Vikan


Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 29

Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 29
góði endirinn kemur. Hann kom með hálsbólgu. Ég varð nefnilega veik af henni nokkrum dögum seinna. Lækn- irinn kom til mín og sagði mér að liggja og að ég mætti ekkert tala, fyrr en bólgan væri farin. Þetta var allt ósköp leiðinlegt, en umhugsunin um Sam þjáði mig mest. Ég gat ekki skilið af hverju hann vildi ekki hitta mig. Ég hal'ði gert allt, sem í mínu valdi stóð, til að sýna honum að ég hefði áhuga fyrir honum. Karlmenn eru nú stundum undarlega skilnings- sljóir. Nú lá ég hér bundin i gömlu upp- lituðu náttfötunum mínum —■ og Þá var barið að dyrum. Ég reyndi að stynja upp — Kom inn, en gat ekki komið upp nokkru hljóði. En hann kom bara inn. Mig langaði mest til að fela mig, ég skammaðist mín svo mikið. Ég hef átt þessi náttföt siðan ég var í skóla og ég er aldrei I Þeim, nema þegar ég er veik. Þau eru svo heit. Ég er ekki ein af þeim heppnu, sem líta úr eins og Kamelíufrúin, þegar þær eru veikar. Mér fannst ég einna líkust köldu grautarslettunni, sem var á disknum á náttborðinu. — Hvað gengur að þér? spurði hann. Ég benti á penna og pappír á borð- inu og skrifaði „Hálsbólga. Get ekki talað. Hvað viltu?" — Ég lait af tilviijun n'ður á sval- írnar þinar og sá að bergfléttan þín var að visna. Mór fannst vissara að vita hvort noklcuð væri að þér. Ég var of veik til að rífast við hann. Ég skrifaði þvi, að cg væri veik og hjálparlaus og mundi kjósa að deyja í friði, ef honum væri sama. — Já, þú ert spök núna, sagði hann gleiður. — Getur ekki talað og skipað fyrir, eða hvað? Ég ætlaði að svara duglega fyrir rnig, en kom ekki upp orði. Hann glotti illgirnislega framan í mig og hvarf fram í eldhúsið. Það heyrðist hávaði og dynkir í pottum og pönnum og svo kom hann inn með glas af appelsínusafa. Hann reisti mig upp og stakk glasinu undir nefið á mér. Meiri hlutinn dembdist niður á nátt- fötin, en það sem komst upp i mig, var kalt og ijúffengt. — Jæja, sagði hann, nú skulum við taka svolítið til hér í þessari rottu- holu. Áður en ég gat áttað mig, var hann búinn að taka mig upp úr rúminu, vefja mig inn í teppi og setja mig í sófann. Ég horfði orðlaus á meðan hann leitaði að hreinum rúmfötum og bjó um, eins og alvön hjúkrunar- kona. Svo setti hann mig í rúmið aft- ur og kveikti sér í sígarettu. — Betra? Ég kinkaði kolli þvermóðskulega. Ég ætlaði að segja honum, að þetta væri alveg óþarfi. Ég væri stúlka, sem alltaf gæti bjargað sér sjálf. En hann haíði tekið burt pennan og pappírinn. — Sjáum til, sagði hann ánægður. — Þarna erum við búin að sýna fram á, að konan er ekki sú sterkasta. Er það ekki? Ég hristi önug höfuðið, en það breytti engu. Hann hélt áfram: — Sálfræðingar halda því fram að það sé maðurinn, sem sé veikbyggð og hjálparvana vera. Konan hugsaði um allt — allt frá fjármálunum upp i það að velja grafstæðið fyrir veslings þrælinn. Flestir taka þetta sem góða og gilda vöru, en einstaka gera uppreisn. Við, sem það gerum, vitum að karlmenn eru til margs nýtir. Þeir geta borgað KBK A lOROMM Klukkan 0,30 — 8,30 byrjar l»ii Ean^aii ogr erfiðan viniin- dag: — )»á er iniikilvæg't að íiiorgunwerðuriiin sé stað goður og næringarríkur. SCOtt*S liairagrjjou eru í senn kjarngoð IJiiffeng og lieilnæin fæða. SCOtt’S HAFltAURJÓN FAST 1 HeildRÖIubir^ðir: ^ ^ Kristján O. Skagfjörð h-f. 1EUD reikninga og búið til geimför. Þeir geta búið til börn. Þeir geta annazt veikburða konur. Án þess að tala og skipa fyrir. Af ást, án þess að þurfa að ráða öllu. Nokkrar athugasemdir? Ég var honum ekki sammála, en ég þagði. Ég gat ekki einu sinni leng- ur hrist höfuðið, ég fann of mikið til i þvi. Ég bara lá þarna máttlaus og hreyfingarlaus. Hann tók það sem samþykki. —Dugleg stúlka, sagði hann. Það er ekki vonlaust um þig enn þá. Fái ég svolítinn tíma, tekst mér sjálfsagt að gera úr þér almennilega konu. Hafið þið heyrt annað eins? Ég hafði svör á reiðum höndum, en gat ekkert sagt. — 1 fyrsta sinn og ég sá þig, varð ég hrifinn af þér. En ég var hræddur við þig. Nú fyrst sé ég þig eins og þú ert — sjúk og hjálparvana. Og þögul. Hann kyssti mig á nefbrodd- inn. Ég hefði getað slegið hann. — Flýttu þér að verða frísk, elsk- an, sagði hann. Það er svo margt, sem við þurfum að vinna upp. Ég baðaði út öllum öngum til að ná 5 pennann og blaðið. — Hafðu engar áhyggjur, hjartað mitt, ég veit hvað þú ætlar að segja, sagði hann. Og allt í einu vissi ég það líka. Nú get ég sagt öilum konum það: Verið ekki að hugsa um að grenna ykkur. Hafið ekki áhyggjur af Þvi, að hárið sé litlaust eða fæturnir of sverir. Hugsið ekkert um að læra að búa til mát, reynið ekki að mennta ykkur. Það er aukaatriði þó þið séuð flatar eins og planki, heimskar eins og gæs, ungar eða gamlar. Þegið bara. Látið hann um það að tala. Oft mun hann þreyta ykkur ólýsanlega, það getur verið að þið fáið gallsteina af illsku út í hann. En fyrr eða síðar mun hann bera upp spurninguna, sem er þýðing- armest af öllu og sameinar ykkur. Kemur þetta í bág við hugmyndir ykkar um kvenréttindi? Minnizt þ:i ekki á það. SteinÞegið! Ykkur hefur tekizt að ná i hann. ★ VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.