Ég fann í draumnum aS þetta var þessi vanalegi staSur, þar sem eldflaugunum er skotiS á loft. Og mér finnst aS þaS eigi aS fara aS skjóta geimfarinu sem þessi John eða hvaS hann nú heitir, var í. Ég stóö neðan viS þennan liöfSa og horfSi upp á hann og biS eftir aS sjá geimfarinu skotiS á loft. ÞaS er reynt nokkrum sinnum, mig minnir 5—C sinnum, en í hvert skipti sem reynt er aö starta, þá sé ég hluta af hnetti, og þar er hönd, ljós á lit en loSin, sem teygir sig frá einhverju stóru landi, og staS- næmist yfir höfSanum og höndin myndar klær eða kreppir fingurna. Handleggurinn er orSinn mjög lang- ur eSa hefur teygt úr sér yfir stórt haf. Ég var eitthvaS aS hugsa um livort þetta væri frá þessum hnetti eSa öðrum. En i siöasta skipti sem reynt er kemst eldflaugin svolítiS á loft, en steypist svo niSur logandi. Mér finnst maSurinn hlaupa niSur brattann meö þetta rusl sem eftir er af eldflauginni, á bakinu., svona logandi. Mér fannst renna á þarna skammt frá og hann ætlaSi aS reyna aS kasta þessu af sér í hana. Það var ekkert að manninum sjálfum. Fyrir hverju haldiS þér aS þetta sé? Lydija. Ekki er líklegt að draumur þessi eigi sérstaklega við tilraun- ir Bandaríkjamanna að undan- förnu til að skjóta mönnuðu geimfari umhverfis hnöttinn, enda tókst sú tilraun með ágætum þegar John Glenn, komst á annað borð af stað. Mín skoðun er því sú, að draumur þessi sé persónu- legra eðlis og sé tákn viðfangs- efnis, sem þú nú hefur í gerð hjá þér. Þetta viðfangsefni virð- ist því ekki ná þeim tilgangi, sem þú vonaðir að yrði, því að alltaf verður eitthvað til að hindra framgang málsins og að síðustu lendir allt í vandræðum, þó svo virðist sem þú skaðist ekki sjálf þó allt sé hið glæfralegasta í kringum þetta. Það eru til margir menn, sem spenna bogann of hátt, en mistekst Þannig erum við öll gerð, við erum alltaf að stefna að einhvtírju hærra og betra að okkur finnst, en fjöllin eru eðlilega mörg og stór. Ekki dugar ag gefast upp þó eitt bregð- ist, heldur skal alltaf lagt á bratt- ann, en þá skal reynd önnur leið og að lókum hefst þetta. Kæri draumráöningamaSur. Ég þakka þér kærlega fyrir allt gamalt og gott. Eina nóttina dreymdi mig aS strákur, sem ég skrifast á viS og heima á út á landi, væri kominn til Reykjavíkur. Eitt sinn lít ég út um gluggann heima hjá mér, og sé aS einhver var fyrir utan. Ég fór út aS athuga hver kominn væri, en þá var þar dökkhæröur strákur og vissi ég ekki fyrr til en viS vorum bæSi komin inn í stofu. FORSÍÐAN í tilefni af hinni myndar- legu verðlaunagetraun Vik- unnar fórum við með rauða Volkswagenbílinn, sem einn lesenda Vikunnar hlýtur í verðlaun og stilltum honum upp við Háskólabíóið. Þessi bráðfallega kona, sem stend- ur hjá bílnum heitir Sigríður Steinunn Lúðvígsdóttir og er gift Einari Árnasyni, lög- fræðingi. Það er víst satt, sem einhver sagði: Allar þær fal- legustu eru alltaf gengnar út — því miður. Ég kallaSi nafn lians og féll þá á gólfiS, þvi ég var svo þreytt. Hann reisti mig upp og náSi í eitthvaS úr vasa sinum sem líktist giftingar- hringum. HSG. Svar til HSG. Ég held að þú sért nú ekki kom- in á þann aldur góða mín að hugsa alvarlega um þessa hluti ef dæma má af bréfi þínu. Hins vegar bendir draumurinn til smá ástarævintýris, sem þó verður ekkert sérstakt úr, þar sem hann setur hringinn ekki á fingur þér. Tbúðarhús n j L VERKS Ml® JO HUS FRYSTIHÚS Gnangrát Cetur GEGAI HITA OG KULDA +20° -5-20' Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneytL Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). Lækjargöta . HafnarfirOi . Simi 50975. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.